Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfundLeita

Benedikt Jóhannsson

Sama sagan

Í Aþenu þeir áttu
sér ofur vitran mann.
Þar Sókrates hann sagði
þeim sáran sannleikann.
Með lygi og beisku eitri
Þeir líflétu hann.

Í Ísrael þeir áttu
svo undur góðan mann.
Hann kom á meðal fólksins
og kenndi’ um kærleikann,
en kallað var af lýðnum:
Já, krossfestið hann!

Í fjölmiðlum þeir vilja
nú finna nýjan mann,
sem á sínu sviði
sitt hvað gagnlegt kann,
í beinni útsendingu
svo ærusvipta hann.

Og þannig sama sagan
síendurtekin er.
Meiri hasar heimtar
múgsins æsti her.
Kannski kemur röðin
kæri minn að þér
– og mér.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2452.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar