Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Mikið lesnir pistlar undanfarnar vikur

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Yfirlit

Fyrirgefning og endurreisn!

Valdið er hluti af menningunni og menningin verndar valdið. Í því ástandi þjást þolendur, því sérhver þolandi ofbeldis þarf málsvara sem stígur fram og er rödd hans og skjól. Málsvari sem trúir því sem sagt er og tekur ákvörðun innra með sér að líða ekki ofbeldi hvorki í fortíð, nútíð eða framtíð.

Sunna Dóra Möller · 9. september 2018

Vegprestur predikar

Eitt sinn kölluðu gárungarnir vegvísa eins og þennan, „vegpresta“ og með því var klerkum send sú sneið að þeir vísuðu á veginn án þess að fara hann sjálfir. Mér fannst þessi vegprestur miðla til mín heilli predikun þarna þar sem hann stóð úti í óbyggðum, og minnti svo rækilega á ákveðna þætti tilverunnar sem okkur kann að yfirsjást í erli daganna.

Skúli Sigurður Ólafsson · 2. september 2018
· · ·

Miklu þjappað í stutta sögu

Um það fjallar sagan um miskunnsama samverjann. Hann er okkur fyrirmynd um það hvernig við eigum að hjálpa öðrum og um leið verður það lærdómur fyrir okkur hvernig við getum sjálf metið fólk út frá því hvernig það er, en ekki út frá einhverjum merkimiðum sem við stundum setjum á aðra.

Skúli Sigurður Ólafsson · 26. ágúst 2018
· ·

Predikun á Hrafnseyrarhátíð, 16. júní 2018

Lexa: Jer. 32. 38 - 41
Pistill: Róm. 13. 8 - 10
Guðspjall: Jóh. 15. 9 - 21
Náð sje með yður og Friður frá Guði Föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
Orr dagsins er úr skilnaðarræðu Jesú, er hann kvaddi vini sína fyrir krossinn og hjet þeim að senda þeim Heilagan Anda sinn: “ Þetta hefi eg […]

Geir Waage · 23. ágúst 2018

Predikun á Reykholtshátíð, 9. sd. e. Trin 2018

Lexía: Amos 8. 4 - 7
Pistill: 1. Kor. 10. 1 - 9
Guðspjall Lúk. 16. 1 - 13
Náð sje með yður og Friður frá Guði Föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen
“Gjörið yður vini með mammón ranglætisins, til þess að þeir, þegar allt um þrýtur, taki við yður í hinar eilífu tjaldbúðir”, segir Jesús í texta […]

Geir Waage · 23. ágúst 2018

Making an invitation list

We might be immigrants, refugees or something else. But none of those things is all about us. We are with Jesus. Do not forget this important thing about us that we are invited by Jesus.

Toshiki Toma · 10. júní 2018

Án þess að vænta neins í staðinn

Hvað gerist eiginlega þegar boðsgestirnir mæta ekki, þegar kerfið um kaup kaups og gjöf til gjalda gengur ekki lengur upp, þegar þarf að stokka spilin alveg upp á nýtt? Þá birtast heiðursgestir Guðs ríkisins…

Þorgeir Arason · 10. júní 2018
· ·

Sjómannadagur

Við þurfum að læra aftur að þakka fyrir að það sem bjargaði kynslóð eftir kynslóð frá hungurdauða í þessu landi, er sú lífmóðir sem hafið er. Og eins og það er ljúf skylda barnanna að annast og heiðra sína móður þegar aldur og ýmislegar meinsemdir plaga , skulum við minnast þeirrar skuldar sem við eigum að gjalda þeim lifandi og lífgefandi faðmi sem umlykur landið og fólkið sem þar býr.

Kristján Valur Ingólfsson · 3. júní 2018

Garðar

Edengarðurinn var ímynd hins fullkomna ástands og hann var afgirtur eins og segir í sögunni. Þangað komst enginn aftur inn. Við leitum hans þó ítrekað í lífinu þegar við drögum upp mynd af hinu ákjósanlega. Mögulega var Garðurinn í Kænugarði þar sem stórleikurinn fór fram í gær ein birtingarmynd hans.

Skúli Sigurður Ólafsson · 27. maí 2018
· ·

Traustið

Traustið nærist þannig af reynslu. Treysti ég Guði fyrir lífi mínu? Hef ég reynslu af samfélaginu með Guði? Ekki konan sem spurði mig hvernig ætti að biðja, en fann innra með sér þrá til að kynnast Guði, sagði mér að inni í sér væri andlegt tóm, eins og ráðvilt í leitinni að tilgangi lífsins.

Gunnlaugur Stefánsson · 11. maí 2018

Í miðjum alheimi

Því miðja alheimsins er sannarlega til og við þurfum engar óbeliskur til að staðsetja hana. Við leitum miðjunnar í eigin hjarta. Umhverfis hana er sjóndeildarhringur okkar og þar vinnum við allt okkar starf. Frá þeim upphafspunkti vakna stórar spurningar okkar um tilgang, líf og tilvist.

Skúli Sigurður Ólafsson · 10. maí 2018
· · ·

Kenn oss að telja daga vora

Sigurbjörn brosti og svaraði síðan af sinni alkunnu og markvissu yfirvegun og rósemi: “Já, vinur minn, þetta hafa menn sagt um aldir, að kirkjan væri að fara í hundana, en alltaf fór það nú svo að hundrarnir dóu en kirkjan lifði!”

Gunnlaugur A. Jónsson · 9. maí 2018


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar