Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Toshiki Toma

Sjálfsdýrkun og neikvæð þrjóska

17. febrúar 2013

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. -Amen.

1.
Prófkjörum stjórnmálaflokkanna fyrir alþingiskosningarnar í vor er að ljúka. Til að sigra í prófkjöri, þar sem einstaklingar keppa við hvern annan, er nauðsynlegt fyrir frambjóðanda að líta stórt á sig og vera meðvitaður um eigin frambærileika. Maður hlýtur að þurfa talsvert hugrekki að ýkja eigin mannskosti á almannafæri og dreifa myndum af sér. En það er nauðsynlegt, ætli maður sér í pólítík. Maður stefnir að ná sem efst í prófkjörinu.

Prófkjör er skýrt og sýnilegt dæmi um samkeppni í þjóðfélaginu okkar, en það eru fleiri dæmi. Ef við sendum aðsenda grein í Vísir.is eða Trú.is, þá er þar teljari á síðu á netinu og lætur okkur vita hvaða aðsend grein er mest lesin. Þannig tekur greinarsendandi sjálfkrafa þátt í samkeppni við aðra sendendur. En smkeppni virkar jákvætt yfirleitt, nema þegar hún verður að tilgangi í sjálfri sér og tekur annað yfir.

Í menningu heimalands míns, Japans, þykir það óheiðarlegt að maður mælir með sjálfum sér eða ýtir sér of mikið fram. Það sem þykir heiðarlegt í Japan er að maður bíður eftir því að aðrir mæla með sér. Fyrstu ár á Íslandi var ég því ekki duglegur í að koma sjálfum mér á framfæri. Ég beið og beið eftir því að einhver í kringum mig myndi bjóða mér að taka þátt í verkefni eða starfsemi.

Með tímanum lærði ég að japönsk hógværð gekk ekki í íslenska samfélaginu. Ég viðurkenndi að ég þurfti að vera duglegur í að sýna fram sjálfur á að ég væri hæfur til að sinna verkefnum eins og aðrir, eða betur en aðrir. Það tók tíma fyrir mig að skipta japönsku hugarfari mínu yfir í íslenskan hugsunarhátt, en eftir nokkur ár varð ég íslenskari og var kallaður „nýbúa frekja“ nokkrum sinnum.

Mér sýnist ekkert sé slæmt eða ósiðferðislegt að maður skrifi allt gott um sig þegar maður sækir t.d. um vinnu eða styrki. Þvert á móti, ef maður segist vera einskis virði, þó að maður haldi hið gagnstæða með sjálfum sér, þá er það óeðlilegt.

2.
Í guðspjalli dagsins kennir Jesús lærisveinum sínum sem eru farnir ,,að metast hver þeirra sé talinn mestur“. ,,En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn“. (Lúk 22:24, 26)

Lærisveinar Jesú hljóta að vera stolt af því að vera félagar Jesú. En hér hljómar það eins og Jesús gefi lærisveinunum áminningu og segji að það sé ekki gott að hugsa um hve mikið maður er metinn, heldur skuli maður alltaf reyna að vera eins og þjónn annarra. En hinkrum aðeins.

Köllunarsögur í Gamla testamentinu styðja ekki hógværð eins og í japanskri menningu, heldur styðja þær frekar íslenska háttinn sem er að bjóða sig skýrt fram í verkefni. Í spámannsbók Jesaja stendur: ,,Þá heyrði ég rödd Drottins sem spurði: ,Hvern skal ég senda? Hver vill reka erindi vort?‛ Ég svaraði: ,Hér er ég. Send þú mig‛ “. (Jes 6:8)

Jeremía var ekki með eins mikið hugrekki og Jesaja. Guð sagðist hafa ákveðið að Jeremía yrði spámaður fyrir þjóðirnar. Jeremía svaraði þá: „ ,Drottinn minn og Guð. Ég er ekki fær um að tala því að ég er enn svo ungur‛. Þá sagði Drottinn við mig: ,Segðu ekki: Ég er enn svo ungur. Þú skalt fara hvert sem ég sendi þig og boða hvað eina sem ég fel þér‛ “. (Jer 1.5-7)

Þannig sýnist okkur að það sé ekki andvígt Bibíunni að maður meti hæfileika sjálfs síns og bjóði sig fram í verkefni sem Guð kallar mann til að sinna, eða að Guði þóknist ekki að maður hiki við að taka ákveðið hlutverk að sér. Áminning Jesú við lærisveinana er frekar til þess að umræðan þeirra fari ekki í þá átt að þeir byrji að keppast meðal sín aðeins til að fá sjálfsánægju með því að telja sig vera hinn besti.

Að hafa oftrú á sjálfan sig og drukkna í sjálfsánægju er eitt, að meta hæfileika sjálfs síns og þora að bjóða sig fram til ákveðins hlutverks er annað. Þetta tvennt ættu að vera tveir aðskildir hlutir.

3.
Ef við viljum vera virkir kristnir menn, þá er það mjög mikilvægt að þiggja köllun sína frá Guði og helga sig henni. Málið varðar jafnvel tilgang lífsins okkar. Og til þess þurfum við að meta okkur sjálf: Hver er eigin styrkleiki? Hver er veikleiki? Hvað um áhugamál? Hvernig getum við lifað í samræmi við köllun Guðs?

Slíkt er raunverulegt mál fyrir ungt fólk sem heldur af stað til opinnar framtíðar lífsins síns. En þýðir pæling um köllun Guðs minna ef við erum komin á fimmtugsaldur eða meira? Ef til vill hljómar„köllun frá Guði“ of hátíðarlega. Við skulum reyna að finna hversdagsleg orð og tjáningu til að segja „að hafa köllun frá Guði“.

Ég myndi kjósa þetta orðalag: Erum við „við sjálf“ eins og Guði þóknast? Erum við að lifa lífinu okkar eins og Guð hefur vænst? Erum við ekki að reyna að byggja upp tilvist okkar á einhverju öðru en Guðs vilja, eins og til dæmis á veraldlegu viðmiði eða gildismati sem einhver annar í samfélaginu bjó til?

Ég tel að köllun Guðs til hvers og eins okkar sé fyrst og fremst að við séum við sjálf – við sem Guðs börn. Köllun Guðs varðar ekki aðeins framboð manns til kosninga eða til kristniboðs, heldur á hún að finnast í hversdagslífi okkar líka.

Sem dæmi get ég nefnt vin minn sem er á þrítugsaldri. Hann á kærustu sem á litla stúlku úr fyrra sambandi sínu. Nú veltir vinur minn fyrir sér því hve mikið hann á að taka hlutverk sem pabbi stúlkunnar að sér. Hvernig á hann að vera í samskiptum? Svona mál er jú mál sem er tengt köllun Guðs fyrir vin minn – hvað er sönn sjálfsmynd hans sjálfs.

Ef við stækkum sjónahorn okkar á köllun Guðs á þennan hátt, þá fær sérhvert okkar sér eitthvert efni til umhugsunar varðandi eigin köllun frá Guði, óháð aldri eða lífskjörum.

4.
Nú segjum við að köllun Guðs er fyrst og fremst að vera maður sjálfur eða sjálf sem Guðs barn. „Guðs barn“ þýðir alls ekki að við verðum að vera fullkomnar manneskjur án galla. Við megum vera með galla, en við þurfum að viðurkenna gallana og verða sátt við þá.

Birtingarform syndar er mismunandi. En syndin sjálf er aðeins af einföldum toga. Guðfræðingur sem ég virði mikið, dr. Kosuke Koyama, segir að grunnsyndin er aðeins af tveimur gerðum: skurðgoðadýrkun og græðgi.

Skurðgoðadýrkun er að tilbiðja það sem er ekki Guð eins og það væri Guð. Sjálfsdýrkun manns tilheyrir skurðgoðadýrkun. Því ef maður hefur of mikla trú á sjálfan sig, telur mann sjálfan vera frábæran og er að drukkna í sjálfsánægju, er manni stjórnað af skuðgoðadýrkuninni.

En ég vil gjarnan bæta einni birtingarmynd skurðgoðadýrkunar hér. Það er „neikvæð þrjóska“. Sjálfsdýrkun er sú viðleitni að þykjast vera meiri maður en að maður er í raun. Neikvæð þrjóska er öfug sjálfsdýrkun. Sem sagt, er hún sú tilhneiging að líta á sjálfan sig sem minni en maður er í raun. Sjálfsdýrkun og neikvæð þrjóska eru tvær hliðar sömu myntar.

Neikvæð þrjóska leiðir mann í vonleysi, örvæntingu eða minnimáttarkennd. Sem prestur, kynnist ég stundum í viðtölum slíku fólki – bæði trúuðu og ótrúuðu. Það hlustar ekki á mig og hefur frá upphafi sannfæringu sem er: „Ég er vonlaus manneskja“. Þó að ég bendi á einhverja vísbendingu til bótar, kemur svar eins og „Ég var búinn að prófa það“ „Nei, það gengur ekki af því að ….“. Í slíkum tilfellum er mjög erfitt að finna hvata til breytingar í jákvæða átt.

Málið hér er ekki hvort aðstæðurnar séu slæmar nógar til að gera mann vonlausan í alvöru eða ekki. Málið er að maður ákveður sjálfur að maður sé vonlaus og getur ekki haldið í neinar væntingar, þrátt fyrir að það sé möguleiki til að opna nýja leið til að komast úr erfiðleikunum.

Ég nefndi áðan Jeremía, sem svaraði Guði og sagðist vera of ungur til að verða spámaður. En Guð sagði við Jeremía: ,,Segðu ekki: Ég er enn svo ungur“.(Jer 1:7) Þá stóð Jeremía upp. Honum var ekki stjórnað af neikvæðri þrjósku. Hann sagði ekki oftar „nei“ þegar Guð sagði „já“ við hann.

Þegar maður neitar jafnvel já-i Guðs við sig, þá er maður með neikvæða þrjósku og þá leikur maður hlutverk Guðs á neikvæðan hátt, jafnvel ómeðvitað.

5.
Neikvæð þrjóska heldur okkur í fjarlægð frá Jesú á krossinum, af því að hún neitar fyrirgefningu synda sem Jesús ávann fyrir okkur. Ef köllun Guðs er fyrst og fremst að vera Guðs börn, þá þurfum við að sætta okkur sjálf sem manneskjur með mannlegan galla. Við getum gert það, vagna þess að Jesús á krossinum fyrirgefur allar syndir okkar. Þegar Jesús segir „syndir ykkar eru fyrirgefnar“, ættum við ekki að segja „Nei, syndir okkar eru ekki fyrirgefnar“.

Ég legg áherslu á að við vörum okkur á hinni neikvæðu þrjósku, þar sem mér sýnist að við tölum oft um sjálfsdýrkun, en ekki nóg um neikvæða þrjósku. Rússneskur heimspekingur Lev Shestov sagði í verki sínu „Nóttin í garð Getsemane“ : „…á meðan mannsonurinn undirbjó sig undir dauða á krossinum, svaf Pétur og hann gat sofið. Jú, honum var leyft að sofa!“

Þetta er ótrúlegar fréttir. En samt trúum við að slík sé fyrirgefning Jesú á krossinum. Syndir okkar eru fyrirgefnar, þó að við séum enn mannsekjur með veikleika og galla. Að staðfesta þessa náð Jesú er styrkleiki okkar kristins fólks. Ef við höldum fast í þennan styrkleika, föllum við hvorki í sjálfsdýrkun né í neikvæða þrjósku.

Og þegar okkur tekst að varðveita köllun Guðs til hvers og eins okkar, þá erum við Guðs börn. Og þá skiljum við vel hvað Jesús á við í guðspjalli dagsins: ,,En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn“. (Lúk 22:26) Þau elska og þjóna mikið sem skilja að þeim er mikið fyrirgefið.

Við erum komin í föstuna aftur. Munum að miðpunktur trúarlífsins liggur í Jesú á krossinum, og syndir okkar eru fyrirgefnar þar á krossinum á degi hverjum. Þjónum náungum okkar með gleði.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen

Textar dagsins eru hér.

Um höfundinn

Allur réttur áskilinn © 2000-2019 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 3747.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar