Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Árni Svanur Danielsson

Postillan opnuð á Kirkjudögum

26. júní 2005

Postillan var opnuð formlega á Kirkjudögum þann 25. júní. Það var Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki sem opnaði hana. Opnun fór fram á kynningarsvæði Kirkjudaganna, en þar voru sex aðrir vefir opnaðir sama dag. Við opnunina var postillan kynnt stuttlega og greint frá því að nú þegar eru tæplega 70 prédikanir í henni.

Við reiknum með að hafa tvöfaldað fjölda prédikana í postillunni í byrjun júlí og vonumst til að hafa enn fleiri prédikanir í lok árs. Í haust verður postillan kynnt prestum kirkjunnar og þeim kennt að setja prédikanir sínar í hana. Þess má vænta að í kjölfar þess muni hún nýtast enn betur sem verkfæri í þágu kirkjustarfsins. Allar ábendingar um postilluna, efni hennar, uppbyggingu, innihald og alla útfærslu eru vel þegnar. Þær má senda til Árna Svans á netfangið arni.svanur.danielsson (hjá) kirkjan.is.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2019 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 5133.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar