Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Kristín Þórunn Tómasdóttir og Árni Svanur Daníelsson

Smokkar og trúfesti eru forvarnir í þágu lífsins

Zimbabwe choir sings

Árlega smitast 2.7 milljónir manna af HIV veirunni. Á hverjum degi smitast 3700 fullorðnir, 2500 ungmenni og 1200 börn. Langflestir þeirra sem eru sýktir og deyja úr sjúkdómnum búa í Afríku sunnan Sahara. Eitt af því sem kirkjan í heiminum starfar við er að berjast við HIV/AIDS faraldurinn sem ógnar lífi og heilsu milljóna manna út um allan heim. Lútherskar kirkjur, og samtök þeirra, Lútherska heimssambandið, eru þeirra á meðal sem starfa í samfélögum sem hafa orðið illa úti vegna sjúkdómsins.

Lútherska heimssambandið hefur lengi lagt áherslu á fræðslu og ráðgjöf í samfélögum sem verða illa úti vegna sjúkdómsins. Í nýju átaki skuldbinda lútherskar kirkjur til að sinna sérstaklega fræðslu og samtali um forvarnir af öllum gerðum. Átakið ber yfirskriftina „HIV forvarnir – í þágu lífsins“ og eru aðildarkirkjur LH hvattar til að beita öllum ráðum til að bjarga lífi með því að nefna hlutina sínu rétta nafni.

HIV veiran smitast fyrst og fremst með kynmökum. Það reynist erfitt í mörgum samfélögum að tala um kynlíf í sambandi við forvarnir gegn HIV. Kirkjurnar hafa sérstaklega átt erfitt með að horfast í augu við að neikvæðar hugmyndir um kynlíf og kynhneigð eru afar skaðlegar þegar kemur að því að berjast við HIV/AIDS.

Þar sem rétt og stöðug notkun smokksins hefur reynst áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir HIV smit í gegnum kynmök er það hlutverk kirknanna að minna á hana í forvörnum og fræðslu.  Öruggara kynlífi er lifað með því að vera trúr maka sínum, halda sig frá kynlífi alveg, og með því að nota smokkinn á réttan hátt.

Það er ekki síst ábyrg umræða um notkun smokksins í forvörnum sem átakið setur á oddinn en einnig hvatning til kirknanna að nálgast samtalið um kynlíf almennt með opnari, jákvæðari og skilningsríkari huga og hætti, þannig að trúin verði varnarþáttur í lífinu hér og nú.

Nánar

Efni um HIV/AIDS á vef Lútherska heimssambandsins

Raddir frá kirkjum LH um allan heim

Kirkjurnar eru kallaðar til að berjast gegn HIV/AIDS

Betseranai kórinn frá Zimbabwe syngur á heimsþingi LH í sumar. Kórinn er skipaður fólki sem HIV jákvætt.

Aðventa á tímum alnæmis, aðventudagatal Evangelical Advocacy Alliance

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3119.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar