Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Gunnlaugur Stefánsson

Tvískinnungur

21. nóvember 2016

Ekkert ógnar fremur heimsfriði um þessar mundir en blóðug valdabarátta Múhameðstrúarmanna. Örsnautt alþýðufólk af stríðshrjáðum svæðum neyðist til að flýja heimili sín og hrópar á hjálp. Þá beinast augu að kristnum þjóðum, sem hafa virðingu við mannhelgi að kjölfestu, að taka á móti flóttafólkinu. Engum fréttum fer af því, að efnuðustu þjóðir heims í Miðausturlöndum bjóði stríðshrjáð trúsystkini sín velkomin í griðarskjól.

En á Íslandi heyja háværar raddir baráttu um að úthýsa kristnum trúaráhrifum og banna börnum í skólanum að rækta kristna trú sem boðar kærleika og mannvirðingu. Þó er krossinn í þjóðfánanum, kristið bænamálið í þjóðsöngnum og dagatalið helgað ævi og boðskap Jesú Krists. Þetta hafa verið hornsteinar velferðar og menningar. Í reykvískum skólum er svo efast um að þiggja boð að koma í kirkjuna á aðventunni til að fræðast um siðinn.

Aftur á móti þótti hið besta mál að ríkið færi í útrás á Ítalíu með ærnum tilkostnaði í nafni tvíærings til að boða þar Múhameðstrú, að sögn fölmiðla með himnesku helgihaldi, í mosku sem búin var til í afhelgaðri kirkju. Það hefði verið snöggtum frumlegra að fara til Sádí Arabíu og setja þar upp kristna kirkju í mosku,- en hefði líklega útheimt kjark og því þægilegast að njóta hins kristna umburðalyndis á meðan það er enn í boði.

Um höfundinn

Allur réttur áskilinn © 2000-2018 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 1413.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar