Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Toshiki Toma

Erum við ekki svöng og þyrst?

27. júlí 2009

Þeir spurðu hann þá: „Hvaða tákn getur þú sýnt okkur svo að við trúum? Hvað afrekar þú? Feður okkar átu manna í eyðimörkinni eins og ritað er: Brauð af himni gaf hann þeim að eta.“
Jesús sagði við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Móse gaf yður ekki brauðið af himni heldur gefur faðir minn yður hið sanna brauð af himni. Brauð Guðs er sá sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf.“
Þá sögðu þeir við hann: „Drottinn, gef okkur ætíð þetta brauð.“
Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir. (Jóh 6.30-35)

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

1.
“Hvaða tákn getur þú sýnt okkur svo að við trúum? Hvað afrekar þú? Feður okkar átu manna  í eyðimörkinni eins og ritað er: Brauðið af himni gaf hann þeim að eta”.

Fólk spurði Jesú þessarar spurningar. Í þá daga þegar Ísraelsmenn fylgdu Móse og ferðuðust yfir eyðimörk að landi af Kanaaníta, urðu þeir svangir og kvörtuðu yfir. Því Guð gaf þeim manna, brauð af himni, sem mat fyrir hversdaginn.
Þegar við lásum þessa sögu Ísraelsmanna áður, hlutum við að telja að slík saga ætti ekkert erindi og hefði ekkert samband við líf okkar á Íslandi á 21. öldinni.

En staðan breytist og í dag þurfa hundruð manns bókstaflega að fá mat gefins.  Um daginn hermdu fréttir hermdu í Morgunblaðinu að 900 fjölskyldur hafi fengið  mataraðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í hverjum mánuði að undanförnu en í vetur var meðaltalið um160. Starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar segir: að tilgangur mataraðstoðar hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sé að sinna neyðaraðstoð en hins vegar sé fólk farið að telja hana sem hluta verferðarkelfisins.

Í aðstæðum þeim sem nú ríkja í samfélaginu reynir Hjálparstarf kirkjunnar sitt besta til að mæta þessari miklu eftirspurn en það er jú líka satt að fólkið krefst meira og kvartar. Það er augljóst að Hjálparstarfið vantar öflugri stuðningi  frá samfélaginu en hingað til og meiri styrki.  Við skulum minnast þessa mikilvægs verkefnis kirkjunnar okkar í bænum okkar og  styðja við það á þann hátt sem við getum og okkur hentar best.

Kröfur okkar fyrir hversdagsmat birtast skiljanlega mjög skýrt og fljótt. Við getum ekki lifað án þess að borða og drekka a.m.k. það magn sem líkaminn þarfnast. Foreldar munu krefjast matar, jafnvel á hærri röddu, ef börn þeirra eru meðal þeirra sem vantar mat. Við þörfnumst öll matar og drykkjar og þess vegna er það tvennt ofarlega á kröfulista okkar.

2.
En hvað um mat fyrir anda okkar? Við virðumst oft ekki taka eftir andlegri svengd okkar á sama hátt og líkamlegri. Það er eins og við þekkjum hana ekki eins vel.  Hvenær hefur ykkur liðað eins og: „mig vantar mat fyrir andann minn“ eða „andinn minn þarf að drekka vatn núna“. Jú, við hugsum þannig af og til þegar við erum mjög þreytt eða okkur leiðist. En það er ekki það sama og þegar við skynjum daglega líkamlegt hungur og þorsta.
Oft tökum við ekki eftir því að við séum svöng andlega. Svengdin birtist síðan með  mismunandi hætti eins og t.d. reiði, ofstopa, kvíða, örvæntingu, leiðindum, sjálfsofbeldi og fleira.
Það er jafnvel erfiðara að fjalla um andlega svengd vegna þess að fólk getur verið ómeðvitað um hana. 

Þegar við horfum á hvernig þjóðfélagið okkar stendur undanfarna mánuði blasir  við að þjóðina vantar andlegan mat og drykk fyrir sig. Gríðarlegt magn af tíma og starfsorku er eytt í mótmæli, umræður um hver á hvers konar ábyrgð, atvinnuleit, leit á lausnum á fjárhagsvanda og svo mætti lengi telja. Það má segja að allt þetta er nauðsynlegt, óhjákvæmilegt og mikilvægt. En eftir að hafa eytt svona miklu af tíma og orku, þurfum við að einnig að fá mat fyrir andann. Við þurfum einnig að muna það að efnahagslegur vandi er ekki það eina sem angrar fólk. Það er fólk við í samfélaginu, sem glímir við erfiða sjúkdóma, fjölskyldumissi eða önnur eigin vandamál hingað til sem hér eftir.

“Jesús sagði við þá: …Brauðið Guðs er sá sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf”. “Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir”.

Þegar andlegt næði er um að ræða, tökum við þessi orð Jesú oft sem næstum   sjálfkrafa og reynum að loka viðræðu sem varðar andlegt næði. Jesús Kristur er sannarlega brauð lífsins og vatn lífsins. En mér finnst að það séu of auðveld lokaorð til að ljúka vangaveltum okkar um andlega næringu. Höldum áfram aðeins því að hugleiða andlega næringu.

3.
Við erum öll vel kunnug hvernig við undirbúum okkur fyrir altarisgöngu í messunni. Altarisganga er í seinni hluta messunnar og við byrjum á því að játa syndir okkar og sættumst svo við annað fólk. Altarisganga er matarboð Drottins og þar fögnum við fyrirgefningu synda okkar, sáttmála okkar við Guð og við aðra menn. Í messuskránni er slíkt ritúal sett fram sem trúarlegt ferli. Þess vegna er altarisganga gleðileg hátíð og matartíð. En samtímis er hún einnig samfélag þar sem við deilum þjáningu Jesú hvert með öðru, þar sem hann sem “þjáður Kristur”  færir okkur fyrirgefninguna og sáttina.      

Það er ekki rökstudd speki eða dómur sem færir okkur fyrirgefningu og sátt. Það er hvorki yfirburðir í herafla né siðferðislegt samanburðarmat.
Það er eingöngu “þjáður Kristur” sem gefur okkur sátt við Guð og aðra menn. Með því að þiggja “þjáðan Krist” í altarisgöngu skiljum við hve mikið okkur er fyrirgefið, en hún er ekki vegna þeirra röksemda sem kunna að vera fyrir hendi,  heldur vegna kærleika Krists. Og um leið erum við leidd í þann veg þar sem við  fyrirgefum öðrum og náum sáttum við þá.

Sjaldnast leiða röksemdir okkar manna til þess að við fyrirgefum náunga okkar eða að við náum sáttum við þá. Mannleg samskipti eru oft svo órökrétt og við getum oft ekki rökstutt tilvist okkar og samskipti. Jú, það er satt að rökin nýtast stundum til að fá okkur til að viðurkenna ef við gerum eitthvað rangt eins og þegar móðir áminnir barn sitt: „Þú gerðir henni það sem þú vilt alls ekki vinir þínir geri þér. Þess vegna verður þú að biðja hana afsökunar.” En hvað svo sem það er sem á að fyrirgefa, þá nýtast rök ekki alltaf svo virk.

Þegar við getum í raun og veru fyrirgefið einhverjum sem hefur gert eitthvað stórt á okkar hluta, er það oftast ólýsanleg breyting sem á sér stað á tilfinningum okkar eða jafnvel trúarleg upplýsing.„Jafnvel þó að ég fyrirgefi manneskjunni, reynir þú ekki að fyrirgefa?” Að ímynda sér Jesú spyrja okkur þessarar spurningar mun nýtast okkur betur en að lesa hundruð blaðsíðna af rökstuðningi um hvers vegna við skulum fyrirgefa manneskjunni.

Þegar við náum sáttum í stórum málum eða getum fyrirgefið í umhverfi okkar, er það í flestum tilvikum vegna þess að viðkomandi hefur ákveðið að komast yfir röksemdirnar og skilja viðkomandi aðila og ná sáttum. Sá maður sem heldur offast í sín rök og bindur sig við þau þá á hann oft erfitt að fyrirgefa, þiggja fyrirgefningu eða ná sáttum. 

Dæmisagan um synina tvo  í Lúkasguðspjallinu sýnir greinilega hvert þetta getur leitt okkur. Þegar yngri sonur tapaði öllu sínu í lífinu, kom heim og sýndi iðrun, sýndi faðir hans honum kærleika sem var þvert gegn röksemdum og gagnrýni sem flestir hefðu líklega sýnt. Eldri sonurinn gat hins vegar ekki tekið á móti bróðurnum sínum á saman hátt, af því að eldri sonurinn var bundinn við rök sín og þröngsýni og gat ekki séð málið út frá öðrum sjónarhornum. 

Það er mikilvægt og nauðsynlegt að spyrja hvort eitthvað sé rétt eða rangt, hver ber ábyrgð á hverju eða hvort ákveðin skoðun sé í meirihluta eða minnihluta. Að spyrja að slíku og leita að réttu svari er grunnur fyrir líf okkar og samfélag. En jafnframt er það líka grunnur fyrir tilvist okkar að þekkja að þau mál eru til sem verða ekki mæld  aðeins með röksemd okkar manna, með réttlætiskennd eða með siðferðislegum dómi. Við megum ekki gleyma þessu, því ef við gleymum þessu, þá gleymum við því að við erum syndarar. 
Málið snýst ekki um viðhorf okkar gagnvart ákveðnum atriðum í fjárhagsvanda eða stjórnmálnum, heldur varðar málið það hvort við lifum hversdagslífi okkar með fyrirgefningu í huga eða ekki.

4.
Svo framarlega sem við erum við sjálf, syndir okkar renna út á yfirborð lífs okkar á einhvern hátt. Þess vegna verða sálir okkar særðar, þreyttar og veikar. Sáluleg næring er nátengd við að fyrirgefa og að vera fyrirgefið, þar sem fyrirgefning er birtingarform kærleiks og kæleikurinn er næring fyrir sálir okkar. Sálir okkar þarfnast lækningar, hvíldar og næringar. Okkur vantar styrk fyrir andann okkar jafnt sem næringu fyrir líkama. Okkur langar að fá fyrirgefningu frá Guði. Og um leið vantar okkur fyrirgefningu frá öðrum mönnum, og við þurfum að fyrirgefa öðrum. Við erum með fyrirgefningu þegar andinn okkar er ekki hungur og þyrstur, heldur mettaður.
 
Allar þessar óskir rætast ef við viljum þær hjartanlega. Altarisganga  er tákn þess sem sýnilegt er, sem og að hægt er að taka hlutina í okkar hendur, eins og Ísraelsmenn sáu manna af himni og tóku það í hendur sínar. Og þannig þiggjum við brauð og vín sem er lífsins brauð og lífsins drykkur.
En munum við einu sinni enn að “þjáður Kristur” gerði okkur kleift að hafa aðgengi að þessari matartíð. 

Og svo hvað? Við færum brauð lífsins og vín og styrkjum okkur andlega og trúarlega. Hvernig eigum við þá að eyða þeirri viku sem framundan er? 
Önnumst okkur sjálf vel og þjónum náunga okkar og samfélaginu með krafti og kærleika sem Jesús Kristur gefur okkur sífellt. 

Takið postulalega blessun.
Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveiti hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.    Amen.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2019 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 2989.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar