Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfundLeita

Karl Sigurbjörnsson

Wang Zhiming

d. 29.desember 1973
Kína

Wang Zhiming bjó í Wuding í Yunnan héraði. Um miðjan sjöunda áratuginn voru þar um þrjúþúsund kristnir menn og var Wang Zhiming prestur þeirra. Hann hafði numið í kristniboðsskóla og kennt í slíkum áður en hann gerðist prestur eftir byltingu. Hann var hollur ríkinu en neitaði að taka þátt í því að niðurlægja jarðeigendur og berjast gegn útlendingum. Menningarbyltingin braust út 1966. Í Wuding voru meir en tuttugu kristnir leiðtogar fangelsaðir, þeim var misþyrmt og sendir í endurhæfingarbúðir. Eins var um múslima. Wang Zhiming gagnrýndi framkomu rauðliðanna og var því fangelsaður árið 1969 ásamt eiginkonu sinni og fleirum úr fjölskyldunni. Fjórum árum síðar var hann dæmdur til dauða og var tekinn af lífi opinberlega að viðstöddum tíu þúsund áhorfendum. Hann var sextíu og fimm ára að aldri. Þetta olli uppnámi og kristið fólk réðist íreiði sinni á þá opinberu starfsmenn sem staðið höfðu að aftökunni. Margir minnast enn þessara atburða. Eiginkona Wangs sat í fangelsi í þrjú ár og tveir sona þeirra í níu ár. En baráttan gegn trúnni mistókst. Þegar trúfrelsi var veitt á ný var fjölskyldu Wangs boðnar skaðabætur. Nú munu meir en þrjátíuþúsund kristnir menn í Wuding.

Og ég heyrði rödd af himni sem sagði: „Rita þú: Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu því að verk þeirra fylgja þeim.“ Op. 14.13

Píslarvottar vorra tíma. Lauslega byggt á bók Jonas Jonsson: Vår tids martyrer.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2485.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar