Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Olav Fykse Tveit

Kröftug bæn megnar mikið

Á helgri lönguföstu minnumst við innreiðar Drottins vors Jesú Krists inn í Jerúsalem, pínu hans, dauða og upprisu frá dauðum. Er við íhugum þessa leyndardóma trúarinnar, hugsum við til systra okkar og bræðra í Kristi í Mið-Austurlöndum, sem eru nú mörg hver að upplifa fimmta ófriðarárið í röð. Óbærileg voðaverk hafa verið framin í fjölmörgum styrjöldum, mestmegnis í Írak, Sýrlandi, Líbýu og Egyptalandi, bæði af stjórnvöldum og herskáum stjórnarandstæðingum. Í þessum átökum hafa hundruðir þúsunda týnt lífi, mestmegnis saklausir borgarar, og þar á meðal fjöldi barna. Milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og föðurland. Fjöldi þeirra sem horfið hafa sporlaust inn í fangelsi, mætt pyndingum og illri meðferð, svipt grundvallar lífsskilyrðum - og mannréttindum, er óteljandi. Allir þátttakendur í þessum átökum bera enga virðingu fyrir alþjóðlegum mannréttindalögum og hafa framið bæði stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Í öllum þessum hörmungum eru trúar- og þjóðernishópar í minnihluta, viðkvæmustu samfélögin. Meðal þeirra eru hin kristnu, systur okkar og bræður í Drottni. Þau mætra sístæðri ógn útrýmingar, eða útlægðar frá eigin landsvæði; um er að ræða hörmulega árás á kristið líf og kristna boðun í þessum löndum. Margar kirkjudeildir og kristnir hópar hafa sýnt samhug og samúð í gegnum bænavökur, mannúðarhjálp og með ákalli og baráttu fyrir friði. En þrátt fyrir þessa viðleitni eru fjölmargir vanmáttugir og ófærir um að leggja sitt af mörkum. En við sem tilbiðjum Guð vonarinnar vitum að þar sem er kross, þar er upprisa. Sem kristið fólk erum við kölluð til þess að lifa í þeirri von sem Kristur gaf okkur, og bera þann vitnisburð okkar neyðar- og sorgartímum.

Á þessari lönguföstu býður Alkirkjuráðið meðlimakirkjum sínum og öllum kristnum mönnum og konum að biðja með okkur sunnudaginn 29. mars. Þá biðjum við fyrir öllum þeim sem hafa borið skaða vegna þessara átaka. Við óskum þess sérstaklega að beðið sé fyrir Írak, Sýrlandi, Líbýu og Egyptalandi, löndum þar sem kristið fólk hefur búið og borið vitnisburð síðan Drottinn holdgerðist í Jesú Kristi, og hvaðan góðu tíðindin hafa breiðst út um veröld alla.

Við erum kölluð til þess að biðja án afláts og megi það verða til þess að raddir okkar heyrist, í von okkar og þrá fyrir réttlæti og friði.

Birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. mars 2015. Þýðing: Guðmundur Björn Þorbjörnsson

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 1394.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar