Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Hvar er tólf spora starf?
  2. Hvar nálgast ég skírnarvottorđ?

Hverjir eru litir kirkjuársins?

Friđţjófur Ţorsteinsson spyr:

Hverjir eru litir kirkjuársins? Fyrir hvađ standa ţeir og hver er uppruni ţeirra?

Árni Svanur Daníelsson svarar:

Sćll Friđţjófur og ţakka ţér fyrir spurninguna.

Litir kirkjuársins eru: Hvítur, rauđur, fjólublár, grćnn og svartur. Einar Sigurbjörnsson fjallar um litina í bók sinni um Embćttisgjörđ. Hann skrifar:

Innocentius páfi III (1198-1216) setti reglur um liti til viđmiđunar og hefur ţeim veriđ fylgt innan rómversku kirkjunnar síđan. Fyrir áhrif lítúrgísku hreyfingarinnar á síđustu öld, hófu lútherskar kirkjur sem höfđu haldiđ skrúđanum ţessar reglur til vegs á ný á ţessari öld.

Einstaka liti útskýrir Einar svona:

- Hvítur er litur fagnađar og hreinleika og ţess vegna litur stórhátíđanna, jóla og páska og sunnudaganna eftir páska.
- Rauđur er litur blóđs og elds. Ţví er hann litur hátíđar heilags anda, hvítasunnunnar. Rauđur er líka litur píslarvottanna og ţví litur á minningardögum ţeirra.
- Fjólublár er litur iđrunar og yfirbótar og ţví notađur á föstunni, bćđi lönguföstu og jólaföstu eđa ađventu.
- Grćnn litur táknar von og vöxt og er litur sunnudaga eftir ţrettánda og sunnudaganna eftir ţreningarhátíđ, trinitatis.
- Svartur er litur föstudagsins langa.

Eins og ţú hefur kannski tekiđ eftir fylgjum viđ litum kirkjuársins á mörgum vefjum kirkjunnar. Ţannig er forsíđan á kirkjan.is grćn á sunnudögum eftir ţrenningarhátíđ, fjólublá á föstunni, svört á föstudeginum langa svo dćmi sé tekiđ. Ţađ sama gildir um marga vefi sókna og annála á vefnum.

Heimildir:
Einar Sigurbjörnsson: Embćttisgjörđ, Skálholtsútgáfan, Reykjavík 1996, bls. 148.

13/1 2005 · Skođađ 8347 sinnum


Ummćli frá lesendum

  1. Fiffi skrifar:
    Kćrar ţakkir fyrir gott svar og skjót viđbrögđ!

Langar ţig ađ bera fram spurningu? Gerđu ţađ ţá hér.

Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar