Trúin og lífið
Postillan


Undirsíður

Mikið lesnar prédikanir undanfarnar vikur

Kirkjuárið

Prédikanir á trú.is eru birtar undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í prédikunum

Yfirlit

Predikun á 30 ára afmæli Breiðholtskirkju

Hún sér að Guð hefur mikla hluti gert fyrir sig. Hann hefur reist hana við, tekið í hönd hennar og lyft undir sjálfsmynd hennar. Það er sú hvatning sem konur þurfa svo mikið á að halda í dag, að finna það að þær séu metnar að verðleikum, að þeim sé trúað þegar brotið er á þeim og að kraftur sá sem Guð hefur gefið þeim megi nýtast öllu mannkyni til góðs.

Solveig Lára Guðmundsdóttir · 18. mars 2018
5. sunnudagur í föstu (iudica) - Boðunardagur Maríu · Prédikanir

Sandar og samtal

Íslenska orðið gagnrýni er skemmtilega gagnsætt. Það merkir einmitt að rýna í gegnum eitthvað, greina kjarnann frá hisminu, leita sannleikans í gegnum orðskrúð og ósannindi sem geta leitt okkur afvega. Gagnrýni á ekkert skylt við það að salla niður röksemdir og þá sem beita þeim.

Skúli Sigurður Ólafsson · 18. mars 2018
5. sunnudagur í föstu (iudica) - Boðunardagur Maríu · Prédikanir

Hvað er sannleikur?

Við eigum öll rétt á virðingu, elsku, öryggi, frelsi og réttlæti.
Það væri lifaður sannleikur.

Guðbjörg Jóhannesdóttir · 11. mars 2018
Prédikanir

Talandi um himnaríki

Mögulega er himnaríki jarðbundnara en við kynnum að ætla, af nafninu að dæma. Það er í það minnsta samofið tilgangi mannsins, um að við erum hluti af samfélagi, nærumst saman, miðlum hvert öðru því sem við höfum að gefa og leggjum okkar litla framlag í hendur Guðs sem margfaldar það með krafti sínum og mætti.

Skúli Sigurður Ólafsson · 11. mars 2018
4. sunnudagur í föstu miðfasta (laetare) · Prédikanir

Mennskan umföðmuð

Það er sannarlega minn vilji að hér sé samfélag þar sem okkur líður öllum vel, þar sem vel er tekið á móti fólki, þar sem á alla er hlustað, allar ólíkar raddir og skoðanir, en við getum stundum líka verið ósammála, þolað gagnrýni og á endanum sameinast um það að við erum hér, af því að við deilum sama kjarna sem er trúin á Jesú Krist.

Sunna Dóra Möller · 4. mars 2018
3. sunnudagur í föstu (oculi) · Prédikanir

Umskurn hjartans

Margar tilvitnanir má finna í Biblíunni er varða umskurn.
Þær eiga það sameiginlegt að snúast um lögmálið annars vegar og fagnaðarerindið hins vegar. Jesús fæddist inn í samfélag lögmáls, þar sem t.d lækning á hvíldardegi var talin brot á lögmáli Guðs. Jesús breytti þessum lögmálsskilningi og afstöðu til einstaklings og þjóðfélags þannig, að mestu skipti samúð, mannskilningur, tillitssemi, miskunnsemi, kærleikur, - ekki umskurn holdsins heldur umskurn hjartans. Við eigum orð yfir slíka breytingu: Fagnaðarerindi. Í því merkilega orði felst meðal annars orðið frelsi.

Birgir Ásgeirsson · 27. febrúar 2018
2. sunnudagur í föstu (reminiscere) · Prédikanir

Réttindi og náð

Guð er ekki dómari sem metur hvort við séum með ákveðin réttindi eða ekki, heldur Guð er ,,viðmælandi“ okkar og hann er endalaus í að veita okkur náð sína. Hann er svo mikill viðmælandi að hann tekur sér tíma til að glíma við Jakob.

Toshiki Toma · 26. febrúar 2018
Prédikanir

Glímutök

Tengist þetta átökum hvers manns við sjálfan sig, afturhvarfið þegar við gerum upp erfið mál í lífi okkar? Er það uppgjör ekki líkt glímu sem við þurfum öll að takast á við á einhverjum tímapunkti í lífi okkar.

Skúli Sigurður Ólafsson · 25. febrúar 2018
2. sunnudagur í föstu (reminiscere) · Prédikanir

Með hvaða rökum?

Trúin er notuð til að réttlæta aðgreininguna og um leið verða til landamæri hefða, siða og venja sem erfitt er að vinna gegn því allt þetta hvílir á guðslögum. Það sem Guð hefur einu sinni fyrirskipað getur manneskjan ekki tekið til baka, eða hvað?

Sunna Dóra Möller · 25. febrúar 2018
Fasta · Prédikanir

“Shogun” and Jesus

Jesus didn’t show his power and honor in the way that Yoshimune does in the drama, namely in the way anyone cannot resist the power and everyone has no other choice than to bow down in front of his authority as the shogun.

Toshiki Toma · 18. febrúar 2018
Prédikanir

Crux

Hið ofureinfalda snið verka Vissers, er allt annað en það sem skóp gömlu meisturunum orðspor sitt. Þar mætir okkur hið algera tóm þar sem áður var ýtarleg myndgerð. Verk hans verða eins og goðsagnirnar sem við lesum og við finnum það í framhaldi hversu vekjandi og skapandi þær eru. Krossinn hefur líka það eðli að hann spyr spurninga.

Skúli Sigurður Ólafsson · 18. febrúar 2018
1. sunnudagur í föstu (invocavit) · Prédikanir

Ein leið til frelsis?

Óttinn við að vera ein án félagslegra tengsla lætur okkur oftar en ekki fallast á mun minna í lífinu en við eigum í raun og veru skilið.
Það aftur á móti skilar okkur engri lífshamingju, að minnka okkur til að aðrir í kringum okkur stækki. Innst inni í hjartanu vitum við betur en að fallast á slík skipti.

Sunna Dóra Möller · 18. febrúar 2018
Fasta · Prédikanir


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar