Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Karl Sigurbjörnsson

Olfar Botrous Shakir

Egyptaland
d. 12. febrúar 1997

Koptisk orþódox kirkjan í Egyptalandi er ein elsta kirkja kristninnar. Um sex milljón manna tilheyra henni, og er hún fjölmennasta kirkjudeildin í MiðAusturlöndum. Undanfarin ár hefur hún gengið gegnum mikla endurnýjunartíma. Klaustralíf hefur blómstrað, kærleiksþjónusta kirkjunnar er þróuð og margvísleg félagsleg þjónusta, barna og unglingastarf er með miklum blóma. En alla tuttugustu öldina og til þessa dags hefur kirkan liðið mikið harðræði af hálfu hins muslimska meirihluta í landinu. Islamskir öfgamenn hafa gert ítrekaðar árásir á kirkjur og presta og kristna leikmenn. Ein slík var 12. febrúar 1997 þegar níu kristnir unglingar frá Abu Qurwas voru myrtir. Þeir höfðu tekið þátt í æskulýðssamveru í kirkju sinni þegar hópur manna réðist þar inn og gerði skotárás á unglingana. Arsanius biskup í el-Mina lýsti unglingana píslarvotta. Ráðamenn múslima fordæmdu árásina og kölluðu árásarmennina trúvillinga. Einn hinna myrtu var Olfat Botros Shakir. Hún áformaði að gifta sig að nokkrum dögum liðnum. Hin ungmennin hétu Joseph Mousa Fahim, Adel Michael Adel-Malak, Edward Wasfi Daniel, Samuel Kanaan Obeid, Milad Sohkri Salib, Bakhit Nabil Naguib, Yaman Reda Girgis og Magdi Besali Swayhi.

Þið elskuðu, látið ykkur ekki undra eldraunina, sem yfir ykkur er komin, eins og eitthvað áður óþekkt hendi ykkur. Gleðjist heldur er þið takið þátt í píslum Krists til þess að þið megið einnig gleðjast og fyllast fögnuði þegar dýrð hans birtist. Sæl eruð þið þegar menn smána ykkur vegna nafns Krists. Andi dýrðarinnar, andi Guðs, hvílir þá yfir ykkur.
1Pét.4.12-14

Píslarvottar vorra tíma. Lauslega byggt á bók Jonas Jonsson: Vår tids martyrer.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2995.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar