Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfundLeita

Svavar A. Jónsson

Ekki gera ekki neitt

Heimurinn er ekki svarthvítur, samanstendur ekki af góðu fólki annars vegar og vondu fólki hins vegar og oft getur verið snúið að átta sig á því hvað sé gott og hvað sé slæmt.

Mörg verstu ódæði mannkynssögunnar hafa verið unnin í góðri trú, af fólki sem var sannfært um að það væri að gera rétt.

Þetta þýðir samt ekki að allt sé afstætt, ómögulegt sé að eiga sannfæringu og hugsjónir og vonlaust sé að reyna að láta gott af sér leiða; það gæti hugsanlega orðið til ills á endanum.

Þannig nýtur það vonda vafans.

Afstaðan sem við tökum gæti reynst röng. Þess vegna sé illskást að vera hlutlaus.

Eitt er þó alveg öruggt: Gjörðir okkar, orð, viðmót og hugsanir verða annað hvort til góðs eða ills.

Líka þær gjörðir sem aldrei urðu að veruleika og líka orðin sem aldrei voru sögð.

Við skulum gæta að því sem við segjum og gerum, en við skulum líka gaumgæfa það sem við ekki gerðum eða létum ósagt.

Og það að aðhafast ekkert, hafa enga skoðun og passa sig á því að sannfærast ekki um neitt, getur verið hin mesta synd.

Pistillinn birtist einnig á bloggi Svavars Alfreðs. Umræður um hann fara fram þar.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2541.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar