Trúin og lífið
Lífið og tilveran


Leita

Anna Lilja Steinsdóttir

Hjálpið okkur að hjálpa öðrum

Ég er í ungmennaráði í Æskulýðsfélaginu saKÚL í Árbæjarkirkju. Við sem erum í ungmennaráðinu tökum þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum um starfið í vetur í saKÚL með leiðtogum okkar. Æskulýðsfélagið okkar heitir reyndar Lúkas en við í ungmennaráðinu ákváðum að það væri meira töff að lesa það aftur á bak.

Okkur langar að gera góðverk og skemmta okkur í leiðinni. Því ætlum við í æskulýðsfélaginu saKÚL hinn 15. nóvember næstkomandi að halda Biblíumaraþon og lesa Lúkasarguðspjallið í tólf tíma. Peningurinn sem við söfnum rennur til tækjakaupa á Landspítalanum svo hægt sé að kaupa línuhraðal, eins og Agnes biskup biður okkur um. Við þekkjum flest einhvern sem hefur fengið krabbamein og ef við getum hjálpað fólki með krabbamein og öðru fólki í vanda erum við alveg til í það.

Við skorum á önnur æskulýðsfélög að gera slíkt hið sama og reyna að safna meiri peningum en við í saKÚL.

Maraþonið hefst 15. nóvember klukkan 22.00 og stendur til klukkan 10.00 um morguninn. Við yrðum rosalega glöð ef fólk gæti styrkt okkur með áheitum og hjálpað okkur að hjálpa öðrum.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 1760.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar