Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Kristín Þórunn Tómasdóttir og Árni Svanur Daníelsson

Þjóð, kirkja og hjúskapur

Þingvallakirkja á júníkvöldi

Um helgina tóku gildi ný hjúskaparlög á Íslandi. Fyrir það hafa Íslendingar hlotið hrós frá mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem lítur á lögin sem skref í þá átt að samkynhneigðir njóti jafnra réttinda og virðingar.

Hér á landi hafa trúfélög umboð til að gefa fólk saman í hjónaband. Þess vegna hafa þau verið virkir þátttakendur í samtalinu um hjúskaparlögin. Eðli málsins samkvæmt snertir þetta mál þjóðkirkjuna með sérstökum hætti þar sem prestar hennar framkvæma langflestar hjónavígslur sem fram fara í landinu.

Innan þjóðkirkjunnar hafa málefni samkynhneigðra verið mikið til umfjöllunar. Kirkjan hefur, eins og samfélagið almennt, þurft að horfast í augu við að margt í hennar eigin sögu hefur stuðlað að útskúfun og jaðarsetningu samkynhneigðra. Viðhorfsbreyting gagnvart samkynhneigðum hefur átt sér stað í þjóðkirkjunni, eins og í samfélaginu almennt.

Þjóðkirkja hefur ríkari skyldur við þjóðina en önnur trúfélög. Kirkja og þjóð eiga að ganga saman þegar kemur að umbótum á mannréttindum og auknu jafnrétti. Annars missir kirkjan marks sem þjóðkirkja og gerir sig að sértrúarsöfnuði. Sértrúarsöfnuður lýtur öðrum lögmálum en þjóðkirkja og getur í nafni trúar og samviskufrelsis farið aðra leið en fólkið í landinu þegar kemur að umbótum á mannréttindum.

Frá því lög um staðfesta samvist tóku gildi 27. júní 1996 hafa samkynja pör getað fengið blessun og bæn yfir samband sitt í kirkju. Frá 27. júní 2008 hafa pör getað staðfest samvist sína í kirkju. Frá 27. júní 2010 geta bæði samkynja pör og gagnkynja pör gengið í hjónaband í kirkju. Þetta er eðlileg þróun. Kirkjan er samstiga þjóðinni í umbótum á mannréttindum og velferð. Þjóð og kirkja eiga samleið þegar ný hjúskaparlög taka gildi.

Um höfundinn12 viðbrögð við “Þjóð, kirkja og hjúskapur”

 1. Gudmundur Pálsson laeknir skrifar:

  Hvad segja kristnir menn thegar ordid er, eins og allir sjá, ad ordid mannréttindi hefur verid tekid eignartaki til ad segja kirkjunni fyrir?

 2. Kristín Þórunn skrifar:

  Takk fyrir að lesa, Guðmundur.

  Mannréttindi er ekki kirkjulegt hugtak en inntakið er há-trúarlegt. Það byggir á þeirri sýn að hver manneskja sé dýrmæt og að henni beri líkamleg og félagsleg gæði.

  Kirkjan á mjög auðvelt með að taka höndum saman við aðra aðila í samfélaginu sem berjast fyrir mannréttindum, vegna þess mannskilnings sem hún byggir á, m.a. á boðskap Gamla- og Nýja testamentisins.

  Þess vegna eiga kirkjan og mannréttindi samleið.

 3. Gudmundur Pálsson laeknir skrifar:

  Mannréttindahugtakid er lögfraedilegs edlis og er ekki haegt ad nota til ad breyta kirkjunni og leidrétta eda endurtúlka Heilaga Ritningu.

  Ef thú segir thad skilur thú ekki kjarna málsins, virdingarfyllst. Thu verdur thá ad gera thad prívat kaera Kristín en ekki bjóda kristnum mönnum upp á nýkristni af thessu taginu.

  Ef thetta vaeri nú álitamál og hálf kristnin í heiminum vaeri upp í loft út af thessu? En thad er ekki thad.

  Thetta er sérstakur tilsnidinn íslenskur veruleiki, kokkadur upp engum til gagns en mörgum til tjóns. Thetta er einungis mögulegt vegna thess ad almenningur hefur misst skilninginn á kristinni kenningu og finnst thetta ekki koma sér vid.

  Og prestarnir sumir eru heldur ekki fastir fyrir heldur en adhyllast einhvers konar mannréttindakristni! Thvílíkt endemis bull sem er á ydar diskum.

 4. Kristín Þórunn skrifar:

  Takk aftur fyrir tilskrifið Guðmundur.

  Mig langar að gera orð Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, að mínum í þessu sambandi:

  „Þeir sem játa trú á Krist og leitast við að fylgja honum hljóta að viðurkenna ákveðin grunngildi og verðmæti. Þar ber hæst lotningin fyrir lífinu, kærleikur og umhyggja, svo og hugmyndin um manngildið. Hún sprettur af rótum kristinnar sköpunartrúar, að maðurinn er skapaður í Guðs mynd, til lífs í samfélagi við Guð.“
  (Karl Sigurbjörnsson: Í birtu náðarinnar, 162-163.)

  Manngildi og mannréttindi eru engin nýkristni, langt því frá, heldur í djúpum tengslum við kristna trú og kirkju.

 5. Matti skrifar:

  Er Guðmundur Pálsson læknir þá ekki kristinn?

 6. Gudmundur Pálsson laeknir skrifar:

  Til eru laeknar sem gefa sjúklingum sínum hvada eiturpillur sem vera skal til ad koma á móts vid thá. Their hafa vitaskuld algerlega tapad áttunum. Um sídir kemst alltaf upp um Tuma og hann mun á endanum engrar virdingar njóta. Slíkir kunna ekki leidbeina og segja nei, hafa ruglast í ríminu og valda fyrir bragdid stórum skada.—

  Um samkynhneigd vita vísindin lítid og um orskir hennar nánast ekkert. Hún er audvitad meinlítil og ágaetur variant í mannlífinu, thad er thó mikilvagt ad kirkjan fái hana ekki á heilann. Samkynhneigdir eru einfaldlega ámóta mikilvaegir og adrir og bara nóg med thad. Kirkjan neitar fólki um ýmislegt og á ad gera thad, hún má gjarnan fylgja sinni traustu skipan, hvetja menn til baena, yfirbóta og heilbrigds lífernis. Ekki gengur ad snúa á Gud eins og smábörn.

  Vid erum einmitt kristin vegna thess ad okkur naegir ekki lengur ad hirda um fánýti og hégóma, áródur og yfirbord.

  Upplýsingar um samkynhneigd í samfélagi okkar eru eins og menn vita á bjögudu formi umleiknar áródri og kynjapólitík.
  Aetla menn ad láta thann stundaráródur blása sig um koll eda standa föst fyrir í thví sem hefur reynst betra en gull um aldir? Ef menn telja sig hafa thá hafa greint hinn hreina tón? Thad er alls ekki víst ad hinn kristinn trúadi telji svo vera. Hann laetur sér kannski bara naegja ad “smádadra” vid almaettid og segja í ödru hvoru ordi ad menn eigi ad vera gódir hver vid annan og blanda hverju einu saman sem theim líst vel á.

  Ágaetu trúskystkin. Elskum djúpid thar sem viskan býr. Ekkert er sem sýnist í fyrstu. Genderpólitík og réttindaáródur er vita gagnslaust fyllingarefni í Heilaga Ritningu og sem lifandi ord Guds er hún thess edlis ad ef rifnir eru úr henni bútar ad mannsins vild (med róttaekri endurskodun mikilvaegra gilda) munu fleyri thraedir trosna. Thad hafa menn lengi vitad, thó ad Ordid sjálft sé vitaskuld hulid öllum mannlegum skilningi.

  Til prestanna hef ég ad lokum spurningu: Skiptir thad engu thó thid séud neydd til ad vinna rangan eid? Thid erud eina fólkid sem á trúverdugan hátt getur varid trúna? Erud thit ekki menn og konur Krists? Ekki bregdast okkur sem vonum á ykkur.

 7. Þórir Jökull Þorsteinsson skrifar:

  Sælt veri fólkið.

  Mikið er hressandi að lesa innlegg Guðmundar Pálssonar. Það er greinilegt að hann hefur ekki látið “genderpólitík og réttindaáróður” hnika sér og það er gott. Hvergi er orðið skjól fyrir skrumi af því tagi og greinilegt að margir höfundar pistla og greina vilja fleyta sér á froðubárum samsinnis í tielfni af hjúskaparlögum Jóhönnu Sigurðardóttur. Ekki síst það fólk í prestastétt sem tók kirkju sína í gíslingu vegna þessa máls og makkað hefur um á lokuðum póstlista jásystkina á netinu misserum, ef ekki árum saman. Hér er einfaldlega enn eitt siðrofið á ferðinni, sögulega og menningarlega séð. Það hefur alltaf verið freistandi að vilja líta vel út í augum samtíðarfólks og heimsins, og “vinna það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans.”

  Mannréttindahugtakið, svo nýtt sem það er í sögu mannkyns, hefur verið misnotað og bjagað mjög á síðari árum, ekki aðeins í samhengi þessa máls, heldur fjölda annarra. Það má án efa ræða um lagalegan rétt fólks til að stofna til hjúskapar, en það kemur mannréttindum eiginlega ekkert við og þaðan af síður virðingu manna fyrir samkynhneigðum. Mikill fjöldi fólks lifir saman pappírslaust og hvarflar ekki að því líta á það sem mannréttindi að giftast eða kvænast.

  Það er alger firra greinarhöfunda að nýju hjúskaparlögin treysti á einhvern hátt samleið þjóðar og kirkju. Í besta falli er það óskhyggja þeirra eða einber áróður.

  Kveðja, Þórir Jökull.

  Með kveðju, Þórir Jökull Þorsteinsson.

 8. Ragnar Gunnarsson skrifar:

  Sæl verið þið
  Vitur maður sagði víst að þegar samband kirkju og ríkis er gott er yfirleitt eitthvað að kirkjunni, þegar sambandið er slæmt er yfirleitt eitthvað að yfirvöldum.
  Varhugavert er að hamra á því að þjóð og kirkja eigi samleið þegar kemur að þeim málum sem nefnd eru. Undir það má nefnilega færa flest siðferðileg álitamál. Kirkjan hefur þá ekki neina skoðun aðra en síðustu skoðanakönnun. Skilaboðin eru þau að þjóðkirkjan sé ríkisstofnun. Nema það sé aðalmálið.
  Er nú ekki alveg óþarfi að halda áfram að stimpla fólk og aðrar kirkjur hér á landi og úti í heimi? Gamli sértrúarstimpillinn hefur ekki verið notaður mikið á liðnum árum, enda hentar hann ekki í samkirkjulegri umræðu. Hver er annars skilgreining ykkar á sértrúarsöfnuði? Ekki gleyma ykkur í því að lúthersku kirkjurnar eru fjölmennar á Norðurlöndum og nátengdar ríkisvaldinu og með sérstöðu vegna sögu sinnar. Það stefnir í að verða undantekningin.

 9. Kristín Þórunn skrifar:

  Takk fyrir athugasemdirnar.

  Í pistlinum notum við hugtakið sértrúarsöfnuður á svipaðan hátt og hugtakið “lokaðir söfnuðir” sem Karl Sigurbjörnsson notar í hirðisbréfi sínu: “Þjóðkirkjan getur aldrei unað því að vera lokaður söfnuður sem einungis láti sig einkahagsmuni sína varða. Hún er opinber og boðun hennar og starf er í þágu heimsins.” (Í birtu náðarinnar, bls. 166)

  Það er munur á trúfélaginu þjóðkirkjan og öðrum trúfélögum þegar kemur að réttindum og skyldum gagnvart ríki annars vegar og þjóð hins vegar (við komum líka inn á þetta í pistlinum Að skilja ríki og kirkju (http://tru.is/pistlar/2010/06/ad-skilja-riki-og-kirkju/).
  Kjarni málsins er þessi: Það eru bæði guðfræðilegar og lagalegar forsendur sem liggja til grundvallar því að þjóðkirkjan styðji umbætur í mannréttindamálum sem breið og víðtæk samfélagsleg sátt ríkir um.

  Við teljum að þjóðkirkjan hafi sýnt styrkleika í því að fylgja málefnum samkynhneigðra eftir eins og hún hefur gert: Hún hefur í opinni umræðu sinnt ritskýringu, tekið afgerandi afstöðu, tekið þátt í samtalinu, horfst í augu við eigin þátt í að mismuna samkynhneigðum með því að stuðla að fordómum í þeirra garð.

  Með því að taka þetta skref með þjóðinni styrkir þjóðkirkjan stöðu hjónabandsins sem mikilvægrar stofnunar í þágu fjölskyldna og barna, í þágu við grunngildi hjónabandsins; trúfesti, virðing og ást.

 10. Guðmundur Pálsson skrifar:

  Komið þið sæl aftur.

  Minnst er á sértrúarsöfnuði hér að ofan. Mér finnst að taki kirkja sig út og boðar annað en kristnir menn telja almennt vera rétt ber að líta það með varfærni. Það gæti verið hið örugga kennimerki þess að hún sé í raun sértrúarsöfnuður. Ekki hér innanlands auðvitað heldur á heimsvísu.

  Innan þjóðkirkjunnar hafa í mörg ár malað kraftar sem vilja endurskilgreina hjónabandið og grafa undan og tortryggja orð kirkjufeðra og annarra trúfastra. Það er allt gert vitaskuld í nafni virðingar og ástar, hvað annað. Menn kunna sig.

  Sömu ættar er að læða inn varðandi fóstureyðingar því sem nú er gert varðandi vígslu samkynhneigðra, að gera það að einhverju leiti að mannréttindum að eyða fóstri.

  Það hlýtur að koma að því að menn fari að ákveða sig, hvorum megin menn standa.
  Kirkja sem er í þessum farvegi hefur að mínu áliti misst sig, hún hefur ekkert að segja lengur. Engan leyndardóm að boða og hún syndgar þegar hún andæfir ekki. Athugið kæru trúmenn, það er nóg að andæfa - það þarf ekki að sigra.

  Nei, ætli það sé ekki bara betra að vera einfaldur og grandalaus og trúa á sinn Guð heldur en taka þátt í þessarri vitleysu. Ég er uppgefinn á þessu.

 11. Guðmundur Pálsson læknir skrifar:

  Bræður mínir og systur. Vinir mínir! Gagnrýnisorð mín í pistlinum hér að ofan eru of sterk og óréttmæt. Ég bið ykkur afsökunar á þessu tilfinningakasti sem kom til af því að mér þykir vænt um kirkjusamfélagið á Íslandi og er ekki sama. En mér væri nær að líta á það sem er gott. Þjóðkirkjan er ómetanlega hjálpar- og náðarstofnun sem styður fólk í neyð og sorg. Hún er opin og umburðarlynd og það er mikils um vert. Með bestu kveðjum. GP

 12. Kristín Þórunn skrifar:

  Þakka þér Guðmundur fyrir orðin þín.

  Það er gott að við getum tjáð skoðanir okkar og það hvernig okkur líður.

  Guð geymi þig.

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 6085.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar