Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Bernharður Guðmundsson

Lausn á luxusvandamáli

Gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnarÞað gerist gjarnan þegar komið er fram á eftirlaunaskeiðið, að fólk fer að minnka við sig húsnæðið þótt sömu húsmunirnir séu til staðar. Það felur venjulega í sér að allir veggir nýja húsnæðisins eru þéttsettir myndum og myndverkum, kertastjakar, styttur, skálar og vasar fylla gluggakistur og borð og bókahillurnar svigna, því að fækka varð skápunum. Ég minnist nú ekki á fataskápa og aðrar slíkar hirslur.

Svo á blessað fólkið afmæli, stórafmæli og bjóða til fagnaðar og þá blasir við vandi boðsgestanna: Hvað á að gefa vinafólkinu, það á allt! Ég var svo heppinn fyrir skemmstu að detta niður á lausn á þessu luxusvandamáli.

Ég gaf tiltekna gjöf og þegar afmælisbarnið 75 ára kvaddi okkur með þakkarræðu , þakkaði hún sérstaklega fyrir mína gjöf: ” Ég er himinglöð að þetta afmæli mitt var þá einhverjum til verulegs gagns, mætti ég fá meira af slíku”

Gjöfin mín var gjafabref frá Hjálparstarfi kirkjunnar um Frelsun barns úr skuldaánauð.

Síðan hef ég uppgötvað að hægt er að nota gjafabréfin við margvíslegustu tækifæri, sem jólagjöf, sem samúðarkort , sem samfagnaðarkort etc. Þar gefst tækifæri til að skrifa nokkur persónuleg orð og úrvalið er mikið og auðvelt að finna gjafaefni sem hæfir tilefninu. Það er hægt að kaupa geitur, hænur, saumavél, vatnssbrunn, trjáplöntur til gróðursetningar, grænmetisgarð og jafnvel eitt það alnauðsynlegasta í heilsuvernd í Afríku, þótt ekki kunni kannske allir að meta það hérlendis sem samfagnaðargjöf, nefnilega kamar !

Kortin eru af ýmsun verðflokkum sem hæfa allra pyngjum.

Ég kem reglulega á aðalstöðvar Hjálparstarfsins og birgi mig upp af kortum. Þar með er horfið kvíðaefnið hvað eigi að kaupa handa þeim sem allt eiga, eða eru í þörf fyrir samúð eða samfögnuð. Það sparar tíma að eiga kort á lager. Gjafabréfin vekja ævinlega miklar þakkir.

Er það ekki allra hagur að nota gjafabréf Hjálparstarfsins í samskiptum við annað fólk?

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 1895.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar