Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfundLeita

Árni Svanur Daníelsson

Biskupinn skimaður

Átta af tíu

Á vefnum skimum við, lesum hratt yfir síður og stundum bara fyrirsagnirnar. Þetta vita þau sem skrifa á vefinn. Þess vegna leggja netpennar sig fram um að skrifa grípandi fyrirsagnir og byrja fréttir, pistla og bloggfærslur á setningum og málsgreinum sem fanga athyglina og draga efnið saman þannig að það mikilvægasta komist til skila.

Þetta gerir líka þá kröfu að fyrirsagnir séu nákvæmnar og byggi á staðreyndunum sem hver frétt fjallar um. Ónákvæm túlkun í fyrirsögn fréttar sem er skimuð en ekki lesin leiðir lesendur á villigötur.

Tökum dæmi.

Laugardaginn 2. júlí birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins sem byggir á þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt var um afstöðu til þjóðkirkjunnar. Fyrirsögnin er:

8 af hverjum 10 óánægðir með biskup

Fyrsta málsgreinin er svona:

„Aðeins tæplega 19% landsmanna eru ánægðir með störf Karls Sigurbjörnssonar, biskups. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup. Átta af hverjum tíu eru því óánægðir með störf hans eða taka ekki afstöðu.“

Fyrirsögnin er því ekki bara ónákvæm, hún er röng. Þjóðarpúlsinn leiðir ekki í ljós að 80% landsmanna séu óánægðir með störf Karls biskups. Hann leiðir í ljós að 18% landsmanna eru ánægðir með störf hans (frekar, mjög og að öllu leyti ánægð), 30% taka ekki afstöðu og 52% eru óánægðir með störf hans (frekar, mjög eða að öllu leyti).

Það er slæmt að aðeins tæp 20% séu ánægð með störf biskupsins, en Fréttastofan þarf ekki að ýkja óánægjuna. Það gerir fréttina ranga í augum þeim sem skima hana. Það sýnir biskupinn og Fréttastofuna í neikvæðu ljósi. Það gæti leitt til þess að við treystum síður Fréttastofunni og biskupinum.

Um höfundinn2 viðbrögð við “Biskupinn skimaður”

 1. Árni Svanur Daníelsson skrifar:

  Ég hafði samband við Fréttastofu Rúv í dag. Þar var tekið undir að fyrirsögn fréttarinnar væri röng. Leiðrétting birtist á vef Rúv eftir hádegi í dag http://www.ruv.is/frett/leidretting-19-anaegd-med-biskup-0.

 2. Torfi Stefánsson skrifar:

  Þessi leiðrétting er frekar klén hjá Fréttastofunni, sjá http://www.ruv.is/frett/leidretting-19-anaegd-med-biskup-0
  Sem er rétt slóð (punktinum ofaukið hjá Árna Svan hér að ofan).
  En samt mikilvægt að leiðrétta svona neikvæðan fréttaflutning sem Kristinn Gunnarsson fyrrv. alþingismaður vakti fyrstu manna athygli á:
  http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1427

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3043.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar