Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Axel Árnason Njarðvík

Þýðingarvillur

Jólun mínum uni ég enn, -
og þótt stolið hafi
hæstum guði heimskir menn,
hef ég til þess rökin tvenn
að á sælum sanni er enginn vafi.

Þannig orti listaskálið góða, Jónas Hallgrímsson fyrir tæpum tvö hundruð árum. Ekki er gott að segja hvernig ljóðið liti út í dag væri Jónas enn að kveða.

Á öllum öldum virðast menn geta þess, að heimskir menn steli jólunum. En fleira er tekið trausta taki í krafti aflsmunar og hagsmuna. Breytir þá engu hvort rétt og satt sé eða ekki. Það er sígilt umhugsunarefni af hverju menn gera ekki það sem er rétt, satt og fagurt. Og jafnvel þó hið sanna, fagra og fullkomna er rifjað upp hver jól. Alla vega undir rós. Sjálfsagt fengi prestur að fjúka, færi hann að benda á alla ranghverfuna sem er í gangi nú um stund í háttum tíðarandans. Öruggara að benda á löngu liðið ef ske kynni að það opnaði augu fólksins.

Eitt lítið orð gæti hjálpað til í þessu. Reyndar er að aðeins eitt nafn. Júnía sem svo er nefnd í nýju Biblíuþýðingunni en hún, var hann Júnías, í eldri þýðingum öldum saman. Hún er sögð hafa skarað fram úr postulunum og gengið Kristi á hönd á undan sjálfum Páli postula. Júnía þessi bar nafnbótina postuli og segir það mikið um stöðu hennar, störf og gildi. En öldum saman var Júnía gerða að karli í þýðingum á Rómverjabréfinu 16.7 með afleiðingum fyrir konur allra alda. Kannski var það sem við köllum pólitískur rétttrúnaður sem tryggði þessa þýðingarvillu. Eða var þar vald að verki sem menn vildi tryggja sér og viðhalda?

Tíminn fyrir jól og jólin sjálf beina því til okkar að leita að þýðingarvillum í lífi okkar. Skoða aftur og enn á ný það sem blasir við hverjum og einum. Greina og reyna að komast á bak við það sem hulið er og … Ef þér leitið mín munuð þér finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjart læt ég yður finna mig, segir Drottinn. (Jer. 29.13)

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2285.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar