Á aðventunni standa mörg ný fráskilin hjón og pör frammi fyrir þeirri ákvörðun um hvort þau eigi að eyða jólunum saman eða ekki. Það virðist vera algeng trú fólks að það sé alltaf börnunum fyrir bestu að foreldrarnir haldi fyrstu jólin eftir skilnaðinn saman. Flest berum við þá von í brjósti að við getum öll verið vinir, alltaf. Líka þegar við höfum nýlega slitið sambandi eða hjónabandi og erum stödd í miðju sorgarferli. Jafnvel þótt hætta sé á bakslagi ef við förum að leika fjölskyldu á aðfangadagskvöld.
Áður en ákvörðun er tekin er gott að svara eftirfarandi spurningum:
Aðeins er góð ástæða til að eyða aðfangadagskvöldi saman ef skilnaðurinn hefur gengið vel og á milli ykkar ríkir góð sátt um flesta hluti. Það á einnig við ef ykkur finnst ánægjulegt að eyða saman kvöldstund og tekst það án þess að særa hvort annað.
Ef aðstæður eru ekki þannig eru litlar sem engar líkur á því að það sé börnunum fyrir bestu að foreldrarnir eyði jólunum saman. Börn eru yfirleitt sérfræðingar í að geta sér til um líðan foreldra sinna og taka vanlíðan þeirra gjarnan inn á sig.
Því erum við mun betri foreldrar ef við erum einlæg gagnvart sjálfum okkur og börnunum okkar og tökumst á við raunveruleikann eins og hann er. Það kemur að því að við getum ekki eytt jólunum saman lengur og einhvern tíma þarf að byrja. Oft alveg eins gott að byrja strax því annars er hætta á að við séum bara að setja á svið jólaleikrit sem engum líkar.
Einnig birt á vef Guðrúnar.
Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2246.