Trúin og lífið
Sálmabók íslensku kirkjunnar

Sálmur 309

Ó, Jesús, að mér snú
ásjónu þinni.
Sjá þú mig særðan nú
á sálu minni.

Þegar ég hrasa hér,
hvað mjög oft sannast,
bentu í miskunn mér
svo megi' eg við kannast.

Oft lít ég upp til þín
augum grátandi,
líttu því ljúft til mín,
svo leysist vandi.

Hallgrímur Pétursson (Ps. 12)

Leita að sálmi

Sláðu inn nokkur orð eða línubrot úr sálminum

skv.

Fletta upp á ákveðnum sálmi

Númer

Almanak
Sálmabók
Bænir