Trúin og lífið
Spurningar

Undirsíður

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuði

  1. Er ófermdur maður ekki kristinn?
  2. Afstaða kirkjunnar til dauðarefsinga
  3. Er hægt að afskírast?
  4. Hvað gerir maður í himnaríki?
  5. Er vitað hvar gröf Jesú er?

Er fermingin staðfesting skírnarheitisins?

Fermingarbarn spyr:

Hversvegna er talað um að ferming sé að staðfesta skírnarheitið?

Kristján Valur Ingólfsson svarar:

Skírnarheitið er fullkomið og eilíft. Það sem átt er við er miklu frekar að með því að taka þátt í fermingarfræðslu og fermast svo ert þú að fara eftir hinum hluta fyrirmæla Jesú um skírnina, þegar hann segir „... og kennið þeim að halda allt það sem ég hefi boðið yður“.

En orðið "staðfesting" felur samt í sér fleira. Það er jú ekki nóg að heyra orð og vilja Jesú, heldur þarf að fara eftir því, eins og sagt er frá í dæmisögunni um hyggna manninn og þann heimska. Við þurfum aftur og aftur að taka afstöðu til vilja Jesú í lífi okkar.
Líklega á hverjum degi.

Fermingardagurinn er einn þesskonar dagur, - en hann er öðruvísi vegna þess að þá tökum við þessa afstöðu ekki bara ein með Guði, heldur opinberlega svo að öll kirkjan heyrir. Þessvegna tölum við um staðfestingu - ekki á skírnarheitinu beinlínis, heldur á því að við séum sammmála þeim sem báru okkur til skírnar meðan við vorum minni, og meira en samþykk því að vera skírð, við erum líka samþykk því að Jesús, sem tók við okkur í skírninni fái að hjálpa okkur til að móta stefnuna fyrir lífið.

20/4 2005 · Skoðað 5038 sinnum


Þín ummæli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummæli:
 


Forsíða · Skoða svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar