Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfundLeita

Arna Grétarsdóttir

Von

Von er lífsnauðsynleg.

Án vonar sloknar lífið, án vonar græðum við ekki sár, hvorki á líkama eða sál. Ekkert samfélag lifir án vonar sem mildilega og án átaka bendir nýjum kynslóðum veginn fram á við. Tilgangur vonar er að sýna að lífið hefur tilgang.

Von er þolgóð.

Í voninni býr gríðarlegt úthald og ef á hana er ráðist rís hún upp og mótmælir kröftuglega. Að reyna að tala von inn í eitt samfélag getur tekið hana af öðru samfélagi.
Vonin er þolinmóð og hún tekur sér þann tíma sem hún þarf.
Í auðninni má sjá litla trjáplöntu spíra upp úr engu, á sínum tíma. Mosinn hylur steininn um síðir.

Von er leyndardómur.

Vonin sér ekki morgundaginn og það er ekki vænlegt að skipta út voninni fyrir vissu. Vonin er hér og nú, vísar fram á veginn án þess að vita, án fullvissu.

Vonin er fjársjóður trúarinnar og hins dularfulla.

Von mín er sú að við sjáum í öllu því sem við glímum við í lífinu og innra með okkur sjálfum spor Guðs sem fleytir okkur áfram með mildi sinni og kærleika.

Þátt fyrir allt og vegna alls er von.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 1893.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar