Trúin og lífið
Lífið og tilveran


Leita

Baldur Kristjánsson og Sigrún Óskarsdóttir

Börnin okkar

Velferð barna er eitt af því sem sameinar okkur í samfélagi sem stundum virðist einkennast af átökum og óeiningu. Ekki bara velferð okkar eigin barna heldur allra barna í samfélaginu og ef út í það er farið allra barna í veröldinni.

Eftir Hrun hefur verið skorið niður á flestum sviðum og við höfum minna milli handanna en áður. Nú er mikilvægara en oft áður að huga að því að börnin verði fyrir sem minnstum skaða.

Í áhættuhópi eru börn efnaminni foreldra, börn lágtekjufólks sem eru oft einstæðir foreldrar, öryrkjar, innflytjendur og atvinnulausir, svo nokkrir hópar séu nefndir.

Það er alvarlegt þegar börn verða fórnarlömb efnahagsástandsins og þurfa að sitja hjá í íþróttum, tónlist eða öðrum áhugamálum sem tekið er gjald fyrir. Eitt það fyrsta sem fátæktin tekur er sumarfríið. Börn fara á mis við að eyða vikum með foreldrum og systkinum án kvaða hversdagsins.
Með þetta í huga hefur Þjóðmálanefnd þjóðkirkjunnar tekið saman nokkrar ráðleggingar og sent starfsfólki og sjálfboðaliðum í kirkunni, leiðtogum í íþróttahreyfingu og samfélagi, s.s. sveitarstjórnarfólki og alþingisfólki. Við biðjum þau sem við taka og og öll þau sem starfa með börnum og fyrir börn að hafa hag barna alltaf í huga í starfi safnaða, skóla, íþrótta- og tómstundafélaga. Við hvetjum sveitarstjórnarmenn og alþingismenn að hafa hag barna ávallt í huga við setningu og framkvæmd löggjafar. Við bendum á leiðir og við hvetjum.

Kirkjan á alls staðar erindi en fyrst og síðast vill hún vera rödd þeirra valdalausu í veröldinni. Börnin eru í þeim hópi. Það er gríðarlega mikilvægt að börnin okkar, öll börnin okkar, alist upp umvafin elsku og hlýju og eigi jafna möguleika til þroska og lífsgæða. Setjum því velferð barna í forgang.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 1188.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar