Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Anna M. Þ. Ólafsdóttir

Gleði í gosflösku

Jólaljós

Í miðjum jólaundirbúningi Hjálparstarfs kirkjunnar, þegar jólasöfnunin okkar er í fullum gangi og örtröð í umsóknum um aðstoð hér heima, þá er ég búin að hafa spurningu á heilanum, líklega úr einhverju jólalagi: Hvað eru jólin fyrir þér?

Ein gosflaska

Lýsing stelpu frá Úganda sem heimsótti okkur í október kemur alltaf upp. Galtómur kofi og þrjú svöng systkini. Jólakötturinn sleikir út um. Stelpan er að koma heim í jólafrí úr skólanum sem hún fékk hjálp til að sækja. Enginn matur, en nokkrir aurar til. Afgangur af rútufargjaldinu. Og hún ákvað ákvað að kaupa gosflösku. Eina. Hún átti ekki fyrir meiru. Svo sátu þau öll fjögur í hring og skiptust á að súpa. ÞETTA voru sko jólin!

Hvað eru jólin þér?

Ég spyr fólk sem les: Hvað eru jólin þér? Ef það er að geta hjálpað öðrum, þá bíður valgreiðsla í heimabankanum þínum. Með henni hjálpar þú bæði hér heima, um ráðgjöf og efnislega aðstoð, og líka munaðarlausum börnum. Þau aflögufæru eru von þeirra sem eiga ekki á neinn að treysta. Ætlum við glæða vonina? Eða ætlum við að sjá hana fjara út eins og logann á eldspýtunum í frægri sögu. Hljómar dramatískt en er ekki flókið. Hvað ætlar þú að gera? Að hverju verða jólin í huga barna þinna? Þar ræður þú miklu um.

Gefðu von

Á gjafabréfasíðunni www.gjofsemgefur.is eru 35 gjafir frá 1.300 kr. til 150.000 kr. Sú ódýrasta lætur lítið yfir sér en sparar svo mikla vinnu og hlífir auk þess umhverfinu að verðgildið margfaldast. Þetta eru sparhlóðirnar góðu. Þú gefur einhverjum kærum gjafabréf af síðunni, með fallegri kveðju. Gjöfin nýtist svo þriðja aðila í Afríku, á Indlandi eða hér heima. Við komum henni til skila.

Svo má hringja í söfnunarsímann 907 2002. 2.500 kr. renna til aðstoðar heima. Eða 907 2003 og gefa til verkefna erlendis. Ef þú leggur inn: 0334-26-50886 kt. 450670-0499 skiptist upphæðin jafnt, innanlands og utan. Við þiggjum líka alltaf sjálfboðaaðstoð. — Anna M. Þ. Ólafsdóttir

Nánar á help.is og gjofsemgefur.is.

Þessi pistill birtist fyrst í desemberhefti Víðförla, fréttabréfs þjóðkirkjunnar. Hægt er að lesa Víðförla á vefnum.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2273.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar