Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Skúli Sigurður Ólafsson

Bjartsýni í kjölfar landsmóts

Messa við lok landsmót ÆSKÞ 2013

Þessi orð eru rituð nú þegar landsmót Æskulýðsambands þjóðkirkjunnar er nýafstaðið og rútur hafa skilað hópum ungmenna til síns heima, víðsvegar að um landið. Við sem urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá þessa góðu gesti erum full þakklætis og gleði yfir því að hafa fengið að taka þátt í þessum viðburði, en mótið fór að þessu sinni fram í Keflavík. Sú kennd sem sterkast lifir í brjóstum okkar er þó líklega bjartsýni. Ekki var annað hægt en að fyllast vongleði til komandi tíma þegar horft var yfir salinn þéttskipaðan ungu fólki sem var komið saman til þess að lofa Guð og þjóna náunganum. Yfirskriftin var „Energí og trú“ en í poppbænum hefur heiti þess dægurlags verið notað yfir þjónustu Keflavíkursóknar við ungt fólk í atvinnuleit.

Það fór ekki á milli mála að margar kærleiksríkar hendur höfðu lagt mikið á sig við undirbúning þessa móts. Í heilt ár hafði stjórn ÆSKÞ staðið í ströngu við að tryggja að dagskráin verði sem best úr garði gerð. Fjölmargir lögðu fram krafta sína í sjálfboðinni þjónustu. Þess ber einnig að geta að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ veittu verkefninu myndarlegan stuðning og gekk bæjarstjórinn í hóp sjálfboðaliða sem héldu utan um ýmsa þætti framkvæmdarinnar.

Framtíð þjóðkirkjunnar er björt ef tekst að halda áfram á þessari braut. Í þeim stóra hópi sem fyllti íþróttahúsið að Sunnubraut í Keflavík leynast vafalítið leiðtogar sem eiga eftir að stýra kirkjunni inn í nýja tíma þar sem kröfurnar verða sífellt meiri en tækifærin að sama skapi einnig.

Við þökkum fyrir innblásturinn, lærdóminn og hvatninguna sem dagskráin skilur eftir og óskum Ísfirðingum til hamingju með að eiga þetta allt eftir.

Um höfundinnEin viðbrögð við “Bjartsýni í kjölfar landsmóts”

  1. Kjalarnessprófastsdæmi | skrifar:

    […] Í pistli sínum að loknu mótinu sögðu prestar Keflarvíkurkirkju að framtíð þjóðkirkjunnar væri björt ef tækist að halda áfram á þessari braut. Í þeim stóra hópi sem fyllti íþróttahúsið að Sunnubraut í Keflavík leynast vafalítið leiðtogar sem eiga eftir að stýra kirkjunni inn í nýja tíma þar sem kröfurnar verða sífellt meiri en tækifærin að sama skapi einnig. […]

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 1694.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar