Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Kjartan Jónsson

Gegn fátækt og ranglæti

Rúm Húgós

Þessa dagana láta yfirvöld til skarar skríða gegn sumum sem taldir eru helstu gerendur í þeirri atburðarrás sem leiddi til efnahagshruns íslensku þjóðarinnar með ómældu tjóni og sársauka fyrir almenning. Þessar aðgerðir gefa okkur von um að Ísland sé réttarríki í raun og veru og að engir séu hafnir yfir lögin, hvorki auðmenn né fólk í valdastöðum.

Fólki hefur stundum fundist að vitlaust hafi verið gefið í þessu þjóðfélagi þegar kemur að aðgangi að fjármunum bankanna. Okkur blöskrar þær háu upphæðir sem óprúttið fólk hefur getað sölsað undir sig af eigum almennings óáreitt. Réttlætið verður að ná fram að ganga í þessum málum, fyrr verður ekki sátt í íslensku samfélagi.

Kirkjan hefur löngum verið sökuð um að standa með valdastéttinni og hinum ríku. Því miður hefur það oft verið raunin. Jesús stóð með þeim sem áttu undir högg að sækja og talaði máli þeirra.

Ástand þjóðmála og bágindi margra í íslenku samfélagi eru áskorun til okkar að feta í fótspor hans og vinna að framgangi réttvísinnar og standa með þeim sem hafa orðið fórnarlömb ranglætis. Vinnum að því að láta réttlætið leiða til sáttar og endurreisnar hins íslenska samfélags því að Guði er umhugað um velfarnað þess.

Um höfundinn2 viðbrögð við “Gegn fátækt og ranglæti”

  1. Kristín Þórunn skrifar:

    Góð brýning í flottum pistli. Takk fyrir þetta Kjartan!

  2. Ragnheiður Sverrisdóttir skrifar:

    Við verðum að breyta áherslum í starfi okkar!!Ef ekki núna þá hvenær?
    Við getum verið virk í starfi á Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun. Sjá frétt af „þjóðfundi“ sem haldinn var 8. maí.
    http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/4990

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3375.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar