Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Toshiki Toma

,,Þú“ og ,,ég“ í mannfjölda

23. nóvember 2015

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

1.
Mál flóttamanna eru mikið í umræðunni þessi misserin. Í heiminum í dag eru um 60 milljónir flóttamanna, fólk sem hefur yfirgefið heimkynni sín af ýmsum ástæðum. Af þeim eru 870 þúsund manns svokallaðir „hælisleitendur“. Hælisleitandi eða umsækjandi um alþjóðlega vernd er flóttamaður sem hefur enn ekki náð að sanna að hann sé á flótta af ástæðum sem teljast nægilegar.

Hér á landi dvelja um 200 manns sem sótt hafa um alþjóðalega vernd. Í Reykjanesbæ eru þeir um 100 og yfir 100 dvelja í Reykjavík og nágrenni.

Að þeim frátöldum, hefur íslenska ríkið tekið á móti um 350 flóttamönnum í boði ríkisins á síðustu 20 árum. Og nú virðist 50-60 flóttamenn koma til Íslands að nýju núna fyrir jól.

Ég er í daglegum samskiptum við hælisleitendur hérlendis og mig langar að hugleiða hvernig við sem erum í kirkjunni getum horft á flóttafólkið, skilið það og hjálpað því.

2.
Ég tek strax eftir því í umræðum um flóttamannamál að orðið „flóttamaður“ vekur ákveðna ímynd í huga okkar eins og flóttamenn séu einsleitur hópur. Stundum er ég hugsi yfir því að fólk telji að flóttafólk eins og ákveðna„tegund manna“ en flóttafólk er það ekki. Það er ekki annarrar tegundar en þú og ég. Það eru manneskjur eins og við.

Að vera á flótta er staða sem fólk lendir í af ýmsum ástæðum og er ekki hluti af manneskjunni sjálfri. Sérhver flóttamaður hefur sína eigin sögu. Það er mjög erfitt fyrir okkur á Íslandi að skilja, en margt fólk hefur t.d. þurft að flýja heimaland sitt vegna ofsókna frá eigin fjölskyldu sem setur það í lífshættu, t.d. vegna heiðursmorða sem er viðurkennt lagalega eða menningarlega í sumum löndum.

Þegar hins vegar um flóttafólk frá Sýrlandi er að ræða þá hefur fólkið sennilega flúið af sömu ástæðu og á því sameiginlegan bakgrunn en það er samt ólíkir einstaklingar, rétt eins og Íslendingar eru ólíkir einstaklingar. Að mínu mati, á þetta að vera grundvallarsjónarhorn okkar, sem sé að muna að flóttafólk eru fyrst og fremst einstaklingar.

Hvað getum við þá sagt um það sem flóttafólkið á sameiginlegt? Það er að vera á flótta, að sjálfssögðu og í kjölfarið fylgir að fólkið vantar stað til að búa. Og það er eitt sem ég myndi vilja leggja áherslu á en það er að flóttafólk hefur haft verið rænt manneðli sínu í gegnum þessa erfiðu lífsreynslu.

3.
Með orðinu manneðli á ég hér við atriði sem gerir sérhvern mann að einstakri lífveru og lifandi einstaklingi eins og nafn, persónuleika, mannkosti, mannvirðingu, sjálfstæði, sjálfstraust, lífsgleði og framtíðarvon svo eitthvað sé rétt.

Manneðlið er grunnur mannréttinda og mjög mikilvægt fyrir sérhvern einstakling. En fyrir okkur trúaða, hefur það jafnvel mikilvægari merkingu, af því að manneðli er tengd enn dýpra hugtaki „ímynd Guðs“. ,,Guð skapaði manninn eftir sinni mynd.“(1. Mos. 1: 27)

Ef til vill, eru ekki allir á jörðinni meðvitaðir um ímynd Guðs inni í sér, en ímynd Guðs er innbyggð í okkur öll og þess vegna elskum við aðra þrátt fyrir muninn í trúarbrögðum, á lífsskoðunum eða menningarheimum. Grunnur náungakærleika okkar er ímynd Guðs, en ekki mannréttindi. Mannréttindi geta verið til án kærleiks.

Það má staðfesta þá staðreynd að flóttafólk er rænt manneðli sínu með því einfaldlega að skoða raunveruleika fólksins, í hvers konar aðstæðum það lifir flest. Þegar við sjáum mynd af báti fullan af flóttafólki, hvar er menneðli þess?

Þegar við horfum myndband þar sem margir eru gangandi, haldandi á smábörnum og stefna að landamærum, hvar er manneðli þeirra? Þarna er flóttafólk ekkert annað en mannfjöldi sem telst í mælieiningu upp á hundruði þúsunda.

Mynd af þriggja ára kúrdískum dreng sem fannst látinn í strönd í Tyrklandi, var Evrópubúum gríðarlegt áfall. Af hverju? Ég held að ein af ástæðunum hafi verið vegna þess að tyrknesku lögleglunni tókst að finna út hver þessi drengur var og nafn hans Aylan. Samtímis komu ýmsar upplýsingar um Aylan og fjölskyldu hans í fjölmiðlum og Aylan þótti einstaklingur með eigið nafn sitt.

Það var sorgleg staðreynd, en Aylan öðlaðist manneðli sitt aftur með því að deyja í sjónum. Og allt í einu uppgötvuðu margir það: „Þetta er ekki í lagi, þetta ætti ekki að gerast!“

4.
Sagan um konu með sjúkdóm af blóðláti í Markúsarguðspjalli kennir okkur ýmislegt. Þessi kona var ekki á flótta, en kringumaðstæðurnar hennar litu út fyrir að vera svipaðar og aðstæður flóttamanns að mörgu leyti.

Hún virtist hafa átt eign áður, en hún þurfti að eyða öllum peningum til að fá að lækningu við blóðláti sínu en hún hafði þjást af því í 12 ár. Enginn gat læknað hana. Konan hlaut að vera örvætingarfull, en samt vildi hún fá lækningu. Þá heyrði hún orðróm um Jesú, sem var að gera kraftverk fyrir marga sjúklinga. Hún nálgaðist Jesú í mannfjölda.

Allir komu til að sjá Jesú. Sem sé, Jesús var ekki aðeins í mannfjöldanum, heldur var hann einmitt í miðju mannfjöldans. Þegar konan snerti klæði Jesú, læknaðist hún. Og Jesús skynjaði að kraftur hafði farinn út úr sér og spurði: „Hver snart klæði mín?“ Lærisveinar hans sögðu við hann: „Þú sérð að mannfjöldinn þrengir að þér og spyrð þó: Hver snart mig?“ (Mk. 5:30-31)

Hér eru tvennt sem við skulum athuga. Í fyrsta lagi, sýnir þessi saga okkur vel að hvers konar Drottinn við trúum á. Hér birtist eðli Guðs. Þegar Adam og Eva syndguðu og földu sig, leitaði Guð Faðir að þeim: ,,Hvar ertu?“(1. Mós. 3:) Guð leitar að manni.

Hið sama um Jesú. Hann leitar að manneskju sem var búin að snerta sig, þar sem hann þekkir að hans er þarfnast. Hann leitar að konunni þrátt fyrir mannfjöldann í kringum sig. Það er ekki til slíkur hlutur eins og „mannfjöldi“ fyrir Jesú. Hann finnur „þig“ og „mig“ í mannfjöldanum. Jesús mætir manneskjunni einni af annarri. Hann þekkir okkur með nöfnum og sögur okkar.

Annað atriði sem við eigum að athuga hér er að sagan segir ekkert frá konunni fyrir utan sjúkdóm hennar og hún hefur haldið í vonina um lækningu með því að hitta Jesú. Við vitum ekki hvort hún sé elskleg kona, hlý í hjarta og falleg, eða leiðinleg í vondu skapi og hrokafull. Guðspjallamaðurinn talar ekkert um slíkt, þar sem það skiptir ekki máli.

Konan var einfaldlega í neyð en hélt samt í vonina. Og Jesús var almennilegur í samskiptum við hana, hann sá konuna sem eina manneskju með manneðli sitt og Guðs ímynd. Og hann hrósaði trú konunnar. Það sem Jesús gerði var ekki aðeins að lækna sjúkdóminn hennar, heldur hjálpaði hann henni að öðlast aftur glatað manneðli og ímynd Guðs.

5.
Ég sagði áðan að flóttafólk hefði oft í neyð týnt manneðli sínu. Ég held að aðstoð við flóttafólk snúist ekki aðeins um að útvega þeim íbúð, tækifæri til menntunar, vinnu og fleira, heldur einnig að öðlast manneðli sitt aftur, persónuleika, sjálfstæði eða sjálfstraust og þar mun eðlilega fylgja ímynd Guðs.

Í mörgum tilfellum vantar fólkið faglega aðstoð sérfræðings, eins og læknis eða sálfræðings vegna hryllilegrar upplifunar sinnar. En í mörgum öðrum tilfellum, hjálpar það fólkinu aðeins að halda í venjuleg samskipti og mannleg. Og í þeim þurfum við ekki neina sérfræðilega þekkingu.

Það er ekki einu sinni nauðsynlegt að hugsa eins og: „Ég ætla að veita aðstoð“. Það er nóg að kynnast og sýna vináttu. Málið er eingöngu að sjá fólkið sem manneskjur og virða það á jafnréttisgrundvelli.

En samt þurfum við að læra af sögunni um konuna með blóðlátið. Ef við aðstoðum flóttafólk, er það ekki vegna þess að það er gott og elsklegt fólk. Ef hundrað flóttamenn mætast, þá munu þar vera hundrað mismunandi persónuleikar. Við getum orðið góðir vinir nokkurra þeirra en ekki allra.

Sumir munu reynast leiðinlegir í augum okkar. Það er eðlilegt. Það er hluti af fjölbreytilegum persónuleikum, en það skiptir okkur engu máli. Ef við verðum að þola einhvern sem okkur þykir ekki vænt um, munum eitt: „Kristur dó fyrir þann mann líka“. Það virkar allaf a.m.k. hjá mér!

Það sem við eigum að gera í samskiptum við flóttafólk, og raunar takmarkast það ekki við flóttafólkið, heldur í samkiptum við alla, er að við leitum að ímynd Guðs í þeirri manneskju sem við horfumst í augu við. Ímynd Guðs birtist alltaf í fegurð manneskju, hlýju, kærleika, hugrekki og svo framvegis.

Fyrir nokkrum árum hitti ég konu á flótta. Hún átti von á barni og var mjög þreytt. Satt að segja leit konan út fyrir að vera tuttugu árum eldri en raunverulegur aldur hennar sagði til um. Eftir um tvö ár fékk konan dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

Og enn tveimur árum síðar heilsaði mér falleg kona brosandi í Háskólanum. Ég var hissa af því að ég þekkti hana ekki, þar til hún sagði nafn sitt. Þessi fallega kona var sú kona sem hafði verið á flótta. Hún hafði fengið ljóma sinn aftur og birti þá fegurð sína sem hún átti innra með sér.
Ég hef upplifað þetta mörgum sinnum hingað til og ég þakka Guði fyrir slíka upplifun sem Guðsgjöf.

Að leita að Guðs ímynd í öðrum manneskjum er mikilvægt verkefni fyrir okkur og heilagt. Og samtímis megum við ekki gleyma því að við höfum sjálf ímynd Guðs í okkur. Við erum ekki heilagar manneskjur eða fullkomnar.

Engu að siður vinnur Jesús gegnum okkur líka. Páll postuli segir: ,,Eins og við höfum borið mynd hins jarðneska munum við einnig bera mynd hins himneska“(1. Korintu 15:49) og einnig segir hann: ,,Sjálfur lifi ég ekki framar heldur lifir Kristur í mér.“(Galata. 2:20)

Flóttafólk er á Íslandi nú þegar og mun koma einnig á næstunni. Það vonast til að breyting verði á sínu lífi til framtíðar. Hvernig viljum við taka á móti fólkinu? Hvar er ímynd Guðs þess, eða ímynd Guðs okkar? Hvað segir Kristur sem lifir í okkur? Hlustum á hann.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen

*Þessi prédikun er þemaprédikun um flóttamannamál og því er hún óháð textum kirkjuársins.

Textarnir eru hér niður.

Fyrsta Mósebók 1:27

Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu.

Galatabréf 2:20

Sjálfur lifi ég ekki framar heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.

Markúsarguðspjall 5:24- 34

Jesús fór með honum. Og mikill mannfjöldi fylgdi honum og var þröng um hann.
Þar var kona sem hafði haft blóðlát í tólf ár. Hún hafði orðið margt að þola hjá mörgum læknum, kostað til aleigu sinni en engan bata fengið, öllu heldur versnað. Hún heyrði um Jesú og kom nú í mannþrönginni að baki honum og snart klæði hans. Hún hugsaði: „Ef ég fæ aðeins snert klæði hans mun ég heil verða.“
Jafnskjótt þvarr blóðlát hennar og hún fann það á sér að hún var heil af meini sínu. Jesús fann þegar á sjálfum sér að kraftur hafði farið út frá honum og hann sneri sér við í mannþrönginni og sagði: „Hver snart klæði mín?“
Lærisveinar hans sögðu við hann: „Þú sérð að mannfjöldinn þrengir að þér og spyrð þó: Hver snart mig?“
Jesús litaðist um til að sjá hver þetta hefði gert en konan, sem vissi hvað fram við sig hafði farið, kom hrædd og skjálfandi, féll til fóta honum og sagði honum allan sannleikann. Jesús sagði við hana: „Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði og ver heil meina þinna.“

Um höfundinn

Allur réttur áskilinn © 2000-2019 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 2461.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar