Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Skyldir pistlar

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Karl Sigurbjörnsson

Hvað er að heiminum?

27. júní 2012

Í Fyrra Pétursbréfi ritar postulinn:

„Verið gætin og algáð til bæna. Umfram allt hafið bennandi kærleika hvert til annars því að kærleikur hylur fjölda synda. Verið gestrisin hvert við annað án þess að mögla. Sérhvert ykkar hefur fengið náðargáfu. Notið þær og þjónið hvert öðru eins og góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs. Sá sem talar flytji Guðs orð, sá sem þjónar sýni að Guð gefi máttinn til þess. Verði svo Guð vegsamaður í öllum hlutum fyrir Jesú Krist. Hans er dýrðin og mátturinn um aldir alda. Amen.“  (1.Pét. 4.7-11)

Náð sé með yður og friður, frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen
Hvað er að heiminum?
Snemma á öldinni sem leið spurði enska dagblaðið Times þessarar spurningar og bauð lesendum að senda inn svör: Hvað er að heiminum?
 Fjölmörg svör bárust með alls konar skörpum greiningum á vanda veraldarinnar. Fátækt og misrétti, vanþekking og vanmáttur, sjúkdómar og mein. Ekki vantaði heldur hugmyndir og draumsýnir um það sem ætti að vera. Allt snerist það meir og minna um réttar skoðanir, hugmyndafræði, leiðtoga, tækni,  og þá yrði unnt að ráða bót á flestu því sem að er í henni veröld. Þetta var líka bjartsýnisöld með mikla trú á möguleikum afli og anda mannsins til að sigrast á hverju og einu sem aflaga fer.
Hvað er að heiminum? Rithöfundurinn og samfélags-gagnrýnandinn, C.K Chesterton, sendi inn svar. Það var aðeins eitt orð: ÉG.
Svo skrifaði hann bók og lagði út af þessari spurningu og svari.
Hann benti á að í svörunum sem blaðinu barst var hvergi horft í eigin barm. Hvergi kom fyrir hugtakið synd, né heldur orðið kærleikur. Enginn skilgreindi heldur það hvers vegna góð áform og góður vilji, tæki stjórnvisku, tækni og vísinda mega sín oft lítils andspænis því illa, illum vilja og áformum manna. Og enginn benti á það eina sem er hreint og heilt, satt og fagurt og fullkomið, það eina sem er alls ekkert að í þessum heimi. Það er GUÐ.
Chesterton vildi lyfta þessu fram. Við erum sköpuð fyrir Guð, til að lifa í samfélagi við Guð, í samfélagi og af ábyrgð gagnvart hvert öðru, lífinu og skapara okkar og lausnara. Þegar við látum það vera verður brátt ljóst að sitthvað er að og þar í því er ÉG.  Á máli guðfræðinnar, syndin.Svo skrifaði hann bók og lagði út af þessari spurningu og svari.Hann benti á að í svörunum sem blaðinu barst var hvergi horft í eigin barm. Hvergi kom fyrir hugtakið synd, né heldur orðið kærleikur. Enginn skilgreindi heldur það hvers vegna góð áform og góður vilji, tæki stjórnvisku, tækni og vísinda mega sín oft lítils andspænis því illa, illum vilja og áformum manna. Og enginn benti á það eina sem er hreint og heilt, satt og fagurt og fullkomið, það eina sem er alls ekkert að í þessum heimi. Það er GUÐ.Chesterton vildi lyfta þessu fram. Við erum sköpuð fyrir Guð, til að lifa í samfélagi við Guð, í samfélagi og af ábyrgð gagnvart hvert öðru, lífinu og skapara okkar og lausnara. Þegar við látum það vera verður brátt ljóst að sitthvað er að og þar í því er ÉG.  Á máli guðfræðinnar, syndin.Og það er meir en fordæmandi einkunn, þar felst innsýn inn í aðstæður okkar svo við getum brugðist við, vitað hvað við eigum að gera  og hvar við komumst í líftengsl við líf kærleikans, á þann lífsveg og til þess lífsmáta sem er kærleikur.Svo skrifaði hann bók og lagði út af þessari spurningu og svari.Hann benti á að í svörunum sem blaðinu barst var hvergi horft í eigin barm. Hvergi kom fyrir hugtakið synd, né heldur orðið kærleikur. Enginn skilgreindi heldur það hvers vegna góð áform og góður vilji, tæki stjórnvisku, tækni og vísinda mega sín oft lítils andspænis því illa, illum vilja og áformum manna. Og enginn benti á það eina sem er hreint og heilt, satt og fagurt og fullkomið, það eina sem er alls ekkert að í þessum heimi. Það er GUÐ.Chesterton vildi lyfta þessu fram. Við erum sköpuð fyrir Guð, til að lifa í samfélagi við Guð, í samfélagi og af ábyrgð gagnvart hvert öðru, lífinu og skapara okkar og lausnara. Þegar við látum það vera verður brátt ljóst að sitthvað er að og þar í því er ÉG.  Á máli guðfræðinnar, syndin.Og það er meir en fordæmandi einkunn, þar felst innsýn inn í aðstæður okkar svo við getum brugðist við, vitað hvað við eigum að gera  og hvar við komumst í líftengsl við líf kærleikans, á þann lífsveg og til þess lífsmáta sem er kærleikur.Í kjarna manns er eitthvað að, og það snýst um tengsl, persónutengsl við Guð og þá jafnframt við náungann. Eina leiðin að takast á við það er fyrirgefning. Ef við afneitum þeirri staðreynd að við erum öll syndarar, þá hefur fyrirgefning enga merkingu í okkar huga. Og þá erum við úr tengslum við það sem okkur er ætlað og áskapað, kærleikann, elskuna til Guðs og náungans. 

Því að við missum marks, við bregðumst, og bendum á aðra, skirrumst ábyrgð, förum í felur. Sagan um þau tvö í aldingarðinum forðum er svo makalaust afhjúpandi, róttæk og sígild greining á stöðu okkar, þegar Guð leitaði þeirra og kallaði: Hvar ertu? Og þau svara með því að benda ásakandi á hvort annað.

Hver er lausnin, lækningin? „Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn….“ Lausnin, lækningin, björgunin er Jesús, bænin og kærleikurinn í nafni hans. Og Pétur sem talar af reynslu, sárri reynslu, segir:
„Verið gætin og algáð til bæna. Umfram allt hafið bennandi kærleika hvert til annars því að kærleikur hylur fjölda synda.“

Hvað er að kirkjunni? Er spurt í dag. Menn virðast umfram allt leita svara í því sama og hér að ofan er talið. Vanþekking, vanmáttur, peningaleysi, leiðtogakreppa.
Ég svara eins og Chesterton. Hvað er að kirkjunni? Það er ÉG. Hvar sem „eitthvað er að“ þar er „ÉG “.
Hugleysið, óttinn, vantrúin og guðleysið, smjaðrið og slaðrið, sjálfsdýrkunin og sjálflægnin, dómharkan, hrokinn, fordómarnir, kæruleysið og kaldhæðnin, mistökin og vandlætingin, vandræðagangurinn, makræðið og ótryggðin, valdasýkin, ágirndin, andleysið. ÉG. Þetta býr í mér, situr um mig og því verð ég að biðja: Drottinn, miskunna þú mér! Vertu mér syndugum líknsamur!

Já, og öll önnur ÉG, sem standa andspænis þeim eina sem sér og þekkir og skilur, og sem segir: „Hvar ert ÞÚ?“ Ekki HANN, ÞAU, ÞEIR…. einhverjir aðrir, heldur ég. 
Bara að við myndum nú þetta, góðu systkin, samþjónar, og tækjum okkur stöðu þar í stað þess að ásaka aðra. Taka okkur stöðu með Pétri þegar hann stóð í hallargarðinum forðum og Jesús leit til hans. Og hann „gekk út og grét beisklega,“ eins og segir í guðspjallinu. Og með Hallgrími þegar hann biður eins og sungið var við prestsvígslu okkar, þína og mína:

Vangæslan mín er margvíslig,
mildasti Jesú, beiði´eg þig.
Vægðu veikleika mínum.
Forsómun engin fannst hjá þér,
fullnaðar bót það tel ég mér,
styrk veittu þjónum þínum.

Hvað sá Pétur í augum frelsarans? Ásökun, sakfelling í köldu, kærleikslausu kastljósi? Nei. Tár, eflaust, og sorg, en gengum það milda birtu náðar, sem sýknar og læknar.

Í birtu þess auglitis stöndum við hér, ég og þau önnur ÉG sem leita þess.
 Í samfélagi hins krossfesta og upprisna erum við öll, við öll sem kristið nafn berum og kristinni köllun þjónum, þessi „ÉG“, og við erum öll þessi „ÞÚ“ sem ávörpuð eru, VIÐ öll kölluð til að lifa í fyrirgefning syndanna. Þess vegna, eins og Pétur segir:
„Verið gestrisin hvert við annað án þess að mögla. Sérhvert ykkar hefur fengið náðargáfu.. þjónið hvert öðru …. Sá sem talar flytji Guðs orð, sá sem þjónar sýni að Guð gefi máttinn til þess…“
Hvað meinar hann? Hvað er gestrisni? Hvað er að vera gestrisinn hvert við annað án þess að mögla – eins og hann hvetur okkur til? Það er að opna hús sitt og hjarta, það er einlægni, virðing, traust, óttaleysi, örlæti.
 
Allt frá árdögum hins kristna samfélags hefur spurningin leitað á: Fyrst heilögum anda var úthellt yfir kirkjuna hvers vegna bregðast þá þau sem leitast við að fylgja Kristi og reiða sig á leiðsögn anda hans, bregðast og gera mistök? 
Pétur svarar þeirri spurningu ekki beint. En hann vísar veginn fram þegar við horfumst í augu við galla og mistök okkar sjálfra og annarra: „Umfram allt hafið bennandi kærleika hvert til annars því að kærleikur hylur fjölda synda.“ Hann byggir á orðskvið Salómons: „Hatur vekur illdeilur en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti.“ (Orðskv.10.12) Hvernig getur kærleikurinn breitt yfir bresti og hulið synd? Og er það yfirhöfuð æskilegt? Það merkir ekki að þagga, afneita, eða fela, heldur að takast á við þau til að minnka skaðann af völdum þeirra. Kærleikur hylur á sama hátt og þegar eldvarnarteppi er lagt yfir bálið á hellunni. Og kærleikurinn sem Salómon talar um og Pétur hafði kynnst, er Guð, sú eilífa, fölskvalausa elska sem Jesús birtir og gefur, andi  hans, andi  kærleikans, sannleikans, friðarins lýkur upp óvæntum leiðum til að fegra og bæta og lækna lífið allt, þrátt fyrir vonbrigðin og mistökin.
Tákn þess og pant þiggur þú hér á eftir í heilögu sakramenti, úr flekkuðum og mislögðum höndum mínum. En undir þeim er naglstungin höndin hans, sem tók á sig sekt mína og synd, sektina þína og syndagjöld. „Þú ert maðurinn!“ Segir dómurinn, segir lögmálið, „þú ert það sem að er.“ En: „ÉG ER HANN!“ segir Jesús, „ég er hann sem tók það allt á mig, og endurleysti syndarann.“
„Athvarf mitt jafnan er til sanns undir purpurakápu hans, þar hyl ég misgjörð mína“ eins og segir í Passíusálminum. Og það er hann sem leggur lausnina í lófa þér, á tungu þína, í hjarta þitt, í brauði lífsins og bikar blessunarinnar.
Nú þegar leiðir skilja, góðu systkin, bið ég þess að við mættum öll framganga í þeirri bæn og trú, fyrir augliti náðar hans meðan dagur er:
„Verði svo Guð vegsamaður í öllum hlutum fyrir Jesú Krist. Hans er dýrðin og mátturinn um aldir alda. Amen“
 

Um höfundinn

Allur réttur áskilinn © 2000-2019 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 2797.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar