Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Ármann Hákon Gunnarsson

Jesús sendur heim?

Það er sennilega nærri lagi að áætla að Jesús frá Nasaret sé frægasti flóttamaður allra tíma. Hann var í raun flóttamaður allt sitt líf hér á jörðu. Þegar hann var að fæðast var hvergi pláss fyrir hann nema í gripahúsi og strax eftir fæðingu var líf hans í hættu. Hann varð að pólitískum flóttamanni og foreldrar hans flúðu með hann frá Palestínu til Egyptalands. Um 30 árum síðar lét hann lífið á krossi vegna pólitískra ofsókna.

Flóttamenn á Indlandi

Núna er það önnur þriggja manna fjölskylda sem er í fréttum hér á landi og öll eru þau flóttamenn. Hér virðist hvorki vera pláss fyrir þau né pólitískur vilji til að leyfa þeim að búa á okkar fagra Íslandi sem byggir þó hefðir sínar á kristnum gildum. Það er búið að senda pabbann til Ítalíu og þaðan verður hann jafnvel sendur aftur til síns heimalands þar sem hann á það á hættu að verða fangelsaður eða myrtur vegna pólitískra skoðanna sinna.

Hér á Íslandi bíða svo nýfæddur drengur hans og barnsmóðir eftir því að verða send til Svíþjóðar. Þessari fjölskyldu hefur verið sundrað án þess að VIÐ (íslenska ríkið/þjóðin) tökum mál þeirra til efnislegrar skoðunnar. VIÐ erum í rétti og útaf því að VIÐ förum að lögum sem byggja á svokölluðum Dyflinnar-samningi. Ekki veit ég hvort þessi samningur sé góður eða vondur né hvort hann byggir á kristilegum mannúðar gildum. En ég viðurkenni að ég sár yfir því hvaða stefnu VIÐ höfum þegar kemur að málefnum flóttamanna. Af hverju eru flóttamenn ekki velkomnir á Íslandi.

Undanfarið hefur verið mikil umræða á Íslandi um hvort skólastarf megi byggja á kristilegum grunni eða arfleifð. Margir hafa tekið þátt í umræðunni og bent á og barist fyrir því að hin kristulegu gildi fái að vera hluti af menningu skólanna. Sem betur fer erum við mörg sem finnst það jákvætt að hið opinbera svið byggi á kristnum gildum en það er ekki nóg að slíkt eigi bara að vera á prenti í grunnskólalögum. Þessi gildi þurfa að sjást víðar í raunveruleikanum. Til dæmis þarf að endurskoða hvernig lögjöf okkar og hefðir eru þegar kemur að málefnum flóttamanna. Það hlýtur að vera krafa okkar sem tökum mark á siðaboðskap Jesú frá Nasaret að hér á landi verði mörkuð ný stefna og við búum til nýja hefð og hér eftir verði tekið á málefnum flóttamanna af virðingu og kærleika.

Miðað við núverandi ástand myndum VIÐ greinilega ekki taka á móti Maríu, Jósef og Jesú, VIÐ myndum senda þau aftur til þess lands sem þau komu frá. VIÐ myndum ekki hlusta á sögu þeirra eða taka mál þeirra til efnislegrar meðferðrar því VIÐ höfum Dyflinnar-saminginn. Það er eins gott að Egyptar voru ekki með þennan samning fyrir 2000 árum þá hefðu þau bara verið send strax aftur til Palestínu og Jesús hefði verið drepinn sem ungabarn og heimurinn þá aldrei heyrt sögu hans eða boðskap.

,,Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra og systra, það hafið þér gert mér” Matt 25.40

Um höfundinn5 viðbrögð við “Jesús sendur heim?”

 1. Sigrún Óskarsdóttir skrifar:

  Takk fyrir vekjandi pistil. VIÐ verðum að fara að skoða okkar gang.

 2. Friðrik J Hjartar skrifar:

  Góður pistill Ármann og þörf ádrepa. Gott að þú ert líkur sjálfum þér.

  Kv

  Friðrik

 3. Anna Jóna Kristjánsdóttir skrifar:

  Takk fyrir frábæra grein frændi.
  Þetta er mjög sorglegt mál sem hefur legið þungt á mér. Að senda mann sem reynir bara að blessa frá sér út í opinn dauðann er skammarlegt af íslenskum ráðamönnum.
  Maðurinn á sér frábæra sögu og tengingu við landið, þar sem hann hefur verið skiptinemi á Íslandi í heilt ár, og unnið með íslensku hjálparsamtökunum ABC (sem eru styrkt af íslensku ríkisstjórninni) við að byggja upp barnaskóla.
  Biðjum fyrir venrd og varðveislu til handa Paul Ramses, og að ráðamenn sýni honum miskunn og leyfi honum að búa hér og vera landi og þjóð til blessunar.

 4. Guðný Björk Ármannsdóttir skrifar:

  Takk fyrir. Eins og talað úr mínu hjarta.
  Þetta þyrfti að birtast á fleiri stöðum, til dæmis í blöðunum. Skiptinemar á Íslandi eru fósturbörn þjóðarinnar. Og við sendum þau ekki út í opinn dauðann af því einhver annar stingur upp á því. Við höfðum allar aðstæður til að kynna okkur hans bakgrunn.

  P.S Þú segir góðar dæmisögur

 5. Jóna Hrönn skrifar:

  Kæri vinur! Takk fyrir þetta. Kv.Jóna Hrönn

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3608.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar