Trú.is

Vondi hirðirinn

Vondi hirðirinn í útvarpsþáttunum vann vissulega engin fólskuverk. Eigendur hlutanna höfðu í einhverri fljótfærni losað sig við þá og voru fremur sáttir við að fá þá aftur í hendurnar. Ádeilan beinist ekki að honum sjálfum, heldur snýr vonskan í titlinum fremur að því samfélagi sem flýr ábyrgð sína og ákvarðanir.
Predikun

Af hverju trúir þú á Guð?

Fólk spyr oft: „Af hverju trúir þú á Guð? Af hverju trúir þú á Jesú? Svo þurfum við að réttlæta trú okkar. Ég hef fengið þessar spurningar oft og mörgum sinnum, bæði þegar ég var í guðfræði og eftir að ég vígðist til prests hér í Vík. Ég trúi vegna þess að ég er fullviss um að eitthvað stórkostlegt hafi átt sér stað fyrir um 2000 árum síðan. Ég trúi að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum. Án upprisunnar værum við ekki hér saman komin. Án hennar væri engin kirkja og engin trú.
Predikun

Við komum saman til að fagna upprisu frelsara okkar.

Gleðilega hátíð. Við komum saman hér í Dómkirkjunni í Reykjavík á þessum páskadagsmorgni til að fagna upprisu frelsara okkar. Fagna því að dauðinn dó, en lífið lifir.
Predikun

Hið blíða varir lengi

,,Það bága varir oft stutta stund en hið blíða lengi."
Predikun

Áhugasviðið

Öðrum megin við múrinn grær allt í garðinum, hinum megin drottnar dauðinn. Og til marks það hversu náið sambandið er þar á milli þá lærir áhorfandinn að húsfreyjan klæðist ekki aðeins flíkunum sem áður tilheyrðu hinum myrtu gyðingum. Hún nýtir öskuna af þeim sem áburð. Leikur barnanna er við nánari aðgát ekki eins saklaus og í fyrstu kann að virðast. Þau handfjalla gulltennur sem hafa ratað inn á heimilið. Eldra systkinið lokar hið yngra inni í garðhýsinu og hvæsir eins og þegar hylkin sem tæmd eru ofan í gasklefana. Og Höss, sá sem stýrir búðunum glímir við þráláta kviðverki sem kalla fram uppköst.
Predikun

Kumpánar

Máltíðin á að vera heilög stund, í þeirri merkingu að við tökum hana frá. Við ættum að einbeita okkur að því að verja tímanum saman við borðið, vera alvöru kumpánar, hver sem annars tengsl okkar eru. Það er eitthvað nöturlegt við þá tilhugsun að fjöldi fólks æði eftir hraðbrautinni með einhvern skyndibita og að hluti þess fólks hendi umbúðunum svo út um gluggann. Hversu kúlturlaus er hægt að vera?
Predikun

Páskar í háska?

Eru páskar í háska? Það held ég ekki, heldur þvert á móti. Um leið og við gefum því gaum hvernig við getum lagt okkar minnstu systkinum lið þá erum við fólk upprisunnar. Og, já þegar við fyllumst lotningu þegar páskasólin skín við okkur þá erum við fólk upprisunnar. Það getur verið í skíðabrekkum, í fallegri íslenskri sveit þar sem náttúran vaknar af vetrarblundi, í hópi ástvina á hlýrri slóðum. Og vitanlega í helgidóminum þar sem við lesum og hugleiðum söguna sem öllu breytti.
Pistill

Vigdís

Söngurinn sem þeir sungu í kosningasjónvarpinu er kostulegur og hefur reyndar ekki elst mjög vel. Hvað á það annars að þýða að „allir þrái“ einu konuna sem þarna býður fram krafta sína? En við getum gefið þeim orðum eðlilegri blæ og lýst því yfir að öll þráum við forystumanneskju eins og hana Vigdísi. Þar hafa frambjóðendur verðuga fyrirmynd sem við getum svo sótt lengra aftur, í sjóði frásagna ritningarinnar.
Predikun

Satt og rétt

Mörgum hefur það þótt miður að Jesús skyldi ekki svara þessu í eitt skipti fyrir öll. Því það er ekki alltaf skýrt hvað það felur í sér hvort setning er sönn eða ekki. En hvað segir spurningin um þann sem spyr? Hvað er satt og hvað er rétt? Helst það ekki í hendur? Þegar valdhafinn spyr – er hann þá að sama skapi að brjóta heilann um hugtak sem er því náskylt: nefnilega réttlætið, ,,satt og rétt". Áður en réttlætið er fótum troðið hefur sannleiknum þegar verið fórnað. Sannleikurinn er jú fyrsta fórnarlambið í valdabrölti Pílatusa á hverjum tíma.
Predikun

Stundum er bænin eina leiðin

Þetta gætu verið skilaboð frá Lýðheilsustöð eða Landlækni, skilaboð frá skólayfirvöldum eða skátunum. Biblían er uppfull af slíkum hvatningarorðum, sístæðum sannleika um það sem mikilvægt er í mannlífinu, mikilvægt er fyrir mann og heim.
Predikun

Orðið

Þetta var eitt þeirra hugtaka sem hún átti eftir að breyta þegar hún hafði til þess vit og þroska. Sigurganga þessarar konu á hennar löngu ævi fólst í því að móta tungumál þeirra sem ekki gátu heyrt. Það var til marks um merkan áfanga á þeirri vegferð þegar nafni skólans var breytt. Orð kom í stað orðs – skólinn var ekki fyrir málleysingja heldur heyrnarlausa.
Predikun

Að hefja sig yfir lestina

Hvatning forsetans um að hefja sig yfir lestina, m.a. með því að forðast það að taka þátt í því að dreifa slúðri – svo ekki sé talað um að koma því af stað – talar fullkomlega inn í þema föstunnar og kallast á við inntakið í ritningartextum dagsins sem hafa það sameiginlegt fjalla um rétta og ranga, góða og vonda breytni og mikilvægi þess að velja rétt þar á milli.
Predikun