Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Sigrún Óskarsdóttir

Japanskur vitnisburður frá Kólumbíu

Undanfarin ár hef ég verið svo lánsöm að kynnast lútherskum konum víða að úr heiminum vegna starfa minna á vegum Lútherska heimssambandsins. Ég hef verið fullrúi Þjóðkirkjunnar í WICAS (women in church and society) og gegnt formennsku Norðurlandadeildarinnar frá 2004. Vikuna 10.-17. júní tók ég þátt í alþjóðlegum fundi í Bógóta í Kólumbíu, fyrst þriggja daga kvennafundi og svo sem áheyrnarfulltrúi á stjórnarfundi LH þar sem Magnea Sverrisdóttir djákni á sæti.

Við komum saman 13 konur með ólíkan bakgrunn en sameiginlega trú og vilja til að starfa í þágu kirkjunnar okkar í nafni Jesú Krists. Sögur kvennanna snertu mig. Ég ræddi mikið við japanska fulltrúann, Kyioe Narita. Ég gat sagt henni hvað Toshiki Toma og Miyako Þórðarson sem bæði koma frá Japan og hafa gegnt prestsþjónustu í Þjóðkirkjunni hafa auðgað hana.

Hún sá um morgunbænir einn morguninn og ég bað hana að fá að skrifa lítinn pistil á tru.is um vitnisburð hennar. Hér koma orðin hennar sem hún hugsaði á japönsku, flutti á ensku og ég þýði hér með á íslensku:

Áður en ég hef þessa morgun bæn vil ég þakka Guði fyrir að gefa mér þetta tækifæri. Ég er kristin og er frá Japan. Guð gaf mér góða kirkju þar sem ég var skírð þegar ég var tvítug, fyrir rúmlega þrjátíu árum. Svo nú vitið þið hvað ég er gömul.

Ég giftist kristnum manni, en þeir eru ekki margir í Japan. Við eigum þrjú uppkomin börn. Þau voru öll skírð sem ungabörn. Nú eru þau sjálf að leita að tengslum við Guð á sínum forsendum. Guð er mér góður.
Nú eru fimmtán mánuðir frá 11. mars þegar stóri jarðskjálftinn og fljóðbylgjan reið yfir Japan. Ég var stödd á fundi í Malasíu þegar það gerðist. ÉG er þakklát fyrir einlægar bænir fyrir Japan á fundinum sem ég tók þátt í. Það hefur reynt mikið á okkur öll að vita hvernig þessar hörmungar hafa breytt lífi þeirra sem bjuggu á svæðinum þar sem hamfarirnar dundu á. Yfir 20.000 fórust og fjöldi manns neyddist til að yfirgefa heimili sín vegna ótta við geilsun.

Við erum þakklát í fyrir allar bænir og aðstoð sem Japanir hafa þegið viða að úr heiminum. Á vegum LH hefur lúthersku kirkjunni í Japan borist ómetanlega aðstoð. Reynt hefur verið eftir föngum að aðstoða fólk með matargjöfum, hjálp við að þrífa heimilin og ræða við fólkið sem þjáist.
Ég var skelfingu lostin og ég hef stundum hugsað: hversvegna þurfti þetta fólk að lenda í þessu? Venjulegt fólk sem lifði einföldu lífi.

Ég trúi að Jesús þjáist með fólkinu. En ég átti erfitt með að finna leið til þess að deila þeirri sýn minni með fólkinu sem er enn í sorg. Þá heyrði ég sögu. Einn sjálfboðaliðanna okkar fór á hamfarasvæðið að taka til. Við sáum í sjónvarpinu hvað eyðileggingin var skelfileg. En þó var mun verra að vera á staðnum vegna lyktarinnar. Sjálfboðaliðinn var í áfalli og hélt að hún kæmist ekki í gegnum þetta. Þá heyrði hún annan sjálfboðaliða segja: „Jesús er hér á þessum stað“. Hún var sannfærð um að þannig var það og Jesús þjáist mest.

Við getum ekki öll verið á staðnum, en við getum beðið fyrir þeim sem þjást. Já, Guð hefur sína áætlun og með kærleika sínum mætir hann fólki. Þetta er vitnisburðurinn ekki aðeins í Japan heldur allsstaðar í heiminum. Okkur hefur skilist að allt sem snertir líf okkar og efnisleg gæði er tímabundið. Við erum hér í dag en getum verið farin á morgun. Við vitum það ekki.

Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að það er eitt sem aldrei riðar til falls en er ávallt til staðar. Það er kærleikur og náð Guðs sem sendi okkur einkason sinn.

Ég bið fyrir hjálparstarfsfólki á vegum Lúhtersku kirkjunnar, ég við Guð að leiða þau til þjónustu ið fólkið sem þjáist. Þau þjást ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega og þurfa á von og kærleika að halda sem þau geta fengið í gegnum Jeús Krist.

Fimmtán mánuðum eftir hamfarirnar veit ég að ég get beðið fyrir þeim sem þjást og ég hef þörf fyrir að finna að Jesús gengur með mér hvort sem er þegar vel gengur eða illa. Við getum ekki öll verið á staðnum þar sem hörmungar eða hamfarir verða það á jafnt við um Japan og annarsstaðar í heiminum. En við getum verið með Jesús sem elskar okkur og þykir vænst um okkur.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3041.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar