Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfundLeita

Bjarni Randver Sigurvinsson

Athugasemdir við málflutning forsvarsmanna SÁÁ

Öllum ætti að vera ljóst að þjóðfélagið á SÁÁ mikið að þakka fyrir þá ómetanlegu hjálp sem samtökin hafa veitt þúsundum landsmanna í glímu þeirra við þann illvíga sjúkdóm sem áfengis- og vímuefnafíkn er. Hér er um að ræða samtök sem þjóðfélagið getur ekki án verið og er bráðnauðsynlegt að rekstur þeirra sé tryggður, ekki síst í ljósi þess að forsvarsmenn þeirra hafa ítrekað varað við verulegum niðurskurði á þjónustu og jafnvel yfirvofandi gjaldþroti komi ekki til stuðningur ríkisvaldsins. Því ber að fagna að nú hefur loks náðst samkomulag milli þeirra ráðuneyta sem málið varðar og SÁÁ um framlengingu þjónustusamnings frá árinu 2002 til ársloka 2007 þar sem jafnframt er komið til móts við fjárhagsvanda samtakanna vegna liðins starfsárs.

En þótt ljóst sé að samtökin leitist við að byggja starfsemi sína á faglegum vinnubrögðum í samræmi við þá nútíma þekkingu sem vísindin hafa aflað á sviði læknisfræði, sálfræði og félagsvísinda, er engu að síður ástæða til að gera athugasemdir við málflutning helstu forsvarsmanna þeirra undanfarið á sviði trúmála sem því miður hefur mikið til verið á skjön við alla fagmennsku, ekki bara varðandi Hvítasunnukirkjuna á Íslandi og líknar- og meðferðarstarf hennar undir merkjum Samhjálpar sem hvort tveggja hefur ítrekað verið sakað um hættulega ofsa- og öfgatrú bæði í fjölmiðlum og þó alveg sérstaklega á vef SÁÁ heldur einnig í sumum tilfellum varðandi hvítasunnumenn í heild.

Þó svo að SÁÁ hafi nú um hátíðirnar sýnt það í verki að samtökin vilji hafa góð samskipti við þjóðkirkjuna með opinberlegri þátttöku nokkurra meðlima þeirra í guðsþjónustu á föstudeginum langa, er ekki hjá því komist að fjalla sérstaklega um þá gagnrýni sem fram hefur komið hjá forsvarsmönnunum á hendur hvítasunnumönnum vegna þeirrar athygli sem hún vakti í fjölmiðlum snemma á árinu og þar sem hún er enn öllum aðgengileg víða á netinu og þá ekki síst á vef samtakanna. Þá er sömuleiðis ástæða til að fjalla um gagnrýni m.a. alþingismannsins Péturs Blöndals á stjórnskipun samtakanna sem hann segir nauðsynlega þurfa að lagfæra til að fagleg vinnubrögð verði þar sem best tryggð en sú gagnrýni er hluti þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um eðli fagmennsku í líknar- og meðferðarstarfi og spurninguna að hvaða marki þátttaka trúarhópa og annarra góðgerðarsamtaka sé æskileg í því.

Lesa greinina á vefnum gudfraedi.is …

Hér er um að ræða innganginn af greininni: Athugasemdir við málflutning forsvarsmanna SÁÁ. Hana má lesa í heild á vefnum guðfræði.is. Neðanmálsgreinar, sem vísað er til innan hornklofa í innganginum, má lesa á þeim vef.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3638.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar