Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Er fermingin stađfesting skírnarheitisins?
  2. Er ófermdur mađur ekki kristinn?
  3. Afstađa kirkjunnar til dauđarefsinga
  4. Er hćgt ađ afskírast?
  5. Hvađ gerir mađur í himnaríki?
  6. Er vitađ hvar gröf Jesú er?

Af hverju kallast páskarnir páskar?

Hanna spyr:

Ég hef veriđ ađ hugsa afhverju Páskar heita páskar, afhverju skírdagur heitir skírdagur og afhverju Föstudagurinn langi heitir föstudagurinn langi?

Ţađ vćri ćđislegt ef ţú/ţiđ vissuđ ţađ. ég er á fermingarári og ţarf ađ gera ritgerđ um ţetta, en ég finn engar upplýsingar um ţetta!

Kćr kveđja, Hanna

Irma Sjöfn Óskarsdóttir svarar:

Sćl Hanna.

Ţessi spurning gćti kallađ á langa ritgerđ og mörg svör en hér koma nokkrar línur um dagana sem ţú nefndir.

Páskar eru haldnir til ađ fagna upprisu Jesú Krists frá dauđum. Orđiđ páskar er komiđ úr hebresku en páskar voru hátíđ löngu áđur en upprisa Jesú átti sér stađ og var ţá hátíđ sem var tengd vorinu og aukinni sólarbirtu.

Eftir upprisu Jesú urđu hinir kristnu páskar til sem viđ í dag höldum hátíđlega á degi upprisunnar.

Skírdagur er fimmtudagurinn fyrir páska og ţá er minnst síđustu kvöldmáltíđar Jesú međ lćrisveinum sínum og í minningu ţeirrar máltíđar höfum viđ kvöldmáltíđarsakramentiđ eđa altarisgöngu eins og viđ köllum ţađ oft. Orđiđ skír merkir hreinn og ađ skíra merkir ađ hreinsa.

Af hverju hann er kallađur skír – dagur tengist međal annars mjög gamalli hefđ í kirkjunni ađ hreinsađ var af altarinu t.d. var dúkurinn sem er á altarinu ţveginn fyrir páskahátíđina og jafnvel var altariđ sjálft ţvegiđ.

Á föstudegi var Jesús krossfestur og er ţađ mesti sorgardagur kristinnar kirkju en ekki er alveg víst af hverju orđiđ langi kom til.

Viđ getum hugsađ okkur ađ ţađ vísi til hins langa tíma sem Jesús var píndur á krossinum. Einnig er lýsingarorđiđ langur stundum notađ um eitthvađ erfitt. Okkur finnst jú öllum ađ ţađ sem tengist ţjáningu og sorg gerir dagana dökka og langa.

Heimildir: Saga daganna e. Árna Björnsson Mál og menning 1993.

Vonandi kemur ţetta svar ţér eitthvađ á sporiđ og gangi ţér vel ađ gera ritgerđina.

Bestu kveđjur,
Irma Sjöfn

7/4 2005 · Skođađ 4995 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar