Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Guðrún Karls Helgudóttir

Góðgerða – spinning

Góðgerðaspinning í World Class

Í miðri kreppunni,

þegar fréttir um biðraðir eftir mat hjá hjálparstofnunum standa sem hæst,

þegar fréttir um fjöldauppsagnir birtast dag eftir dag,

þegar tekist er á um niðurskurð og skattahækkanir,

gerist eitthvað gott.

Þegar neyðin er stærst kemur eðli manneskjunnar í ljós og það er harla gott. Eftir því sem líður á kreppuna og blankheitin verða viðvarandi hjá fleirum kemur betur í ljós hvað Íslendingar eru hjálpsamir og þola illa að horfa upp á neyð náungans.

Nú er það spinning - kennari í World Class í Laugum sem hefur tekið sig til og ætlar að bjóða upp á góðgerðatíma í spinning allan nóvember mánuð. Safnað verður fyrir fátækum barnafjölskyldum á Íslandi. Söfnunarbaukur verður við dyrnar og þau sem eiga afgang eru hvött til þess að deila með sér. Birgir mun sjálfur gefa 100 þúsund krónur og líkamsræktarstöðin mun gefa 100 þúsund krónur á móti.

Þörfin er mikil og það er von Birgis að þessi söfnun muni auðvelda nokkrum barnafjölskyldum að njóta jólahátíðarinnar.
Nú er hægt að slá tvær flugur í einu höggi; koma sér í form fyrir jólin og láta gott af sér leiða.

Um höfundinn2 viðbrögð við “Góðgerða – spinning”

 1. Torfi Stefánsson skrifar:

  Mikil er gæska mannanna.
  Samt verð ég að játa að þetta með góðgerðastarfsemina orkar mjög tvímælis á mig. Skrítið að velferðarkerfið geti ekki séð til þess að fólk fái lifað af þeim stuðningi sem kerfinu er ætlað að veita þegar á bjátar í lífi fólks (vegna atvinnuleysis, veikinda, aldurs eða örorku).
  Er að lesa um íslenskan prest sem skrifaði mikið um þjóðfélagsmál á kreppuárunum um og upp úr 1930. Hann var ekki par hrifinn af ömusugjöfum.

  Leyfi mér að birta nokkur dæmi hér og tek það fram að ég er honum innilega sammála:
  Góðgerðasemin “sýgur næringu af eymdinni og blæs hel-gusti smánar og niðurlægingar á hvert það böl, sem hún nálgast.”
  Hér á kristindómurinn stóra sök á að mati klerks. Hann grundvallist ekki á “hugsjón fullkomins réttlætis, heldur á þjáningu, miskunnsemi, góðgerðarsemi, friðþægingu og náð.”

  En sem betur fer sé þetta að breytast: “Fátæklingar taka óðum að hafna ölmusunum sem móðgun.”
  Og þeir sem eiga allt eru farnir að skilja að ekki sé hægt til lengdar að nota góðgerðastarfsemina sem “friðþægingu eða þægilegt hressilyf fyrir hugi sína.”

  Vonum að þessi upplifun manna fyrir 80 árum megi einnig verða okkar upplifun og það sem allra fyrst.

 2. Kristín Þórunn skrifar:

  Góðgerðastarf og góðgerðaátök - hvort sem er spinning í þágu barnafjölskyldna eða rannsókna á brjóstakrabbameini - hafa margar hliðar.

  Góðgerðastarf kemur ekki í staðinn fyrir velferðarkerfi eða réttlátt samfélag. Það leysir samfélagið ekki undan þeirri skyldu að hafa velferð og öryggisnet í lagi.

  Kannski er eitt mesta gildi góðgerðastarfsins uppeldislegt - það er leið til að virkja einstaklinginn til að hugsa um fólk í erfiðum sporum og leggja sitt af mörkum.

  Það er gott mál.

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3494.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar