Trúin og lífið
Sálmabók íslensku kirkjunnar

Sálmur 161

Hirðisraust þín, Herra blíði,
hljómi skært í eyrum mér,
svo ég gjarna heyri' og hlýði
hennar kalli' og fylgi þér,
þér, sem vegna þinna sauða
þitt gafst sjálfur líf í dauða,
þér, sem ert mín hjálp og hlíf,
huggun, von og eilíft líf.

Herra minn og hirðir góði,
hjarta mitt skal prísa þig,
því ég veit, að þú með blóði
þínu hefur frelsað mig.
Undir hirðishendi þinni
hólpið æ er sálu minni,
og þú glatar aldrei mér,
ef ég hlýðinn fylgi þér.

Sb. 1886 - Björn Halldórsson

Leita að sálmi

Sláðu inn nokkur orð eða línubrot úr sálminum

skv.

Fletta upp á ákveðnum sálmi

Númer

Almanak
Sálmabók
Bænir