Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Elín Elísabet Jóhannsdóttir

Hver dagur er gjöf

Jæja, jæja! Enn einn dagurinn úr hendi Drottins.

Á hverjum degi, þegar ég sest við tölvuna í vinnunni- opna ég nýtt „word“ skjal og skrifa þessa línu. Þegar maður skrifar þetta svona á hverjum degi þá er óhjákvæmilegt að sjá hve örlátur Drottinn er á dagana.

Manni finnst gjarnan ævin stutt … sérstaklega þegar ljóst er að minna er eftir en liðið er.

En þá kemur nýr dagur og enn nýr dagur og enn einn nýr dagur. Þetta virðist líða hratt en í rauninni er þetta lífið. Það er kannski bara jákvætt þegar manni finnst lífið líða hratt. Það sýnir að maður er sprell virkur í lífinu og getur tekið þátt í því.

Dagarnir silast ekki áfram hægir og tilbreytingalitlir.

Þeir fljúga fjörugir áfram og kalla á það að við njótum þeirra, nýtum þá og notum.

Hættum að kvarta yfir því hve hratt tíminn flýgur.

Njótum þess og fljúgum með á vængjum tímans, full af fjöri og orku fyrir hvern nýjan dag.

Um höfundinnEin viðbrögð við “Hver dagur er gjöf”

  1. Árni Svanur Daníelsson skrifar:

    Holl og góð áminning. Takk fyrir það.

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3479.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar