Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Rannveig Eva Karlsdóttir

Foreldramorgunn, dýrmætur vettvangur

10. apríl 2017

Hugmyndin um sameiginlegan foreldramorgun fæddist snemma ársins, þegar ég bauð nokkrum frábærum umsjónarkonum foreldramorgna til mín í kaffispjall. Við höfum verið með sameiginlegan hóp inni á facebook þar sem við skiptumst á skoðunum, hugmyndum um gesti eða fyrirlesara sem tengjast ungbörnum, fjölskyldulífinu osfrv. Við höfum takmarkað fjármagn til að borga fyrirlesturum okkar, og hugmyndin um að halda einn svona sameiginlegan foreldramorgun fæddist þarna, með von um að vel gengi til að hægt yrði að halda þessu samstarfi áfram. Nafn Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur kom strax upp, þar sem allir elska hana auðvitað. Við fengum strax góðan meðbyr, þar sem prófastsdæmin vildu styrkja okkur, sem við erum svo þakklátar fyrir.

15.mars var dagurinn, hann rann upp bjartur og fagur. Ég mun seint gleyma tilfinningunni þegar litið var út um gluggana og fólk streymdi að úr öllum áttum! 140 ungbörn og foreldrar þeirra komu og nutu stundarinnar með okkur.

Við erum sammála um að halda þessu verkefni áfram, einu sinni á misseri eða svo, með hjörtu uppfull af þakklæti og gleði. Okkur finnst það svo dýrmætt að þetta starf innan kirkjunnar, sem er svo þakklátt en hefur farið svo lítið fyrir, öðlist rödd.

Um höfundinn

Allur réttur áskilinn © 2000-2018 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 1208.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar