Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Skyldir pistlar

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Toshiki Toma

Varst þú þar, þegar þeir krossfestu Drottin minn?

8. mars 2015

Textar dagsins eru hér.

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
1.

Varst þú þar, þegar þeir krossfestu Drottin minn?
Varst þú þar, þegar þeir krossfestu Drottin minn?
Ó, stundum veldur það mér til að skjálfta, skjálfta, skjálfta.
Varst þú þar, þegar þeir krossfestu Drottin minn?

,,Were you there, when they crucified my Lord?“: Þetta er sálmur sem er oft kallaður „Negro-spiritual“ eða sálmur Bandaríkjamanna sem eru af afrískum uppruna. Það sem er áhugavert í þessum sálmi er að sungið er „Varst þú þar“ og spurt hvort þú eða ég hafi verið viðstaddur/stödd við krossfestingu Jesú eða ekki.

Ef við hugsum málið í bókstaflegri merkingu, þá svörum við auðvitað: „Nei, við vorum ekki. Krossfesting Jesú átti sér stað fyrir tvö þúsund árum, hvernig gætum við þá hafa verið viðstödd?“ En við hikum samt við að svara á þann hátt, af því að við skiljum að spurningin varðar ekki sögulegt atriði, heldur hefur hún dýpri merkingu um samband okkar við Drottinn.

Spurningin sem spyr hvort við værum viðstödd við atburðinn fyrir tvö þúsund árum er visst röklega skrýtin, en merking spurningarinnar kemur upp jafnvel skýrara og sterkara einmitt vegna þess.

,,Varst þú þar, þegar þeir krossfestu Drottinn minn?“ Þessi spurning feykir burtu tvö þúsund árum og allt í einu erum við neydd til þess að standa í kastljósi þar sem við getum ekki falið okkur án þess að svara spurningunni: „Varst þú þar? Fyrir hvern dó Jesús? Hvað þýðir dauði hans fyrir þig?“ Þessi spurning sem er röklega skrýtin en þó bein og kraftmikil, fær okkur til að hugsa málið.

Við getum séð hér einkennilega notkun tungumálsins og kraft orðanna sem fylgir henni. Notkun tungumáls á þennan hátt, sem fylgir ekki alveg hversdagslegri skynsemi eða röklegri uppsetningu, sést t.d. oft í ljóðum eða trúarlegum ummælum. Skáld eða spámenn mega tala á annan hátt en prófessorar eða vísindamenn.

2.
Tungumál, hvaða tungumál sem er, á að fylgja ákveðnum reglum og rökum. Annars myndu samskipti manna ganga ekki vel. Eftir því sem sérfræðileg þekking eykst, þeim mun mikilvægara og nauðsynlegra verður að nota orð af nákvæmni. Þetta er auðséð þegar við hugsum um ritgerðir náttúruvísindamanna eða lögfræðinga.

Mörgum skólabörnum finnst erfitt að skilja lestrardæmi í stærðfræðiprófi, en það er vegna þess að lýsingin í lestrardæminu verður að vera það nákvæm að hún gefi bara eina rétta túlkun á dæminu.
Notkun tungumáls með rökum og nákvæmni, er grunnurinn í samskiptum manna og í rökfræði eða vísindum birtist þessi notkun á sérstakan hátt. Ef til vill getum við kallað notkun tungumálsins á þennan hátt „vísindalega notkun tungumálsins“.

En eins og sést í sálminum „Varst þú þar, þegar þeir krossfestu Drottinn minn“, getur tungumálið einnig verið notað á þann hátt sem ekki fylgir alveg hversdagslegri skynsemi eða röklegri málfræði. Skáld eða spámaður notar oft tungumál sitt á slíkan hátt, því skulum við hér kalla slíka notkun tungumáls„skáldlega notkun tungumáls“.

En ekki miskilja. Það eru ekki aðeins skáld eða spámenn sem nota tungumál á þennan hátt, heldur notum við öll meira eða minna slíkt tungumál.

Leikskólabarn getur t.d. lýst þessu yfir: „Pabbi minn er besti pabbi í heiminum!“ Önnur börn gætu móðgast og byrjað að rifast: „Nei, minn pabbi er sá besti!“ „Nei, minn!“ Leikskólabörn mega gera svona, en við fullorðnir gerum það ekki þar sem við skiljum að yfirlýsingin„Pabbi minn er besti pabbi í heiminum!“ hefur ekkert með vísindalegt gildi að gera heldur er hún tjáning ástar og aðdáunar barns til föður síns, og hún er, sem sagt, skáldleg tjáning.

3.
Skáldleg notkun tungumáls er tengd við þá virkni manneskjunnar sem kallast „innsæi“. Innsæi er að þekkja eitthvað án þess að nota tungumál eða áður en orð útskýrir þá upplifun. Þetta hljómar erfitt að skilja, en tökum einfalt dæmi.

Þegar við förum upp á fjall og horfum niður á náttúru heimsins frá tindi fjallsins, verðum við oft orðlaus við því sem blasir við okkur, fallega útsýninu. Það er hjartnæmt högg og oftar en ekki getum við ekki fundið almennileg orð til þess að lýsa því höggi, tilfinningu eða hughrifum nægilega vel.

Slík upplifun er mjög nátengd innsæi. Þó að við séum orðlaus, þekkjum við samt fegurð og áhrif hennar á okkur sjálf. Við gætum jafnvel skynjað einhvern„æðri mátt“ í útsýninu. Þá er það innsæi. Við gætum fundið orð til að útskýra upplifunina eftir á. Skáld getur ort, málari málað.

Og raunar nýtist skáldleg lýsing eða málverk betur en vísindaleg lýsing til þess að lýsa svona upplifun af innsæi. Fólk skilur ekki fegurð útsýnis frá fjalltoppi með því að lesa um hæð fjallsins, lofthita eða vísindaleg gögn.

Hið sama má segja um trúmál. Við þurfum að skilja hina skáldlegu notkun tungumáls þegar við hugsum um trúmál, af því að kjarni trúmála tilheyrir ekki vísindalegum rökum, heldur tilheyrir það heiminum þar sem„innsæið“ ríkir.

Þannig getum við skilið að það séu a.m.k. tvenns konar notkun á tungumáli okkar. Það má jafnvel segja að það séu tvö aðskilin tungumál í einu og sama tungumálinu. Það er annars vegar vísindalegt tungumál sem byggir á rökum og rökfræðilegum grundvelli og hins vegar skáldlegt tungumál sem er nátengt innsæi okkar.

Í daglegu lífi notum við þessi tvö næstum ómeðvitað, en stundum virðist vera nauðsynlegt og hjálplegt að skilja vel muninn á milli þessara tveggja tungumála eða ólíkrar notkunar.

4.
Guðspjall dagsins er hluti af langri umræðu á milli gyðinga og Jesú. Gyðingar gagnrýna Jesú sem mann rekinn áfram af illum anda, og Jesús gagnrýnir gyðingana og segir þá frá djöflinum komnir. Bersýnilega gengur umræðan ekki vel, heldur er hún orðin einhliða gagnrýni hvor á annan.

Mér sýnist sem Jesús sé nokkurn veginn búin að gefast upp á þeim. En samt talar Jesús við þá. Gyðingarnir eru aftur á móti algjörlega bundnir við lögmál Móse og geta ekki hugsað út frá öðru sjónarhorni og því geta þeir alls ekki hlustað á Jesú.

En við megum ekki dæma gyðingana of fljótt. Lögmál Móse voru grunnur lífs þeirra og þau voru meira en lög og reglur sem við myndum hugsa út frá skynsemi okkar í dag. Fyrir gyðinga, enn í dag, eru lögmál ens og„Hve sæt eru fyrirheit þín gómi mínum, hunangi betri munni mínum“(Psl119:103). Fyrir þá er að hlýða lögmálum að elska Guð. Lögmálin voru áþreifanlegasta atriðið sem tengja gyðinga Guði. Guð birtist í formi lögmálanna. Við þurfum að virða þetta atriði vel.

Og hugsjón gyðinga mótaðist í hliðstæða mynd sem byggist á lögmálunum en þau höfðu eining gríðarleg áhrif á tungumál þeirra, orð og orðanotkun. Og þannig urðu lögmál gyðinga og tungumál þeirra óaðskiljanleg.
Þess vegna, þegar gyðingar og Jesús ræða saman og þó það líti út fyrir að þeir tali allir sama tungumál, er ekki svo í raun.

Þeir tala sitthvort tungumálið. Gyðingar tala tungumál sitt sem er bundið við lögmálin Móse, og Jesús talar tungumál sitt sem er hafið yfir lögmálin Móse. Jesús segist aftur og aftur vera kominn frá Föðurnum á himni en gyðingar ná ekki merkingu orða Jesú og misskilja hann.

5.
Áðan benti ég á tvenns konar notkun tungumáls okkar. Þau eru raunar eins og tvö aðskilin tungumál hvort frá öðru, vísindalegt tungumál og skáldlegt tungumál.
Vandamálið í samræðunni á milli gyðinga og Jesú varðaði einnig tungumál. Það var hvorki um vísindalegt tungumál né skáldlegt tungumál, heldur um tungumál sem er að miklu leyti bundið við heimsmynd viðkomandi.

Það sem við þurfum að athuga hér er að öll þessi tungumál -vísindalegt tungumál, skáldlegt og það sem er bundið við eigin heimsmynd- eru til í eina og sama tungumálinu sem er flokkað á venjulegan hátt eins og íslenska, japanska, hebreska, arameíska eða öðrum. Og við notum þau öll daglega.

Við erum vön því, jafnvel ómeðvitað, að velja rétta tungumálið eftir aðstæðum, t.d. við notum skáldlegt tungumál þegar við ræðum um listaverk eða við notum vísindalegt tungumál þegar við ræðum um lyf fyrir sjúklinga. Það gengur venjulega vel og án vandræða, en stundum ruglumst við og vitum ekki hvaða tungumál við eigum að nota.

Nýlega var það enn og aftur umræða um hvort Guð sé til eða ekki, en í slíkri umræðu sé ég oft að fólk notar vísindalegt tungumál til að ræða trúmál. Jón Gnarr skrifaði t.d. í pistli sínum: „Það er til dæmis ekkert minnst á risaeðlur í Biblíunni. Vísindi og trúarbrögð eru því oft andstæður þar sem vísindin eru sannleikur en trúarbrögðin ágiskun“.

Þetta er skýrt dæmi um rugling, en hér notar Jón vísindalegt tungumál til þess að lesa Biblíuna, en það gegnur ekki. Hins vegar nota trúaðir stundum skáldlegt tungumál til að ræða t.d. mannréttindamál. Í báðum tilfellum er það óviðeigandi.

6.
Tungumál er ef til vill ein flóknasta virknin í samfélagi mannanna. Jafnvel þótt við notum tungumálið yfirleitt rétt eftir aðstæðum, gerist það samt að einlægt orð frá okkur nær ekki í hjarta annars fólks, eins og orð Jesú ná ekki til gyðinga í guðspjalli dagsins.

Ástæða þess er mismunandi en stundum er það vegna þess að viðtakandi orðsins þekkir aðeins tungumál sitt, sem er bundið við hans heimsmynd og útilokar orð utan þeirrar heimsmyndar. Það gæti gerst þegar við tölum við sjúklinga, börn, unglinga, fólk í neyð eða jafnvel vini okkar eða fjölskyldu, einkum þegar fólkið er upptekið af sjálfu sér og eigin heimsmynd sinni.

En samtímis getum við sjálf einnig verið að útiloka orð í einlægni frá öðrum. Ef við hugsum um aðra, þurfum við sömuleiðis að skoða okkur sjálf. Það er mikilvægt að reyna að kanna hvers konar tungumál viðmælandi notar og í þeim tilfellum sem við notum ekki sama tungumál, þurfum við að benda á það.

Það gæti pirrað okkur eða gert okkur þung þegar manneskja sem við tölum við vill ekki taka á móti því sem við segjum og reynir ekki að skilja okkur. Því miður gerist það víst í okkar lífi. En við megum hvorki neyða annað fólk til þess að hlusta á okkur né reyna að stjórna á því, af því að Jesús gerir það ekki.
Við reynum að finna rétta rás til að tala saman, með von um að Guð gefi okkur sameiginlegt tungumál með tímanum. Það er líka hluti af því að hlusta á Guðs orð og varðaveita það. Trúum á Guð okkar sem getur breytt sorg og kvöl í gleði.

Varst þú þar, þegar þeir krossfestu Drottin minn?
Varst þú þar, þegar þeir neglt hann á tré?
Varst þú þar, þegar þeir lögðu hann í gröf?
Ó, stundum veldur það mér til að skjálfta, skjálfta, skjálfta.
Varst þú þar, þegar Guð vakti hann upp frá gröfinni?

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður
um aldir alda. –Amen

Um höfundinn

Allur réttur áskilinn © 2000-2019 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 2469.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar