Trúin og lífið
Postillan


Undirsíður

Mikið lesnar prédikanir undanfarnar vikur

Kirkjuárið

Prédikanir á trú.is eru birtar undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í prédikunum

Yfirlit

„Gefið, gefið þannig að þið finnið fyrir því.“

Þessi saga hefur verið kölluð „Eyrir ekkjunnar“, líklega til þess að undirstrika að það er ekkja sem gefur, bágstödd kona, það er ekki bara að hún eigi lítið – með því að nefna ekkjustand hennar vitum við að hún hefur misst mikið. Á lítið – misst mikið. Skemmtilegt stílbragð.

Guðmundur Brynjólfsson · 12. nóvember 2017
22. sunnudagur eftir þrenningarhátíð · Prédikanir

Metnaður til lífsins

Fyrrum var ábyrgð forstjóra og yfirmanna metin af verkum þeirra, en nú kemur ekkert annað til greina en að meta virðinguna til offjár í launaumslögum og bónusum langt umfram það sem mennskir munnar geta torgað. Nær metnaður nútímans ekki lengra en að verða metinn til fjár?

Gunnlaugur Stefánsson · 5. nóvember 2017
Allra heilagra messa · Prédikanir

Eru allir heilagir?

Hverjir eru heilagir? Hvaða allir eru þetta sem eru heilagir? Þetta eru spurningar sem við skulum velta aðeins fyrir okkur í dag, í ljósi þess að nú er messan einmitt kölluð Allra heilagra messa.
Á þessum sunnudegi má segja að við minnumst fornra messudaga frá fyrri sið. Flestir dýrlingar eiga sinn sérstaka minningardag og víða innan […]

Eiríkur Jóhannsson · 5. nóvember 2017
Allra heilagra messa · Prédikanir

Ljóslausa þorpið

Í allri þeirri pólitísku- og samfélagslegu umræðu um að sannleikurinn skuli koma fram, sama hvað, og allir tilburðir til þöggunnar eða leyndarhyggju skuli drepnir á staðnum þá gleymist í þeirri umræðu að búið er að jaðarsetja trú og trúarþörf manneskjunnar, í besta falli er verið að reyna að pakka henni inn í guðlausar umbúðir, þar sem guðlaus slökun og kyrrð, íhugun og jóga fá að fylla hið opinbera trúarrými, án allra takmarkanna. Trúin og ljós kristninnar skal helst vera í felum í þögninni heima eða í þögninni innra með okkur, í besta falli innan veggja kirkjunnar.

Arna Grétarsdóttir · 5. nóvember 2017
Prédikanir

Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls!

Á síðustu vikum og mánuðum höfum við fengið að sjá hverju raddir sannleikans, raddir sem rísa upp gegn leyndarhyggju og misbeitingu valds, geta fengið áorkað. Þolendur kynferðisofbeldis, sem hafa stigið fram og haft hátt, hafa gefið okkur öllum mikilvægt fordæmi í baráttunni gegn óréttlætinu í okkar persónulega lífi, sem og í samfélaginu sem við tilheyrum. Skilaboðin eru ótvíræð: Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls!

Arnfríður Guðmundsdóttir · 29. október 2017
20. sunnudagur eftir þrenningarhátíð · Prédikanir

Burt með vondar venjur, bætum siðinn.

Prédikun 20. sunnudag eftir þrenningarhátíð. Guðspjall Matt.21:28-32.
Í dag er víða um land minnst siðbótar Lúters en þann 31. október þ.e.a.s. á þriðjudaginn kemur, þá munu vera liðin 500 ár frá því að Lúter negldi blað á kirkjudyrnar í hallarkirkjunni í Wittenberg. Á blaði þessu taldi hann upp 95 atriði sem hann taldi að þyrftu […]

Eiríkur Jóhannsson · 29. október 2017
20. sunnudagur eftir þrenningarhátíð · Prédikanir

Fyrsti sunnudagur eftir kosningar

Hér forðum litu ráðamenn upp til himins, óttaslegnir yfir örlögum sínum ef þeir brytu boðorð Guðs. Í dag kemur valdið að neðan, frá fólkinu.

Skúli Sigurður Ólafsson · 29. október 2017
20. sunnudagur eftir þrenningarhátíð · Prédikanir

Í heiminum er ég ljós heimsins

Það er gott að geta horfst í augu við sjálfan sig, skoðað líf sitt og metið það upp á nýtt. Sumir gera slíka skoðun á trúarlegum forsendum og bera líf sitt saman við boðorðin. Enn aðrir nota 12 sporin. Útkoman er líf í kærleika og sátt við Guð og menn.

Magnús Björn Björnsson · 25. október 2017
Prédikanir

What is the benefit of being a Christian?

Now we are on the way to the kingdom of God, and therefore our everyday life can be a struggle between our old, secular value table and the new value table that Jesus offers in the kingdom of God.

Toshiki Toma · 16. október 2017
Prédikanir

Auður vonar

Um það hafa margir auðmenn aldanna vitnað, að þegar mest á reyndi, þá var það ekki auður fjárins sem bjargaði, heldur ástin sem þorir að elska lífið í fórnfúsum verkum sínum.

Gunnlaugur Stefánsson · 15. október 2017
Prédikanir

Ef það er einhver grátandi…

Undirstaðan okkar er sú, eins og sést í smásögunni úr elliheimilinu: ,,Ef það er einhver grátandi, þá huggum við hann.“ ,,Ef einhvern vantar hjálp, þá hjálpum við honum.“

Toshiki Toma · 8. október 2017
Prédikanir

Hvernig lítur yfirfljótandi, allt umlykjandi og óendanlega elska út ?

En mundu að elskan til þín er óendanleg, leyfðu þér því að vera eins og barn sem þiggur ást og brauðmola, algerlega komin uppá náð þess sem gefur.

Guðbjörg Jóhannesdóttir · 8. október 2017
Prédikanir


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar