Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Toshiki Toma

Réttindi og náð

26. febrúar 2018

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

1.
Eitt af mikilvægastu hugtökunum í dag þegar við hugsum um samfélag okkar og reynum að gera það betra, er efalaust mannréttindi. Mannréttindi eru mikilvæg fyrir okkur öll. Þau búa til góða undistöðu fyrir hamingjuna.

Ég held ekki að mannréttindi í sjálfu sér skapi hamingjuna fyrir manneskjuna, en það mun vera erfiðara að vera hamingjusamur ef mannréttindi manneskjunnar eru fótum troðin. En við vitum vel að mannréttindi eru ekki virt alls staðar í heiminum.

Og ef við ímyndum okkur að mannréttindi sem hugtak sé móðir, þá má segja að sérhver önnur réttindi mannlífsins sé börn hennar. Í dag skoðum við ýmis málefni manneskjunnar og reynum að dæma eftir því hvort maður sé rétt með til að gera eitthvað og krefjast einhvers, eða ekki. Það skiptir miklu máli fyrir okkur hvort við höfum ákveðinn rétt eða ekki. Þetta er mikilvægur mælikvarði í nútímasamfélagi.

Í sögu gyðinga höfðu lögmál Móses í raun að nokkru leyti það hlutverk sem við köllum mannréttindi í dag. Boðorðin tíu Móses gaf gyðingum, sem höfðu ekkert áreiðanlegt skipulag sín á meðal, ákveðin samfélagsgrunn. Síðar gaf Guð gyðingum nánari fyrirmæli um lögmál, svo að þeir gætu ratað rétta leið í skjóli Guðs og dvalið þar undir verndarhendi hans.

Við höfum tilhneigingu til að líta lögmál almennt hornauga en gyðingar fögnuðu þeim af því að lögmál voru leið Guðs til að bjarga þeim: ,,Þau eru dýrmætari en gull, gnóttir af skíragulli og sætari en hunang, hunangseimur.“(Sál. 19:11)

Alveg eins og áveðin réttindi eru leidd af mannréttindum, þá voru hugtökin um réttlæti og synd leidd af lögmálunum, sem sé hugmynd um hvort einhver áþreifanleg gjörð sé í samræmi við lögmál eða ekki, ásamt hugtaki um aðgreiningu um hverjir væru innan ramma lögmála og hverjir ekki. Þessi atriði voru mikilvæg fyrir gyðinga og skiptu þá miklu máli. En munum að lögmál Móses voru handa gyðingum, ekki útlendingum.

2.
Þannig eru ugtök um réttindi ekki aðeins skýr hvað þetta varðar, hverjir falla undir þau, heldur einnig ef manneskja gerir það ekki. Ef manneskja er réttindalaus þá er hún í veikari stöðu en ella og getur ekki krafist neins í nafni réttinda.

Lögmál Móses eru líka skýr hvað varðar ekki aðeins hverjir eru hinir réttlátu gagnvart lögmálunum, heldur líka hverjir eru syndarar eða utangarðsfólk. Ef manneskja er dæmd til óréttlætis gagnvart lögmálunum verður hún að bæta fyrir syndina og ef önnur manneskja er dæmd útlagi þá getur hún ekki notið verndar lögmálanna.

Að vera réttindalaus og að vera utangarðsmaður að lögmálum: Þessi tvö mál manneskju eiga nokkuð sameiginlegt. Eitthvað jákvætt. Þegar manneskja er í slíkri stöðu, gæti hann þegið„náð“. Náð getur komið frá Guði en einnig frá yfirvöldum ríkis eða jafnvel einstaklingi. Það fer eftir aðstæðum.

En að minnsta kosti til þess að náð birtist skýr og hrein, er nauðsynlegt að manneskja sem þiggur hana hefur ekki með rétt til að krefjast hennar. Þetta er auðskilið, náð fellur ekki undir réttindi. Ef einhver getur fengið náð sem réttindi, þá er það ekki náð, heldur fylgir hún réttindunum. Í eðli sínu birtist náð aðeins þegar maður er réttindalaus og getur ekki krafist neins.

3.
Lexía dagsins fjallar um glímu Jakobs og guðspjall dagsins segir frá kanversku konunni. Báðar sögur eru okkur vel kunnugar en rifjum samt upp hver Jakob og kanverska konan eru.

Jakob var mikill snillingur en hugsaði aðeins um sjálfan sig. Hann tældi eldri bróður sinn, Esaú, svo að Esaú myndi afsala sér réttindum sínum sem elsti sonur Ískas í skiptum mat þegar Esaú var svangur, mjög svangur.

Síðan sveik Jakob föður sinn og rændi blessun föðurs sem ætti að fara til Esaú. Jakob flúði heim og fór til Labans, frænda síns. En þar endurtók Jakob sams konar blekkingar og varð nú að fara heim þar sem Esaú beið.

Á leiðinni óttaðist Jakob að Esaú væri svo reiður að hann myndi drepa sig. Hann sagði við Guð áður: ,,Ég er ekki verður allra þeirra velgjörða og allrar þeirrar trúfesti sem þú hefur auðsýnt þjóni þínum. (…) Bjargaðu mér nú undan Esaú, bróður mínum,…“(1.Mos.32:10-11)

Og þá glímdi Jakob við Guð í Jabbok og Jakob bað um blessun Guðs af öllum lífs- og sálarkröftum.

Hvernig var staðan kanversku konunnar? Kanaanland er lýst sem„landi skurðgoða” í Gamla testamentinu og því höfðu gyðingar ekki góð samskipti við kanverskt fólk. Íbúar þar voru auðvitað utangarðsmenn hvað varðaði lögmál Móses. Sem sé, kanverska konan naut ekki verndar Guðs gegnum lögmálunum frá upphafi og það vissi hún sjálf.

En hún hafði ástæðu þess að biðja um náð Jesú þrátt fyrir allt, þar sem dóttir hennar var veik vegna illra anda. Hún sagði við Jesú: ,,Satt er það, Drottinn, þó eta hundarnir mola þá sem falla af borðum húsbænda þeirra.“ (Mat.15:27)

Þannig eru bæði Jakob og kanverska konan að biðja um náð Guðs á meðan þau viðurkenna sjálf að þau hafa ekki„rétt“ til að krefjast hennar. Þau sárbæna vegna þess sterkt og einlægt um náð. Og það skipti máli í báðum tilfellum.

4.
Ég hef mikil samskipti við hælisleitendur á Íslandi daglega. Árið 2017 sóttu 1.096 manns um hæli þ.á.m. 156 börn. 135 manneskjur fengu landvistarleyfi í fyrra.

Þegar manneskja sækir um hæli á Íslandi, þá er fyrst og fremst kannað hvort viðkomandi umsókn sé hæf til að vera skoðuð efnislega eða ekki. Ef manneskja er frá svokölluðu„öryggislandi“, þá er umsókn ekki skoðuð almennilega. Ef manneskja hefur áður sótt um hæli í öðru landi í Evrópu, þá umsókn ekki skoðuð hér og manneskjan er send aftur baka til þess lands þar sem hún var áður.

Fleiri en helmingi umsókna er hafnað um efnislega meðferð. Þegar það kemur í ljós að manneskja nokkur hefur ekki rétt til að krefjast þess að mál hans skuli vera skoðað á Íslandi, þá er mjög erfitt að veita manni meiri aðstoð á praktískan hátt. Að sjálfsögðu held ég áfram að biðja fyrir maneskjunni og geri ýmislegt sem er hægt að gera, en það er sjaldnast nokkuð sem breytir stöðu máls þeirra„réttindalausra“ hælisleitenda.

En til er fólk gefst þó ekki upp þrátt fyrir að hafa ekki réttindi til að vera á Íslandi. Það óskar þess að málið verði opnað á Íslandi og biður fólk í kringum sig um aðstoð.

Að sjálfsögðu þarf það að vera rík ástæða til staðar eins og ef um eldra fólk eða börn eru að ræða, en raunar þekki ég nokkur dæmi um hælisleitanda sem tókst að fá landvistarleyfi þó að hann hefði fengið endanlega synjun einu sinni áður, með hjálp fólks í kringum sig. Sterk beiðni virkaði hjá hælisleitanda.

Ég tel að slík dæmi um að náð Guðs hafi birst gegnum gjörðir fólks í kringum viðkomandi.

5.
Hugtök og umræða um réttindi eru svo ríkjandi í samfélagi okkar í dag. Það er í sjálfu sér gott mál, en samtímis föllum við oft í þá gildru að þegar við viðurkennum að við höfum ekki rétt til að krefjast einhvers hlutar, þá teljum við að það sé endanleg niðurstaða og hættum jafnvel að óska okkur þess hlutar.

En í raun snúast réttindi ekki um alla tilveru okkar mannanna og samfélag. Vissulega er réttindahugtak mikilvægur hluti samfélagsins. Það er grundvallarsamkomulag okkar í samfélaginu. Við virðum það og við megum ekki óska einhvers sem brýtur á réttindum annarra.

Engu að síður er grunnur tilveru okkar sem kristinna manna fyrirgefning syndanna og hún er algjör náð frá Guði og í henni felast ekki réttindi okkar. Sem sé, líf okkar sem kristnar manneskjur byggist fyrst og fremst á náð áður en við ræðum um réttindi manna.

Guð er ekki dómari sem metur hvort við séum með ákveðin réttindi eða ekki, heldur Guð er„viðmælandi“ okkar og hann er endalaus í að veita okkur náð sína. Hann er svo mikill viðmælandi að hann tekur sér tíma til að glíma við Jakob til að sjá hvort Jakob óski blessunar hans í alvöru frá dýpstu hjartarótum.

Og Drottinn okkar Jesús er svo mikill viðmælandi að hann hlustar á kanversku konuna sem er utangarðskona hvað varðar vernd lögmála Móses. Jesús þorði að fara upp á krossinn fyrir okkur, en það var miðpunktur viðræðna milli Guðs og okkar syndara. Í því var Jesús orðinn fulltrúi okkar þó að hann var syndlaus sjálfur.

Svona er undirstaða lífsins okkar. Eigum við þá ekki að skoða einu sinni enn hvort við óskum náðar Guðs með öllum okkar krafti, hvort við óskum miskunnsemi Jesú frá dýpstu hjartarótum? Við megum óska náðar Guðs og miskunnsemi Jesú, og ekki aðeins fyrir okkur sjálf, heldur fyrir hvern sem við elskum. Við megum glíma við Guð vegna óska okkar fyrir náunga okkar.

Ég sagði frá hælisleitendum nokkrum sem gátu fengið landvistarleyfi þó að þeir hefðu talist vera réttindalausir. Það var vegna þess að fólk í kringum þá unnu mikið til aðstoðar af mannúðarlegri ástæðu. Slík er náð Guðs sem færist til hælisleitendanna í gegnum það fólk.

Við eigum að muna það að náð Guðs birtist oftast gegnum gjörðum okkar sem náunga fólks er vantar náð. Jesús vinnur oft í gegnum okkur til að færa miskunnsemi hans til fólks sem óskar hennar. Þess vegna er það ekki bara einkamál okkar að biðja Guð um náð frá dýpstu hjartarótum, heldur er það einnig verk kærleika fyrir nágranna okkar.

Ef til vill lifum við á tímum í samfélagi þar sem orð eins og„mannúð“ eða„miskunnsemi“ fara hverfandi. En við megum ekki missa þau.

Núna í föstu, rifjum við upp einu sinni enn að hve mikla náð og miskunnsemi við þiggjum ávallt frá Guði Föður og Drottni Jesú. Horfum upp á krossinn á Golgötu og íhugum það.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen

Text dagsins er hér

Um höfundinn

Allur réttur áskilinn © 2000-2019 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 1399.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar