Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Kristján Björnsson

Í fjárhúshelli

19. desember 2009

Að stíga í Betlehems steinþrepin niður
og standa í pílagrímsförum,
að lúta að stallinum lága, sem smiður,
lagfærði handtökum snörum,
að krjúpa við altari konu og sonar
og klappa á steingólfið gljáða,
það hefur upp manninn til helgustu vonar
svo heil verður sálin mín snjáða.

Það fyrirheit eilíft mér Frelsarinn setur
og frið sinn og sáttina hlýju
á hátíð sem guðsbörnin halda um vetur,
að helga þau kærleik að nýju,
að tilveran mín verði tandurhrein aftur
sem til hans í fjárhellinn gáði
og lán mitt svo fullnað, sem lifandi kraftur,
þá loforð Guðs sonar ég þáði.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2018 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 2547.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar