Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfundLeita

Toshiki Toma

Aðstoð við innflytjendur í hversdagslífi

Ég fæ nú mjög margar fyrirspurnir frá Íslendingum um japönsku sem leggja stund á tungumálið. Japanskan er nokkuð vinsælt tungumál meðal ungra Íslendinga og hefur verið kennd í HÍ og nokkrum menntaskólum undanfarin ár.

Þegar slíkar spurningar eða beiðnir um yfirlestur berast, reyni ég alltaf að svara og útskýra eins vel og mér er kostur. Í fyrsta lagi er það vegna þess að mér líkar vel að fólki sýni móðurmáli mínu og menningu áhuga en það er einnig vegna þess að ég er svo þakklátur fyrir þá aðstoð sem ég fæ við íslenskuna frá vinum mínum að ég vil gera hið sama fyrir Íslendinga sem eru í svipaðri stöðu.

Í hvert sinn sem rætt er um lífskjör innflytjenda á Íslandi eru rædd er bent á mikilvægi þess að þeir hafi kunnáttu í íslensku máli: Íslenskt tungumál er lykillinn að samfélaginu og þess vegna eigi innflytjendur að læra það. Ég er sammála þessari ábendingu á eftirfarandi grundvelli. Íslenskan er hagnýtt verkfæri til að lifa á Íslandi og er hluti af menningarlegum kjarna Íslendinga. Langflestir Íslendinga óska þess að hún verði einnig tákn sem sameinar fjölmenningarlegt samfélag.

En að sjálfsögðu hefur þetta mál –að innflytjendur skuli læra íslenskt mál– tvær hliðar, önnur er sú að sérhver innflytjandi leggur það á sig að læra hana í námi og hin að samfélagið býr til umhverfi þar sem innflytjendur geti lært íslenskuna án erfiðleika.
Og þarna skiptist málið enn í tvennt. Annað er verkefni sem veitir aðstoð á stjórnsýslustigi og hitt er aðstoð í hversdagslífi almennings. Til aðstoðar á stjórnsýslustigi gæti falist t.d. að skipuleggja íslenskunámskeið án of mikils kostnaðar, eða að hika ekki við að bjóða innflytjendum í útvarpsþátt svo að almenningur venjist að hlusta á íslensku með hreim.
Að mínum mati hefur orðið mikil og jákvæð breyting á síðustu tíu árum þótt staðan sé ekki fullkomin.

En hvað um aðstoð við innflytjendur í hversdagslífi þeirra? Í henni hlýtur að felast ýmiss konar aðstoð við innflytjendur eins og að leiðrétta villur í málfræði eða að sýna þolinmæði og að veita hvatningu þegar þeir reyna að tala á íslensku. En mig langar hér að leggja áherslu á aðstoð í yfirlestri. Það er sérstaklega mikilvægt að því að það tengist því að innflytjendur geti tjáð sig milliliðalaust og sagt skoðun sína í samfélaginu.

Eins og ég sagði í upphafi, þá fæ ég daglega aðstoð íslenskra vina minna en aðstoðin varðar helst yfirlestur greinargerðar eða ræðna sem ég skrifa á íslensku. Ég get bjargað mér í því að skrifa á íslensku án yfirlesturs þegar um er að ræða óformlegan vettvang eins og Facebook eða blogg. En það gengur ekki þegar ég skrifa efni til dagblaðs eða prédika. Það verður að vera á almennilegri íslensku. Ég er svo lánsamur að vera með gott fólk í kringum mig sem veitir mér ávallt aðstoð við yfirlestur. Þeir meira að segja gera það góðfúslega og vilja ekki neina umbun fyrir utan ánægjunnar að veita aðstoðina. Án aðstoðar þeirra get ég ekki unnið almennilega.

Meiri raddir innflytjenda skuli heyrast!

Mér sýnist þátttaka innflytjenda í umræðu í samfélagslegum málum enn lítil. Hún ætti að vera meiri. Ég þekki marga og kynnist oft innflytjendum sem hafa prýðilega skoðun á einhverju málefni en þora ekki að skrifa hana niður og senda til dagblaðs eða vefmiðils því þeir eiga erfitt með að fá einhvers til þess að lesa yfir og fínpússa íslenskuna.
Afleiðingin er sú að raddir innflytjenda heyrast aðeins fjölmiðlarnir ákveða að taka viðtal við þá þegar eitthvað gott (eins og fjölmenningarhátíð) eða slæmt (eins og glæpur) er á dagskrá. Þetta virkar eins og einstefna og innflytjendur geta ekki ýtt sér til fjölmiðlanna. Þessa stöðu þarf að bæta.

Að mínu mati er íslenska samfélagið ekki orðið fjölmenningarlegt enn í því samhengi að ríkjandi tungumál hindrar innflytjendur að tjá sig. Raddir þeirra speglast því ekki í samfélaginu. Ég er hins vegar fullviss um það að það myndi breytast mjög ef Íslendingar hvettu innflytjendur til þess að skrifa skoðanir sínar í dagblöð og vefmiðla, sem og ef þeir myndu bjóða innflytjendum aðstoð í yfirlestri.

Að lokum langar mig að segja þetta til þess að forðast misskilning: Innflytjendur sjálfir bera vitaskuld einnig ábyrgð á málinu. Maður getur tekið hest til lindar en ekki hægt að neyða hann til að drekka vatn. Það er gagnkvæm virkni – að læra íslensku og að veita aðstoð við það. Þetta má ekki gleymast í umræðu sem varðar innflytjendur og íslenskunám þeirra.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2334.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar