Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfundLeita

Hulda Guðmundsdóttir

Giftingar samkynhneigðra

Umræða hér á landi um mögulegar kirkjuvígslur samkynhneigðra para hefur farið lágt síðustu mánuði, enda komst málið í hnút á 132. löggjafarþingi. Þá komst tillaga Guðrúnar Ögmundsdóttur (þskj. 100 -mál 100), um heimild til þess að staðfest samvist gæti að öllu leyti farið fram hjá trúfélögum aldrei til umræðu í vetur. Þar með missti íslenska þjóðkirkjan af þeim möguleika að verða fyrst lúterskra kirkna til að framkvæma staðfesta samvist – sænska kirkjan verður á undan! Hún hefur nú þegar lýst því yfir að hún sé tilbúin (beredd) til þess.

Ætlar sænska kirkjan þá að vígja samkynhneigð pör í hjónaband? Nei, alls ekki. Hún leggur þvert á móti áherslu á það að „vígslan“ tilheyri karli og konu. Enginn veit á þessari stundu hvort sænska ríkisstjórnin hyggst sameina lögin um äktenskap og registrerat partnerskap, þannig að ein lög gildi um hjúskap yfirleitt. Væntanlega breytir það þó engu fyrir sænsku kirkjuna. Hún virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hún sé tilbúin að þjóna lögformlegri athöfn samkynhneigðra para - við hliðina á hjónavígslu.

Þar með verður búið að innleiða tvennskonar löggildar hjúskaparathafnir í kirkjunni a)framkvæmd staðfestrar samvistar b) vígslu í hjónaband. Hvort báðar þessar athafnir verða kallaðar giftingar, vígslur eða hjónavígslur mun tíminn einn leiða í ljós.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3651.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar