Trúin og lífið
Sálmabók íslensku kirkjunnar

Sálmur 198

Helgunarklæðið hafði' eg misst,
hlaut því nakinn að standa,
Adam olli því allra fyrst,
arf lét mér þann til handa,
syndanna flík ég færðist í,
forsmán og minnkunn hlaust af því,
með hvers kyns háska' og vanda.

Burt tók Jesús þá blygðun hér,
beran því lét sig pína,
réttlætis klæðnað keypti mér,
kann sá fagurt að skína.
Athvarf mitt jafnan er til sanns
undir purpurakápu hans,
þar hyl ég misgjörð mína.

Hallgrímur Pétursson (Ps. 24)

Leita að sálmi

Sláðu inn nokkur orð eða línubrot úr sálminum

skv.

Fletta upp á ákveðnum sálmi

Númer

Almanak
Sálmabók
Bænir