Trúin og lífið
Sálmabók íslensku kirkjunnar

Sálmur 97

Eitt á enda ár vors lífs er runnið,
enn oss sendast Guðs af náðarbrunni
líkn, hjálpræði, lífsins gæði,
lán og næði -
hvarf það hræða kunni.

Hjartað dansi, honum lofgjörð inni,
hátt til ansi tunga, mannvit, sinni,
hver með gáti göfgi kátur,
Guðs náð játi,
líða' ei láti' úr minni.

Honum sálin hlýðni sverji vísa,
hans vort málið æ skal gæsku prísa,
vort þakklæti veri' hans mæta
vilja' að gæta,
ást svo ætíð lýsa.

Honum felum hagsæld árs komanda,
hann sér vel um oss. Hvað mun þá granda?
Oss hann seka ei út rekur,
allan speki
hans burt hrekur vanda.

Alvöld mildin, öllu þú sem ræður,
enn góðvildar seð oss þinnar gæðum,
auðga dyggðum, hamla hryggðum,
hrind burt styggðum,
bú oss byggð í hæðum.

Sb. 1801 - Þorvaldur Böðvarsson

Leita að sálmi

Sláðu inn nokkur orð eða línubrot úr sálminum

skv.

Fletta upp á ákveðnum sálmi

Númer

Almanak
Sálmabók
Bænir