Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Þuríður Björg Árnadóttir Wiium

Það lifir enginn á deyjandi jörðu – sköpunin er ekki til sölu

Eitt af þremur megin þemum Heimsþings Lútherska heimssambandsins sem haldið var í Windhoek í Namibíu 10.-16. maí var Sköpunin er ekki til sölu (e. Creation not for sale).

Martin Kopp, franskur nemi við háskólann í Strasbourg, var sérfræðingur þess dags og hélt fyrirlestur undir heitinu Endurhugsuð hagfræði til bjargar deyjandi plánetu (e. Rethink economics to save a dying planet).
Martin sagði markmið 21. aldarinnar vera að endurnýja hugsunarhátt okkar og hagkerfi og að umorða og endurbæta sameiginleg markmið okkar til þess að reyna að komast hjá þeirra hættu að samfélag okkar og lífið á jörðinni hrynji. Það lifir enginn á deyjandi plánetu, sagði hann.
Hann sagði hagfræði vera aðal þáttinn í heiminum í dag, og að það að endurhugsa hana væri lykillinn að því að takast á við vistfræðileg vandamál.

Hann minnti þingið á ákvarðanir sem voru teknir á heimsþinginu í Tansaníu 1977, þegar Lútherskar kirkjur tóku sig saman og ákváðu að leggja áherslu á meiri virðingu fyrir sköpuninni, að leggja meiri áherslu á umhverfismál. Nú væri tími til kominn til þess að láta verkin tala.
Hann talaði um mikilvægi þess að mannfólkið tileinkaði sér nýja hugsun og nýjan lífsstíl og hvatti Lútherskt samfélag til þess að vera talsmenn umhverfismála út á við og til þess að gera raunverulegar breytingar á lífsstíl sínum.

Skilaboð þingsins í tengslum við þemað voru:

Guð er skapari himins og jarðar, og hver hluti sköpunar hans er í eðli sínu góður. Sem manneskjur sem játum trú á þríeinan Guð, játum við það að Guð er í stöðugum tengslum. Guð skapar og glæðir sköpun sína sem uppruna alls, hann er ekki áhorfandi. Kristur dó og reis upp aftur fyrir alla sköpunina. Í dag á sköpunin undir högg að sækja vegna ójafnvægis, misnotkunar og ofnotkunar. Auði jarðar er misskipt og neysla okkar er of mikil, og hún eykst með hverjum deginum.

Manneskjan er sköpuð sem með-skapari Guðs. Við sem manneskjur verðum að hætta að líta á okkur sem dómínerandi stjórnendur á þessari jörðu sem getum ráðskast með hana eins og við vildum, og játa að við erum einungis þjónar sem voru fengnir til þess að leggja rækt við hana og hugsa um hana. Stanslaus leit eftir og vöxtur auðs má ekki vera okkar endanlega markmið í þessu lífi, heldur trúum við því að markmið Guðs sé að stuðla að velferð jarðarinnar, svo að hún megi lifa sem lengst.
Sköpunin er ekki til sölu. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á alla staði jarðar, á mismunandi hátt. En við trúum því að lausnir á vanda loftslagsmála séu bæði að finna á heimsvísu og svæðisbundið.

Lútherska heimssambandið hvetur til fræðslu um umhverfismál og til umræðu innan kirkna um málefnið. LH getur aðstoðað kirkjur sínar við að koma á einhverskonar áætlunum í sambandi við verndum lífríkis og til að koma á fræðslu um breyttan líffstíl er varðar umhverfismál.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2591.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar