Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Mikið lesnir pistlar undanfarnar vikur

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Yfirlit

Tilvist Guðs

Þegar konungsmaðurinn stóð frammi fyrir hinum mikla harmi sem veikindi sonar hans var, þá féllust honum hendur. Hann leitaði til Jesú, sem var svo ólíkur þeim skartklæddu, brynjuðu valdsmönnum sem fólk óttaðist og virti þá – og gerir enn.

Skúli Sigurður Ólafsson · 21. október 2018
· ·

Himnaríki og helvíti

Textar Biblíunnar fegra heldur ekki tilveruna. Þeir minna okkur á að líf margra er sannkölluð þrautarganga og það er hreint ekki sjálfgefið að leið okkar í átt að settu marki færi okkur himnasælu. Það getur allt eins verið að hún leiði okkur í átt frá þeim tilgangi sem okkur er ætlað að ná.

Skúli Sigurður Ólafsson · 14. október 2018
· ·

Ilmgrænt haf

Það er heldur ekki lítið undur þegar jarðræktendur þrýsta spíruðu útsæði í moldina og sækja svo í hana margfaldan gróða að hausti ef allt er með felldu. Sitthvað þarf að hverfa niður í djúpið til að við getum uppskorið.

Skúli Sigurður Ólafsson · 7. október 2018
· · ·

Réttur og hnefaréttur

Eitt boðorðanna tíu fjallar einmitt um dómsmorð af þeim toga sem þarna mun hafa verið framið: „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þinum.” Það var einmitt sett til varnar sakborningum, fólki sem borið var þungum sökum og til að fyrirbyggja að saklausir þyrft að þola strangar refsingar á grundvelli falskra sakargifta.

Skúli Sigurður Ólafsson · 30. september 2018
· · ·

Hógvært hjarta

Eftir að ég flutti til Íslands árið 1992, mætti ég mörgum menningaráföllum en þessi munur á viðhorfi við ,,hógværð“ var stórt áfall og mér fannst erfitt að komast yfir. Ég var sannarlega hógvær maður á þeim tíma.

Toshiki Toma · 24. september 2018

Dramb er falli næst

Ekki er laust við að landinn sé aftur farinn að minna á manninn í dæmisögu Jesú, sem olnbogaði sig með látum í gegnum þvögu gesta í veislunni og tróð sér með látum við háborðið.

Skúli Sigurður Ólafsson · 23. september 2018
· · ·

Fyrirgefning og endurreisn!

Valdið er hluti af menningunni og menningin verndar valdið. Í því ástandi þjást þolendur, því sérhver þolandi ofbeldis þarf málsvara sem stígur fram og er rödd hans og skjól. Málsvari sem trúir því sem sagt er og tekur ákvörðun innra með sér að líða ekki ofbeldi hvorki í fortíð, nútíð eða framtíð.

Sunna Dóra Möller · 9. september 2018

Vegprestur predikar

Eitt sinn kölluðu gárungarnir vegvísa eins og þennan, „vegpresta“ og með því var klerkum send sú sneið að þeir vísuðu á veginn án þess að fara hann sjálfir. Mér fannst þessi vegprestur miðla til mín heilli predikun þarna þar sem hann stóð úti í óbyggðum, og minnti svo rækilega á ákveðna þætti tilverunnar sem okkur kann að yfirsjást í erli daganna.

Skúli Sigurður Ólafsson · 2. september 2018
· · ·

Miklu þjappað í stutta sögu

Um það fjallar sagan um miskunnsama samverjann. Hann er okkur fyrirmynd um það hvernig við eigum að hjálpa öðrum og um leið verður það lærdómur fyrir okkur hvernig við getum sjálf metið fólk út frá því hvernig það er, en ekki út frá einhverjum merkimiðum sem við stundum setjum á aðra.

Skúli Sigurður Ólafsson · 26. ágúst 2018
· ·

Predikun á Hrafnseyrarhátíð, 16. júní 2018

Lexa: Jer. 32. 38 - 41
Pistill: Róm. 13. 8 - 10
Guðspjall: Jóh. 15. 9 - 21
Náð sje með yður og Friður frá Guði Föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
Orr dagsins er úr skilnaðarræðu Jesú, er hann kvaddi vini sína fyrir krossinn og hjet þeim að senda þeim Heilagan Anda sinn: “ Þetta hefi eg […]

Geir Waage · 23. ágúst 2018

Predikun á Reykholtshátíð, 9. sd. e. Trin 2018

Lexía: Amos 8. 4 - 7
Pistill: 1. Kor. 10. 1 - 9
Guðspjall Lúk. 16. 1 - 13
Náð sje með yður og Friður frá Guði Föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen
“Gjörið yður vini með mammón ranglætisins, til þess að þeir, þegar allt um þrýtur, taki við yður í hinar eilífu tjaldbúðir”, segir Jesús í texta […]

Geir Waage · 23. ágúst 2018

Making an invitation list

We might be immigrants, refugees or something else. But none of those things is all about us. We are with Jesus. Do not forget this important thing about us that we are invited by Jesus.

Toshiki Toma · 10. júní 2018


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar