Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Þórhallur Heimisson

Hamingjunámskeið Hafnarfjarðarkirkju

2. september 2009

Fullorðinsfræðsla Hafnarfjarðarkirkju fer á fulla ferð að loknu sumarleyfi fimmtudaginn 3. september næstkomandi. Þá verður haldið námskeið sem ber heitið „Hamingjunámskeið Hafnarfjarðarkirkju“.

Markmið námskeiðsins er að benda fólki á leiðir til að styrkja sig andlega, líkamlega og félagslega í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu og að hjálpa fólki til þess að finna á ný og styrkja lífsgleðina.
Hamingjunámskeiðið byggir á hjónanámskeiðum Hafnarfjarðarkirkju, en eru einstaklingsmiðuð og ætluð til að mæta einstaklingnum í þeirri kreppu sem nú gengur yfir land og þjóð. Grunnur þess eru 10 leiðir til lífshamingju sem farið er í gegnum og hafa reynst mörgum vel um land allt

Hamingjunámskeiðin og hjónanámskeiðin hafa verið haldin á 28 stöðum um land allt og á Norðurlöndunum. Á liðnu vori var námskeiðiða haldið í flestum söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmis við húsfylli á mörgum stöðum

Námskeiðið hefst kl.20.00 í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og stendur til ca.22.00. Það tekur aðeins eitt kvöld, er ókeypis og öllum opið.
Allar nánari upplýsingar má fá í síma 891756

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2018 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 2377.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar