Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  Fordćmingar í Ágsborgarjátningunni?

  Davíđ Örn Sveinbjörnsson spyr:

  Mig langar til ţess ađ vita hversvegna kirkjan kennir ađ Guđ elski syndarann en hati syndina, á međan ţađ stendur í játningariti kirkjunnar, nánar tiltekiđ Ágsborgarjátningunni ađ „ţeir“ (kirkjan giska ég á) fordćmi hina og ţessa félagslega/menningarlega/trúarlega hópa. Semsagt svo virđist sem ađ kirkjan fordćmi einstaklingana en ekki t.d. kenningar ţeirra. Er ég ađ misskilja ţetta svona allsvakalega eđa hvađ?

  Ţýđir ţetta ađ kirkjunnar menn geti ekki starfađ međ öđrum trúflokkum eđa trúarhópum ef ađ ágsborgarjátningin fordćmir ţá, enda fari ţeir ţá gegn játningarriti kirkjunnar?

  Mér ţćtti mjög vćnt um ađ fá svar.

  Virđingarfyllst

  Karl Sigurbjörnsson svarar:

  Komdu sćll og blessađur, Davíđ Örn,

  Ég er vegar ánćgđur og ţakklátur fyrir ađ ţú skulir eiga í basli međ játningarrit kirkjunnar og sért ađ skođa Ágsborgarjátninguna sérstaklega. Ţessir textar eru ţess virđi. Ég vil benda ţér á hina ágćtu bók Kirkjan játar, eftir Einar Sigurbjörnsson, ţar sem glögg grein er gerđ fyrir játningunum, tilurđ ţeirra og merkingu.

  Játningar kirkjunnar eru merkilegir textar sem eru mikilvćgur vitnisburđur um ţađ hvernig kirkjan hefur túlkađ grundvöll trúarinnar og markađ meginatriđi og grunngildi kenningar sinnar. Ágsborgarjátningin hefur sérstöđu vegna ţess ađ hún er vitnisburđur um ţađ hvernig lútherska kirkjan leitađist viđ ađ svara grundvallarspurningum siđbótatímans. Hún er sem sagt ekki tímalaus, eins og játningar frumkirkjunnar, ţe. postullega trúarjátningin og Níkeujátningin, sem eru meira eins og sálmar, ljóđ eđa lofsöngvar, enda fluttir í guđsţjónustum. Ágsborgarjátningin er ţá frekar „pólitísk“ og stendur mitt í ţeim róstursömu átakatímum sem fćddi hana. Henni var ćtlađ ađ vera rit sem markađi sameiginlegan grundvöll kaţólskrar, ţe. almennrar, kirkju, andspćnis öfgastefnum til beggja handa.

  Fordćmandi orđasambönd eins og ţú vísar til: „Ţeir fordćma....“ er okkur framandi og viđ myndum tćpast taka svona til orđa í dag, ţađ ţćtti ekki kurteisi. Ţađ er hárrétt hjá ţér ađ kirkjan kennir ađ hún fordćmi ekki einstaklinginn heldur einungis syndina. En ţetta ţekkjum viđ nú líka úr okkar samtíđ. Í stjórnmálaumrćđunni er oft sagt: „Framsóknarmenn eru taglhnýtingar íhaldsins“ - ţá er veriđ ađ tala um flokkinn og forystu hans, ekki einstaka flokksmenn.

  Ég lít svo á ađ ţetta séu markalínur frá liđnum tíma, markađar í andrúmslofti ţeirra daga, en eru ekki bindandi í dag. Ţjóđkirkjan er samkirkjuleg í hugsun, en ţađ ţekktist vart á 16. öld, og vill starfa međ öllum sem játa Jesú Krist, og reyndar öllu góđviljuđu fólki ađ ţví ađ gera Guđs vilja og greiđa ţví góđa veg í heiminum. Viđ lesum fordćmingar játningarinnar fremur eins og viđvörunarljós eđa hćttu-merki viđ varasama vegi. Áminning um ađ standa vörđ um frumstođir grundvallarins, en líka áminning um ţá hćttu sem fylgir ţví ţegar ţröngsýni og ótti hrekur kirkjur og samfélög bak viđ víggirđingar. Ágsborgarjátningunni verđur ekki breytt, hún er söguleg heimild og stendur gild sem slík. Og hún er vel ţess verđ ađ glímt sé viđ hana og leitast viđ ađ brjóta til mergjar.

  Guđ blessi ţig, einlćga leit ţína og spurningar.

  Karl Sigurbjörnsson

  6/2 2005 · Skođađ 5338 sinnum


  Ţín ummćli

  Nafn:
   
  Netfang:
   
  Ummćli:
   


  Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

  Pistlar
  Postilla
  Almanak
  Spurningar