Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Þórhallur Heimisson

Hin mikla gjá stéttaskiptingarinnar

Stundum líður mér í mínu starfi sem sóknarprestur eins og ég sé staddur í tveimur samfélögum.

Og mikil gjá er staðfest í milli þeirra.

Ég hitti mikinn fjölda af fólki á hverjum degi úr báðum samfélögum.

Aðra stundina hitti ég einstaklinga sem eiga ekkert sér og sínum til framfærslu þann daginn. Þeim hefur jafnvel verið vísað af bönkum eða úr Félagsþjónustunni til kirkjunnar í matarleit. Það er auðvitað ekki gert opinberlega, en gott starfsfólk á báðum stöðum sem ekkert getur hjálpað vegna laga og reglna, getur ekki horft upp á alsleysið án þess að reyna eitthvað. Og vísar því á kirkjuna.

Hina stundina hitti ég einstaklinga sem eiga allt til alls, skreppa til útlanda í verslunarferðir eins og ekkert væri í hverjum mánuði, kaupa dýra bíla, fatnað og „dót“ og lifa hvern dag í dýrlegum fögnuði.

Milli þessara samfélaga hangir meirihlutinn sem óttast hverja stund að falla niður í samfélag alsleysisins.

Það erum við sem höfum búið þessi tvö samfélög til. Gleymum ekki því.

Það erum við sem viðhöldum þeim. Gleymum ekki því.

Og það er enginn nema við sem getum brúað bilið milli þeirra. Gleymum ekki því.

Okkar er ábyrgðin.

Um höfundinn2 viðbrögð við “Hin mikla gjá stéttaskiptingarinnar”

  1. Elena Teuffer skrifar:

    Og? Hvaða ályktanir dregur þú af þessu? Hvað er til ráða? Ertu með uppástungur, hvernig megi breyta þessu?
    Mig vantar lausnir, skríðandi smáum saman niður í fyrsta hóp…

  2. Þórhallur Heimisson skrifar:

    Það þarf að gjörbylta því hvernig við hugsum samfélagið með nýjum lögum og nýrri skipan mála

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2814.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar