Trúin og lífið
Postillan


Undirsíður

Mikið lesnar prédikanir undanfarnar vikur

Kirkjuárið

Prédikanir á trú.is eru birtar undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í prédikunum

Yfirlit

“Shogun” and Jesus

Jesus didn’t show his power and honor in the way that Yoshimune does in the drama, namely in the way anyone cannot resist the power and everyone has no other choice than to bow down in front of his authority as the shogun.

Toshiki Toma · 18. febrúar 2018
Prédikanir

Crux

Hið ofureinfalda snið verka Vissers, er allt annað en það sem skóp gömlu meisturunum orðspor sitt. Þar mætir okkur hið algera tóm þar sem áður var ýtarleg myndgerð. Verk hans verða eins og goðsagnirnar sem við lesum og við finnum það í framhaldi hversu vekjandi og skapandi þær eru. Krossinn hefur líka það eðli að hann spyr spurninga.

Skúli Sigurður Ólafsson · 18. febrúar 2018
1. sunnudagur í föstu (invocavit) · Prédikanir

Ein leið til frelsis?

Óttinn við að vera ein án félagslegra tengsla lætur okkur oftar en ekki fallast á mun minna í lífinu en við eigum í raun og veru skilið.
Það aftur á móti skilar okkur engri lífshamingju, að minnka okkur til að aðrir í kringum okkur stækki. Innst inni í hjartanu vitum við betur en að fallast á slík skipti.

Sunna Dóra Möller · 18. febrúar 2018
Fasta · Prédikanir

Í þéttri drífunni

Er það ekki annars hlutverk listamannsins að teygja sig út fyrir landamæri þess sem við þekkjum og skiljum? Við erum jú með einhvers konar svæði umhverfis okkur þar sem flest er okkur sæmilega skýrt og auðskilið. Þar fyrir utan liggja huliðsheimar hins óþekkta - rökkvaðir stígar og hríðarél tilveru og tilvistar.

Skúli Sigurður Ólafsson · 4. febrúar 2018
2. sunnudagur í níuviknaföstu - Biblíudagurinn · Prédikanir

I see the shine around your face

Thus we receive the glory of Jesus and act as his servants. And this happens to any of us. And at that time, we are shining, even though we don’t notice it by ourselves. This is a part of the manifestation of the kingdom of God.

Toshiki Toma · 21. janúar 2018
Prédikanir

Far þú í friði og ver heil meina þinna

Talíþa kúm, rís þú upp, þú sem þjáist vegna kúgunar, þú sem ert í fjötrum. Far þú í friði, þú sem finnur lífið renna þér úr greipum og ert við það að örmagnast vegna eigin framkomu eða annarra. Ver heil meina þinna, þú dóttir Guðs sem hefur mátt þola niðurlægingu, misnotkun og áreitni.

María Ágústsdóttir · 21. janúar 2018
Prédikanir · Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika

Hlekkir og slóðir

Sagan sem við hlýddum á hér í guðspjalli dagsins er að vissu leyti dæmigerð fyrir frásagnir Biblíunnar. Það er að segja, hún geymir tilvísanir í önnur rit þeirrar miklu bókar, nánast eins og við værum að vafra um á internetinu og gætum smellt á einstaka orð og setningar og flakkað þar með á milli síðna.

Skúli Sigurður Ólafsson · 21. janúar 2018
Síðasti sunnudagur eftir þrettánda · Prédikanir

Klám

Við tökum heilshugar undir þessa bæn, bæn um endurnýjun, hreinsun, helgun. Og við biðjum þess að við mættum, hvert á okkar hátt sem einstaklingar, fjölskyldur og kristin trúfélög, standa vörð um rétt hverrar manneskju til að lifa með reisn og njóta virðingar.

María Ágústsdóttir · 20. janúar 2018
Prédikanir

Alþjóðleg og samkirkjuleg bænavika - hugvekja

Alþjóðleg og samkirkjuleg bænavika byrjaði þennan dag 18. janúar 2018. Nokkur hvatningaorð að taka þátt í bænavikunni, íhuga efnið og biðja saman í einrúmi og saman um einingu og samstöðu.

Guðmundur Guðmundsson · 18. janúar 2018
Pétursmessa · Árdegismessur · Prédikanir · Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika

Mamma veit best

Kannski var María vinkona eða systir móður brúðarinnar eða brúðgumans. Alla vega finnst henni miður þegar vínið klárast og tekur á sig ábyrgð á heiðri gestgjafanna. Og henni finnst að sonur hennar, Jesús, eigi að gera eitthvað í málinu.

María Ágústsdóttir · 14. janúar 2018
2. sunnudagur eftir þrettánda · Prédikanir

Himnesk jörð

Sögur Biblíunnar eru ekki ósvipaðar listaverkum sem hvetja okkur til að spyrja og leita sjálf svara. Sú leit er sístæð og það er mikilvægt að við bindum ekki enda á hana með yfirborðslegum svörum eða einhverjum sleggjudómum.

Skúli Sigurður Ólafsson · 7. janúar 2018
1. sunnudagur eftir þrettánda · Prédikanir

Friður til þúfu eða þurftar

Jóh. 14.27
Náð sé með yður og friður frá Guði, föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
Á alþjóðavettvangi er þess að vænta að ársins 2017 verði minnst sem óróaárs eða jafnvel óttaárs.
Að vísu er það ekkert nýtt að heimsbyggðinni stafi ógn, til að mynda af samtökum sem nota trúarbrögð sem skálkaskjól fyrir ofbeldisverk, eða þá af […]

Þorgeir Arason · 1. janúar 2018
Nýársdagur (áttidagur jóla) · Prédikanir


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar