Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Skyldir pistlar

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Árni Svanur Danielsson

Mannskyldur

30. apríl 2008

Kæri söfnuður.
Í Fræðunum minni fjallar Marteinn Lúther um grundvallaratriði kristinnar trúar og leggur meðal annars út af Faðirvorinu, Postullegu trúarjátningunni og Boðorðunum tíu. Hann byrjar á umfjöllun um Boðorðin og það vekur eitt sérstaka athygli:

Í meðförum hans verður boðorðið „þú skalt ekki“ að jákvæðri „þú skalt“-yrðingu:

  • Þú skalt hjálpa náunga þínum að varðveita eigur sínar.
  • Þú skalt hjálpa náunga þínum að hlúa að hjónabandi sínu.
  • Þú skalt hjálpa náunga þínum að lifa vel.

Mér varð hugsað til þessa á málþingi sem annað prófastsdæmið í Reykjavík –
það eystra – hélt á mánudaginn var. Þar var rætt um mannréttindi, þennan ramma sem er sleginn kringum hvern einstakling og markar að einhverju leyti rými hans – segir til um virði sérhvers manns. Og það var góð umræða.

Eftir á leitaði á mig eitt orð sem aldrei var nefnt á málþinginu, en mér fannst þó draga saman inntakið – a.m.k. fyrir hina kristnu. Það er orðið mannskyldur.

Mannskyldur.

Fólk á ekki bara rétt til að tjá sig. Það er skylda okkar að tryggja að þau geti það. Börn eiga ekki bara rétt á góðu atlæti og uppeldi og öryggi. Það er skylda okkar að tryggja að þau fái það.

Mannréttindi standa vörð um ákveðinn grundvöll. Þau slá eins konar ramma kringum manneskjuna. Mannskyldur lúta ekki að réttindum heldur að skyldum okkar við alla hina. Við náungann. Við lífið.

Það má kannski stíga einu skrefi lengra og segja:

Sá – eða sú – sem tekur á móti kærleika Guðs – fyrir andann sem Jesús okkur lofar í morgunlestri þessa dags – finnur hjá sér löngun og þörf þörf til að þjóna náunganum í kærleika. Og þá eru skyldur ekki lengur skyldur heldur eru þær uppfylltar í innblásinni löngun til að sinna þeim sem þarf að sinna, af einlægum vilja til vinna verkin. Og eiginlega af þörf, til þjónustu.

Við erum þannig kölluð til láta okkur ekki aðeins varða grundvallar- eða lágmarks- mannréttindi heldur erum við kölluð til að grípa hvert tækifæri til að sinna um og hlúa að lífinu – þannig að sérhver einstaklingur megi og geti lifað lífi sínu í fullri gnægð.

Og það eru kannski ekki bara mannskyldur. Það er mannþjónusta. Það er manngæska. Og kannski er það að vera kristin manneskja.

Guð leiði okkur áfram til þess.

Um höfundinn2 viðbrögð við “Mannskyldur”

  1. Sigurður Árni Þórðarson skrifar:

    Takk fyrir þessa þörfu og góðu íhugun.

  2. Sigurjón Árni Eyjólfsson skrifar:

    Að setja hugtakið mannskyldur fram með hungtakinu mannréttindi er rétt og þarft. Því veldur að einmitt réttindi og skyldur haldast í hendur

Viðbrögð

Allur réttur áskilinn © 2000-2019 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 3938.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar